föstudagur, 21. ágúst 2009

Okrað á örvhentum

Mig langar að koma með smá ábendingu varðandi verðmismun. Var að versla fyrir skólann eins og flest allir. Fór í Office one því hún er talin ódýrust. Á miðanum hjá drengnum sem er að fara í 3. bekk stóð að hann ætti að kaupa skæri sem mér fannst nú ekki mikið mál. En það runnu á mig tvær grímur. Þannig er að strákurinn hjá mér er örfhendur og þarf því hægrihanda skæri. En því líkur verðmunur. Fyrir rétth. kostuðu þau rúmar 400 kr, en fyrir örfh. rúmar 800 kr. Ég bað um skýringi á þessum verðmuni en fékk enga. Svo er verið að tala um að allir sitji við sama borð. Ég hélt að það mætti ekki mismuna börnum þegar að skóla kæmi, hann er jú skilda.
Harpa Þorleifsdóttir, Hafnarfirði

2 ummæli:

  1. Um daginn voru þar kassi með slatta af gefins skærum í Food not Bombs. Jibbí! Kannski verður þetta núna í Fríbúðinni sem er á Skólavörðustíg við hliðina á krambúðinni, en þar er allavega hægt að fá ýmislegt og fólk getur losað sig við dót sem gæti gagnast öðrum.
    Gefum og þiggjum.

    SvaraEyða
  2. Af hverju þarf hann hægrihandarskæri fyrst hann er örvhentur?

    SvaraEyða