laugardagur, 28. maí 2011

Seinagangur hjá Sjúkratryggingum Íslands

Fyrir 5 vikum síðan fékk ég tölvupóst frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem
mér var tilkynnt að ég hefði borgað of mikið fyrir heilbrigðisþjónustu á
árinu 2010 og væri kominn með afsláttarkort og ætti rétt á 1.201 króna
endurgreiðslu. Jafnframt var mér tilkynnt að ef ég ætti reikninga frá
árinu 2010 þá ætti ég að koma með þá niður í Sjúkratryggingar sem og ég
gerði. Þegar ég spurði hvenær endurgreiðslan væri væntanleg þá fékk ég
svarið eftir 2-3 vikur c.a. Núna 5 vikum síðar er ekkert komið. Þegar ég
hringdi í Sjúkratryggingar Íslands eftir hádegi í dag þá var þar afar
pirruð og dónaleg kona fyrir svörum sem sagði að því miður væri ekki
byrjað að vinna úr þeim reikningum sem ég hefði skilað inn og ég þyrfi
gjöra svo vel að bíða bara eins og aðrir. Hún átti von á að ég þyrfti að
bíða allavega í einn mánuð til viðbótar. Ég spyr, er hægt að bjóða
venjulegu fólki uppá svona þjónustu? Ég man þegar ég var krakki þá gat
maður farið niður í Tryggvagötu (fór reyndar ekki einn) og fengið þetta
samdægurs. Hvers vegna er það ekki í boði núna?
Nafnleynd

4 ummæli:

  1. Önugar miðaldra kerlingar eru of uppteknar að kvarta á facebook til að geta millifært á þig.

    SvaraEyða
  2. ég skilaði inn reikningum vegna lækniskostnaðar erlendis í lok júlí í fyrra (ss júlí 2010) fékk bréf dagsett nokkrum dögum síðar þar sem mér var tilkynnt um mótttöku þessarar reikninga og að "staðfestingar" yrði óskað frá viðkomandi landi... í dag er 30.maí - ég hef ekkert heyrt meira frá þeim en hef hringt reglulega uppeftir og fengið þann tón að ég sé bara frekjudolla að vera að spyrjast fyrir um þessa endurgreiðslu, sumir hafi sko þurft að bíða í 2 ár!!

    SvaraEyða
  3. Sendandi vill koma því á framfæri að Velferðarráðuneytið hafði samband við mig í dag í gegnum tölvupóst þar sem beðist var afsökunar á þessum töfum og mér tilkynnt að greiðsla hefði verið lögð inn. Því bið ég um að þessi póstur verði tekinn út þar sem erindið hefur verið leyst.

    SvaraEyða
  4. Að nenna að væla yfir því að 1200 kr. endurgreiðsla tefjist er að ég held íslandsmet.

    SvaraEyða