þriðjudagur, 17. maí 2011

Afslættir á dælulyklum

Ég ákvað að skoða hvort eitthvað olíufélagið væri ekki að bjóða betri kjör til almennings en auðvitað eru þau að bjóða nákvæmlega það sama ... nema fyrir útvalda.

Þarna sérðu myndir af hvað Atlantsolía er að bjóða "völdum vinum sínum". Ég sendi tölvupóst á Atlantsolíu sunnudagskvöldið 15 maí og fékk hringingu frá þeim tilbaka um kl 14 á mánudeginum 16 maí þar sem einhver sölufulltrúi bauð mér að hækka 2 kr afsláttin á dælulyklinum upp í 3 kr sem ég afþakkaði. Benti hann mér þá á að gerast meðlimur FÍB þar sem það mundi borga sig á 3 mánuðum.

Eitthvað hljómaði það ekki rétt þannig að ég fór að reikna. Félagsgjald FÍB er 5820 kr á ári og veitir FÍB dælulykill 4 kr afslátt á öllum stöðvum ásamt 6 kr afslætti á einni stöð. Reiknum því munin á almennum afslætti á dælulykli og þessum 6 kr afslætti á einni stöð sem er 4 kr per líter í þessar 5820 kr sem mundi gera 1455 lítra áður en það fer að borga sig.

Gefum okkur bíl sem eyðir 10 lítrum per 100 km og deilum þessum 1455 lítrum á 3 mánuði sem gerir 485 lítra sem hann vill að ég eyði á einum mánuði ... eða 4850 kílómetra sem hann vill að ég keyri á mánuði til að þetta borgi sig á 3 mánuðum.

Meira að segja harðasta fólk sem keyrir 100 km í vinnu og 100 km heim mundi ekki ná þeirri tölu á mánuði. 200 km per virkan dag * 20 virkir dagar í mánuði (að meðaltali) mundu gera 4000 km á mánuði.

Ekki skrítið að bensínverð sé svona hátt hérna á íslandi ef starfsmennirnir hjá þeim eru svona vel gefnir.
G.E.

4 ummæli:

  1. Afsláttur: N1 - 6 kr (4kr+ 2kr safnkort) ORkan - 5kr AO 6 kr Shell 6 kr...Þetta voru hæstu afslættirnir sem ég sá á útvalda listanum. Hef samt heyrt að ákveðnir hópar fái allt upp í 15 kr afslátt... Versla sjálfur hjá N1 Engihjalla í augnablikinu en myndi færa mig til AO ef ég fengi meiri aflátt hjá þeim er samt með lykil frá öllum FT. AO og Orkan geta sent á mig póst á koneli213@gmail.com ef þeir vilja semja um meiri afslátt.

    SvaraEyða
  2. Olís er með 6kr afslátt á starfsmenn.

    SvaraEyða
  3. 15 króna afslátt? Hvaða "hópar" eru það??

    Annars er þetta "afslátta" system hjá olíufélögunum bara grín. Erum við ekki að tala um sama afslátt og var fyrir mörgum árum?

    SvaraEyða
  4. Var fyrir löngu síðan á Orkunni að dæla bensíni á bílinn minn þegar maður á næstu dælu fór að spjalla við mig um afslætti á bensíni. Hann sagði mér að ef ég gerðist félagi í Ford-klúbbnum mundi ég fá 10 króna afslátt á líter. Ég kíkti nú á þennan link sem hann gaf mér og þar voru ýmsir afslættir í boði en það var árgjald í klúbbinn. Ég hef engan heyrt tala um þennan klúbb og oft furðað mig á því ef þeir eru með 10 króna afslátt á bensínlítra af hverju heyrir maður ekki um svona klúbba. Veit einhver um þennan klúbb ? Því miður man ég ekki lengur slóðina á klúbbinn og hef sett nafnspjaldið á "góðan stað".

    SvaraEyða