fimmtudagur, 6. ágúst 2009

Krukkuokur í Krónunni

Við fjölskyldan erum að brasa við rabbabarasultugerð í kreppunni. Vantaði nokkrar tómar krukkur sem ég síðan sá uppstillt á áberandi stað í Krónunni í lindarhverfi. Á spjaldi við þær stóð "Tómar krukkur frábært verð" en engin verðmerking sjáanleg, þótt vel væri að gáð. Þær voru til í nokkrum stærðum tók þessa minnstu. c.a. 0.3l með skrúfuðu loki, sem sagt ósköp venjuleg sultukrukka. Og viti menn, þessi krukka átti að kosta 359.-kr. Tóm krukka! Þvílkt okur.

4 ummæli:

 1. Kaupa bara barnamat á rúmlega 200kr, fínustu krukkur þar. ég á orðið svona 50stk, maður ætti að selja gossið tæpar 18.000kr :)

  SvaraEyða
 2. Já hættur að hlusta á svona frábært verð, kreppuverð, tilboðspakki! og hvað sem þetta allt saman heitir.

  Skoða bara verðið eins og það sé venjulegt verð. Enda er held ég búið að bljóðmjólka fólk á þessu. Hlýtur að fara að hætta að virka.

  SvaraEyða
 3. Hahah, ég held að ég hafi afgreitt þig.

  SvaraEyða
 4. Ef það er engin verðmerking, þá læt ég vöruna eiga sig..,-

  SvaraEyða