fimmtudagur, 12. maí 2011

Símafyrirtæki út í móa með snúru

Snúra í algenga farsíma, svona til að hlaða tækið og flytja gögn yfir í tölvu.
Síminn og Vodafone eru með þetta á 5000 og 4000 krónur.

Símabær í Mjóddinni, er inni hjá Nettó, selur sömu vöru á undir 1700 kr.

Til fróðleiks má geta þess að Amazon selur þetta á um 200 kr ísl.
Fróðlegt þætti mér að sjá hvernig Síminn reiknar sig í 5000 kr.

Nafnlaus

5 ummæli:

  1. Algjörlega fáránlegt! Vantaði einu sinni pakka með snúru, heyrnartólum og minniskorti í Nokia-síma. Hefði kostað 9000 kr samtals hjá Símanum, fékk þetta á 2700 í Símabæ. Símabær er langbesta búðin.

    SvaraEyða
  2. Ekki mun það batna nú þegar Tal og Vodafone eru að sameinast. Verðin hækka og nú eru bara tveir sem tala sig saman um verðin.þ.e. Síminn og Vodafone/Tal.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus #1 Verð er ekki til í fleirtölu!!!!!!!!

    SvaraEyða
  4. http://www.lexis.hi.is/ordvikunnar/verd.html

    Endilega skoða þetta.

    SvaraEyða
  5. www.hringdu.is

    fariði bara þarna yfir .

    SvaraEyða