Sýnir færslur með efnisorðinu Ikea. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Ikea. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 1. nóvember 2011

Okur í Ikea

Mig langar svo að benda á verðið á díóðu (DIODER) ljósum í Ikea (það heitasta í ljósum í dag). Á meðan ljósin kosta 226 kr danskar (4838 ísl.) á ikea.dk, þá kosta þau 8990 hér á Íslandi - á Ebay kostar þetta svo í kringum 34 dollara. Þau eru sem sagt rétt tvöfalt dýrari á Íslandi en í DK.

Vörunúmerið er til dæmis 00191735.

Kveðja, Ingibjörg.

sunnudagur, 15. maí 2011

Pizzutilboð í húsgagnabúð

Þeir eru með, í húsgagnaverslun (!), tilboð, Eurovision að sjálfsögðu, á pizzuhráefnum, 1990 kall eða svo. Mætti á staðinn og ætlaði að grípa þetta með mér, en datt í hug að leggja saman einingaverðin. Eg gat bara ekki fengið nákvæmt verð, vegna skorts á merkingum, en talan virtist vera á bilinu 16-1700 kall.
"Tilboðið" felst þá í okri, ekki satt?
Kv. Friðrik

miðvikudagur, 29. desember 2010

Jólagjafaskil Ikea

Fór í Ikea í dag til að fá skipt jólagjöf. Þar sem nú er hafin útsala (hófst strax á fyrsta opnunardag eftir jól) neitar Ikea að taka við vörunni á því verði sem hún var keypt á nema að ég geti sýnt fram á það með kassakvittun. Ekki frekar en aðrir hef ég enga kvittun við hendina og kann illa við að biðja um hana frá gefanda. Þrátt fyrir að eiga smá spjall við annars almennilegan starfsmann þá var ákvörðun Ikea ekki hnikað. Ótrúlega slakt hjá þeim að gefa ekki fáeina daga fyrir vöruskil og þá á því verði sem upphaflega er greitt er fyrir. Ég hafði því miður ekki aðra möguleika en sætta mig við þessa meðferð en ákvað að stoppa eins stutt við og mögulegt var.
Ég mun í ljósi þessarar reynslu frábiðja mér frekari gjafir frá Ikea og reyna eftir fremsta megni að forðast að eiga viðskipti við þessa verslun í framtíðinni.
kveðja,
Magnús

mánudagur, 9. nóvember 2009

Viðskiptavinir sviptir skilarétti í IKEA

Ég fór í IKEA og verslaði stól, stóllinn kostaði 2690,- Þegar heim er komið og umbúðirnar fjarlægðar sé ég að stóllinn er brotinn. Ég fer daginn eftir í IKEA til að fá stólnum skipt en fæ þar að vita að ég enungis get skipt stólnum ef ég gef upp kennitölu. Ég er með kvittun sem sýnir að ég keypti stólin deginum áður og ég er með stólinn sem er greinilega gallaður, það ætti að vera nóg. Þrátt fyrir að ég tala við “yfirmann” sem var útlendingur sem talaði góða íslensku fæ ég ekki að skipta stól sem kostar 2700 nema ef ég uppgef kennitölu.
Það getur ekki verið löglegt að svipta viðskiptavin skilarétti ef hann vill ekki gefa upp kennitölu og þar með verða partur af gagnageymslu fyrirtækisins. Ef ég get sýnt kvittun sem fyrirtækið sjálft útbýr og sýnir að ég keypti hlutinn hjá fyrirtækinu, þá hlýtur það að vera nóg. Hvaða ástæðu og hvaða rétt getur fyrirtækið haft til að krefja kennitölu?
Það hlýtur að vera réttur hvers frjáls manns að geta verslað og skipt gölluðum hlutum án þess að nafngreina sig ef hann hefur kvittun fyrir viðskiptunum.
Upplýsingar um hvað hver kaupir og hvenær eru mikils virði fyrir stórfyrirtæki sem nota þau til að prófílera viðskiptavini sína. Maður gæti ímyndað sér að ef engar hömlur eru á notkun fyrirtækja á persónu upplýsingum, þá gætu þessar upplýsingar nýst til að skipta viðskiptavinum í hópa allt eftir hversu “góðir” viðskiptavinir þeir eru. Verslar þú mikið og skiptir þú sjaldan vörum og kemur sjaldan með gallaða vöru þá ert þú “æskilegur” viðskiptavinur og færð kanski tilboð eða annað sem aðrir “minna æskilegir” viðskiptavinir fá ekki. Ef þú skilar gölluðum vörum og verslar einungis tilboðsvöru þá ert þú minna æskilegur viðskiptavinur.
Guð má vita hvað annað fyrirtækin geta notað persónu upplýsingar okkar til, og þegar öllu er á botnin hvolft þá kemur þeim ekkert við hver ég er þegar ég kem í verslun þeirra með gallaða vöru og kvittun fyrir kaupunum. Ég vil EKKI vera einn af meðvitundarausum fjöldanum sem lætur stórfyrirtæki fara með sig eins og hvern annan búpening.
Það eru engin rök að segja að “þetta mun aldrei gerast” eða að “fyrirtækin eru að mestu heiðarleg”, þetta gerist og þau eru það ekki. Við í þessu landi ættum að skilja þetta manna best eftir þá ógæfu sem dunið hefur yfir þjóðina. Óheiðarleiki er algengur í viðskiptalífinu eins og fall bankanna og ransóknir á viðskiptum þeirra sýna.
Norðurlöndin sem við oft berum okkur saman við hafa strangar reglur um notkun persónu upplýsinga sem við ættum að taka til fyrirmyndar.
Nú sit ég uppi með brotinn stól sem ég fæ ekki skipt og það sem er verst að mínu mati, IKEA kemst upp með að nota stærð sína til að til að þvinga viðskiptavini sem vilja skipta gallaðri vöru til að nafngreina sig gegn þerra vilja.
Hef sent þetta til neytendasamtakanna og IKEA, datt í hug að láta þig vita líka.
Bestu kveðjur,
Arnar Holm

mánudagur, 5. október 2009

IKEA verslar með þýfi

Fyrir nokkrum dögum kom ég í IKEA og verslaði sitt lítið af hverju sem mig vantaði. Keypti m.a. 4 súpuskálar. Þegar á kassann var komið, urðu skálarnar eftir. Mistökin uppgötvuðust þegar heim var komið og hringdi ég í IKEA til að láta vita af þessu óhappi. Starfsmaður svaraði því að aðeins þyrfti að sýna kassastrimilinn til að fá skálarnar afhentar.

S.l. laugardag mætti ég með kassastrimilinn, en fékk frekar snautlegar mótttökur. Starfsmaður á skilað/skipt skoðaði strimilinn en komst að því að engin skráning væri í tölvu um að varan hefði verið skilin eftir á kassa. Hann fór inn fyrir og talaði við verslunarstjóra (í síma?) en fékk ekki leyfi til að leiðrétta þetta. Ég ætlaði ekki að gefa mig, trúði bara ekki öðru en að IKEA gæfi sig út fyrir góða þjónustu og myndi leiðrétti mistök sem sannarlega voru starfsmanns, því þarna hafði starfsmanni láðst að skrá vöru sem skilin var eftir.

Þrisvar sinnum fór starfsmaður inn að ítreka málið við verslunarstjóra en því miður.

Ég sit því uppi með að fá ekki þessar 4 súpuskálar og hef varla lengur lyst á að borða af Ikea diskum í framtíðinni. Tapa andvirðinu sem var ekki mikill peningur en sennilega hefur bensínkostnaður við að keyra suður í IKEA og til baka í Kópavoginn verið jafnhár eða meiri. Því er tapið tvöfalt. Fyrir utan þetta fór hálfur dagur til ónýtis hjá mér við að bölva IKEA-verslunarstjóranum og IKEA-verslunarveldinu og láta þetta mál fara í taugarnar á mér. Því auðvitað eigum við ekki að láta svona skítafyrirtæki snuða okkur. En kannski er IKEA veldið búið að átta sig á því að hægt er að traðka endalaust á Íslendingum, þeir eru svoddan lúserar hvort eð er, sbr. Englendinga og Hollendinga í Icesave málinu.
Súpuskálarnar MÍNAR eru enn til sölu í IKEA og hætta er á að viðskiptavinir sem kaupa búsáhöld í IKEA á næstunni séu að kaupa þýfi.
Kona úr Kópavogi

Verðmerkingar hjá IKEA

Ég hef rekið mig á að IKEA verðleggur vörur sínar misjafnt eftir litum. Þetta veldur talsverðum ruglingi og ég væri ekki að skrifa um þetta nema vegna þess að ég lenti í þessu í annað skiptið í dag, og það í einungis 3 mismunandi innkaupaferðum. Í fyrra skiptið ætlaði ég að kaupa bolla á útsölu, stórt skilti gaf upp útsöluverð. Ég keypti fleiri en einn lit og þegar á kassan kom reyndust eingöngu 2 af 6 samskonar bollum (en mismunandi í lit) á útsölu. Ég fór tilbaka í verslunina og rétt skal vera rétt, með litlum stöfum undir stærðarinnar útsöluverði var liturinn skráður. Síðara skiptið ætlaði ég að kaupa gardínur, þær virtust eiga að kosta 3.690,- krónur en reyndust kosta 5.490,- krónur þegar á kassann var komið. Ég athugaði málið aftur og gardínurnar reyndust fáanlegar í 4 litum, hinir litirnir þrír voru allir verðmerktir 3.690,- en hvergi fannst verðmerking fyrir rauða litinn sem ég hafði valið. Við eftirgrennslan sagði starfsfólk IKEA að þessi litur væri einfaldlega dýrari – ‘þetta er bara svona’ var eina svarið sem ég fékk hjá 3 mismunandi starfsmönnum. Einhvern veginn virtist þetta þó óskiljanlegt þar sem enginn annar sjáanlegur efnismunur var á gardínunum. Mér varð illilega ofboðið og ég dró tilbaka kaupin. Ég hvet neytendur til að eftirgrennslast eftir litamerkingum á verðmerkingum hjá IKEA. Þetta virðist leiðinda trix sem einungis grefur undan því trausti sem viðskiptavinir bera til annars prýðisverslunar.
Með kveðju, Auður

miðvikudagur, 19. ágúst 2009

15% hækkun í IKEA

Langar að vekja athygli á að Ikea var að hækka vöruverð um 15%. Ég var að skoða stól sem kostaði 99.900 á sunnudaginn en þegar ég skoðaði á netinu í gær var hann kominn í 114.900. Sófi í sömu vörulínu hækkaði úr 179.900 í 199.900. Þetta finnst mér ansi mikil hækkun á einu bretti.
Bestu kveðjur,
Hrund Einarsdóttir