Ég fór út að borða í hádeginu á splunkunýjan stað sem heitir Fiskifélagið. Mjög flott útlit á öllu, bæði innandyra og utan og lofaði góðu. Við vorum tvær vinkonur og ákváðum að fá okkur súpu í hádegismat og pöntuðum okkur sitthvora gerðina (af þeim tveimur sem í boðið voru). Ég fékk mjög bráðgóða fiskisúpu en magnið svo skorið við nögl að við fórum þaðan sársvangar báðar tvær. Borgaði tæplega 1500 krónur fyrir mesta lagi hnefafylli af súpu, einn humarhala og nokkrar brauðsneiðar. Ég fékk ég þá skýringu þegar ég gerði athugasemd við magnið að þetta væri forréttarsúpa en það kom hvergi fram á matseðlinum eða í þjónustunni sem var frekar döpur og handahófskennd. Í ofanálagt var verðið á staðnum 300 krónum hærra en á matseðlinum sem ég hafði lesið á heimasíðu staðarins. Ég mun ekki fara aftur á þennan stað.
Óska nafnleyndar
Ég veit ekki með þetta Fiskifélag, en þarna í kjöllurum í Kvosinni eru amk þrír staðir sem eru með svipaðan matseðil. Samkvæmt Hr. Jónasi - sem öðrum fremur hefur súpermarktæka bragðlauka - eru Volare hagkvæmasti veitingastaðurinn í dag, sjá: http://www.jonas.is/greinar/greinarl.Lasso?radaeftir=dagsetning&rodun=descending
SvaraEyðaHvar fannstu heimasíðu hjá Fiskifélaginu?
SvaraEyðaHmmm...ég fór þarna í kvöldmat um daginn og kom ALSÆL út. Þjónustan var góð, maturinn var FRÁBÆR, bæði hvernig hann var fram reiddur og mér fannst hugmyndasmíðin á bak við hvern rétt æði og það skilaði sér í bragðinu. Jújú, þetta kostar slatta en mér finnst það þess virði þegar maturinn er svona æðislegur :-)
SvaraEyðaKv. Helga
Staðurinn heitir Fiskfélagið, ekki Fiskifélagið. Ef nafnið er skrifað rétt er lítið mála að finna heimasíðuna.
SvaraEyða