sunnudagur, 15. maí 2011

Pizzutilboð í húsgagnabúð

Þeir eru með, í húsgagnaverslun (!), tilboð, Eurovision að sjálfsögðu, á pizzuhráefnum, 1990 kall eða svo. Mætti á staðinn og ætlaði að grípa þetta með mér, en datt í hug að leggja saman einingaverðin. Eg gat bara ekki fengið nákvæmt verð, vegna skorts á merkingum, en talan virtist vera á bilinu 16-1700 kall.
"Tilboðið" felst þá í okri, ekki satt?
Kv. Friðrik

7 ummæli:

  1. Þessi póstur er varla skiljanlegur

    SvaraEyða
  2. Sammál nr1 , þeir hverjir ??? hvaða húsganaverslun ??

    SvaraEyða
  3. Hann er að meina að ef hann keypti þessi pizzuhráefni eitt í einu, þá myndi það kosta hann samtals 1600 til 1700 krónur, en ef hann keypti þau öll saman á 1990 króna tilboðsverði, þá væri hann sem sagt að greiða ca. 300 krónum meira fyrir þetta. Maður tapar sem sagt á því að taka tilboðinu, þannig að tilboðið felst í okri.

    SvaraEyða
  4. Já, og væntanlega er húsgagnaverslunin IKEA, þar sem færsluflokkarnir eru sagðir vera IKEA og pizzur

    SvaraEyða
  5. Góðan daginn
    Það er okkur mikið hjartans mál að vera alltaf með lægsta verðið og að öll tilboð séu sannarlega tilboð. Þess vegna langar mig til þess að leiðrétta hér með þessa rangfærslu. Tilboðið samanstóð af eftirtöldu:
    2 x Pizzadeig 175,- (2 stk. 350,-) Pizzasósa 595,- (dugir á fleiri en tvær pizzur) Pepperoni 275,- Skinka 245,- Grænmeti 275,- Ostur 445,- Gos 2 lítrar 195,- Samtals eru þetta því 2.380,- án afsláttar. Tilboðsverðið var 1.990,- (u.þ.b. 20% afsláttur). Einnig vil ég taka það fram að verðmerkingar eru á stóru skilti beint fyrir ofan kælinn með hráefnunum.

    Bestu kveðjur, Kristín Lind Steingrímsdóttir
    markaðsstjóri IKEA

    SvaraEyða
  6. @Kristín Lind Steingrímsdóttir
    Hvað tók það þig langan tíma að fá verðunum breitt svo þú getir póstað þetta?

    SvaraEyða
  7. Verst skrifaði póstur í sögu internetsins.

    SvaraEyða