föstudagur, 20. maí 2011

Rándýr naglalakkseyðir

Ég skrapp í Krónuna á Selfossi um daginn og ætlaði að kippa með mér Lemon
naglalakkseyði. Yfirleitt kostar þetta eitthvað undir 300 krónum í flestum
dagvöruverslunum. Svo kom ég á kassann og þá kom í ljós að þetta kostar í
Krónunni 695 kr! Ég rak upp stór augu og spurði hvort að þetta gæti
staðist og afgreiðslustúlkan jánkaði við því. Ég hætti við kaupin og sá
nákvæmlega sama Lemon naglalakkseyðirinn í Hagkaup, Garðabæ á 350 kr.
Ég veit ekki hvort að það sé svona hátt flutningsgjald á þetta alla
leiðina á Selfoss?
Með bestu kveðju,
BK

Engin ummæli:

Skrifa ummæli