Ég fór með skó sem ég á til Þráins skóara á Grettisgötunni, því það hafði komið saumspretta á annan þeirra. Ég hefði ekki farið með skóna nema af því þeir voru nýlegir, bjóst við að viðgerð slagaði hátt í verð á nýjum skóm. Mér var sagt að ég gæti komið tveim tímum síðar og sótt skóna, það stóðst. Hélt að ég þyrfti að borga a.m.k. þrjú þúsund fyrir en þess í stað var ég rukkaður um 350 kr.! Það hafði bæði verið saumað og límt, þannig að viðgerðin sást varla. Það borgar sig greinilega að láta gera við skó.
Björn
Enda hefur orðið algjör sprenging hjá skósmiðum eftir hrun.
SvaraEyða