laugardagur, 29. ágúst 2009

Fáránlega dýr innflutningur

Ég er ekki vanur að kvarta og átti mig á því að fámennið og
fjarlægðin gerir margar innfluttar vörur eitthvað dýrari hér heima en
erlendis en núna brá mér.
Fyrir viku var ég staddur í London og keypti þar Nike Pegasus+ 26
hlaupaskó. Þeir kostuðu í Niketown á Oxford Street (sem er ekki ódýrasta
verslunin), 66,55 pund eða um 14.000 krónur.
Ég var síðan í Útilíf áðan og þar var sami skórinn í hillu á rúmar
27.000 krónur! (Í netverslun Nike kostar skórinn síðan um 11.000kr)
Þetta finnst mér okur.
Kv. Árni

Engin ummæli:

Skrifa ummæli