miðvikudagur, 19. ágúst 2009

15% hækkun í IKEA

Langar að vekja athygli á að Ikea var að hækka vöruverð um 15%. Ég var að skoða stól sem kostaði 99.900 á sunnudaginn en þegar ég skoðaði á netinu í gær var hann kominn í 114.900. Sófi í sömu vörulínu hækkaði úr 179.900 í 199.900. Þetta finnst mér ansi mikil hækkun á einu bretti.
Bestu kveðjur,
Hrund Einarsdóttir

4 ummæli:

 1. Að borga mikið yfir 100 þús fyrir sófa úr IKEA sem n.b. eru bara sæmilegir er gjörsamlega út úr kortinu.

  SvaraEyða
 2. Hvað ætli sé langt frá síðustu hækkun? Hefði hún verið skárri hefði hún komið í þremur þrepum, 5000 í senn? Tilgangslaust nöldur nema maður viti hve gamalt gamla verðið var..

  SvaraEyða
 3. síðast er ég vissi þá hafa IKEA auglýst sig þannig að þeir hækki ekkert á milli bæklinga, nú rann síðasti bæklingur út 15.ág sl. EN vegna ruglsins sem gengur yfir landann þá hafa þeir hækkað 1x á tímabilinu. Þannig að ég veit ekki hvort 15% hækkun í einu stökki sé mikið þegar "vaninn" er að hækka ekkert á 12 mánuðum.

  En þess utan þá myndi ég seint kaupa mér þetta dýra hluti í IKEA.

  SvaraEyða
 4. Þessi "við breytum verðinu bara á 12 mánaða fresti" regla var sett á þegar krónan var að styrkjast.
  Þá var auðvelt að halda gamla verðinu allt árið.

  SvaraEyða