(tekið í óleyfi héðan):
Hvernig getur eitt skópar rúllað upp á sig nær sex þúsund kalli á leiðinni frá USA til Íslands? Ég geri mér grein fyrir að það eru flutningsgjöld, tollar og álagning, en djísus kræst on a crutch!?
Þessir Converse skór kosta í Target $19.99 eða um ISK 2300. Sömu – nákvæmlega sömu skór - kostuðu í Hagkaup þegar ég fór þangað um daginn ISK 7.999!!! Það er næstum 250% – ofan á smásöluverð skónna úr Target, nota bene, ekki ofan á heildsöluverðið!!
Vinkona mín gefur litla hundinum sínum oft litla snakkmola sem eiga að vera góðir fyrir tannheilsu hvuttans. “En ég spara þá, því pokinn kostar þrjú þúsund kall.” Það var rétt, kr. 2.900 stóð utan á pokanum. Sömu – nákvæmlega sömu vöru – má kaupa hér á rúmar 800 krónur. Eða netbókin mín, sem kostaði $220 – nákvæmlega sömu netbók sá ég á tilboði – á tilboði!!! - á ISK 99.999!!!
Mér er fyrirmunað að skilja verðlag á Íslandi, hvernig það verður til. Auðvitað er engin samkeppni á Íslandi nema að nafni til; hér blómstrar fákeppni og einokun á öllum sviðum, en svo virðist vera sem innflytjendur og kaupmenn geti einfaldlega klesst hvaða álagninu sem þeir vilja ofan á vöruverð án nokkurs eftirlits (og ekki er hið opinbera skárra í skattpíningunni – hvers vegna eru t.d. svona háir tollar á bílum, til að vernda íslenskan bílaiðnað??) Manni finnst að á einokunarsvæði eins og Íslandi ættu stjórnvöld að sjá sóma sinn í að amk “minding the store” af og til.
Ég velti stundum fyrir mér hvernig íslensk stjórnvöld myndu bregðast við þeirri kjarabót fyrir neytendur sem yrði afleiðing inngöngu Íslands í Evrópubandalagið. Reyndar velti ég því ekkert fyrir mér, ég veit það fyrir víst: þau myndu gera nákvæmlega það sama og gert var þegar Ísland varð aðili að EES. Meðal afleiðinga af því samkomulagi var gagnkvæm niðurfelling tolla á ýmsum vörum, sem hefði átt að skila sér í kjarabót fyrir neytendur, ekki satt, hver er annars tilgangurinn með svona bandalögum? Nei, aldeilis ekki. Í stað þess að láta neytendur njóta góðs af samningnum var fundið upp “vörugjald” sem klesst var ofan á vöruverðið.
((Ég komst reyndar að þessu þegar ég hafði einu sinni samband (eftir að hafa heimsótt nokkrar tuskubúðir í Kringlunni og fengið ælukast af okrinu sem viðgengst í þeim bransa) við hið ágæta og hjálpsama starfsfólk tollsins í þeim tilgangi að uppgötva hvernig vöruverð verður til á Íslandi. “Vörugjald” hvað þýðir “vörugjald” spurði ég starfsmanninn: “Það varð til þegar við sömdum okkur inn á EES svæðið og felldum niður tolla eða lækkuðum á nokkrum vörum. Þá var sett vörugjald á ýmsar vörur svo ekki yrði þurrð í ríkiskassanum. Oft nefnt í gamni ‘dulbúinn tollur‘”))
Íris Erlingsdóttir
Alveg er ég hjartanlega sammála þessarri greiningu á íslensku OKRI !!
SvaraEyðaEf þú færð vöru að gjöf sem þú hefur ekki áhuga á eða langar ekki í eða þá að þú hefur enga not fyrir hana og ferð í búðina til að skipta og segjum svo að þú finnir enga aðra vöru hvort er þér boðið uppá endurgreiðslu eða inneignarnótu? Á Íslandi er það alltaf inneignarnóta. Til hvers? Til að vernda hagsmuni verslunareigandans útí hið óendanlega en kúninn má éta það sem úti frýs. Ég veit um fjölmörg dæmi þar sem hlutum hefur verið skilað gegn inneignarnótu sem hafa verið hent af því að það var engin þörf eða not fyrir þær. Hver græðir? Sá sem á búðina að sjálfsögðu. Sanngjarnt? ÓNEI!
SvaraEyðaHmm, hvað með Skiptimarkað á þessum inneignarnótum? Varla er þetta gefið út og einskorðað við kennitölur. Fyrst þetta fyrirbæri er svona algengt þá ætti að vera til einhver hálfur haugur á landsvísu og næg tækifæri til að skipta við einhvern sem getur notað nótuna.
SvaraEyðaHerra Dr. Gunni, legg til að neytendafrömuðir rotti sig saman og komi þessu undir okursíðuna. Markmiðið verður þá auðvitað að ná fram 100% nýtingu á þessum óvinsæla pappír sem plagar neytendur á skerinu.
að telja Target og íslenska verslun vera sambærilega á einhvern hátt er algerlega fáránlegt ætli target velti ekki jafn miklu og íslenska ríkið eða þar um bil á ári. svo mætti fólk líka taka tillit til þess að þegar verslað er í USA þá eru öll verð auglýst án VSK. skattinum er bætt við á kassa eins og flestir sem verslað hafa í USA ættu að kannast við. ef einhver getur gefið upp link um hvað "netbókin mín" er nákvæmlega væri ég til í að reyna að komast að því hverskonar appelsínur vs. epli er þar um að ræða?
SvaraEyðavissulega eru vörur dýrar á íslandi. Taka verður tillit til þess að þjónusta í verslunum á íslandi er yfirleitt þannig að fólk þykist allavega vita um hvað það er að tala í verslunum, það gerist t.a.m. ekki í verslunum á borð við target í henni ameríku.
Er ekki bland.is eða Facebook fínn staður til að losna við inneignarnótur?
SvaraEyðakv, G
Hér á Íslandi ertu að borga í heilbrigðisþjónustu og rekstur skóla þegar þú verslar hér, það fer minna í þann geira úti, vildi allavega ekki búa í Harlem Ameríku þú sumt sé ódýarara þar í verslunum.
SvaraEyðaÍsland er líka lítill og dýr markaður, sem þarf sína álagningu til að standa undir öllum þessum mikla kostnaði, en ég bendi fólki á að hika ekki við að versla á netinu ef það er ódýrara og spara sér okur álagninguna í verslunum.
Kv Gj
Varðandi netbókina þá eru allar tölvur í USA með ábyrgð í eitt ár en á Íslandi í 2 ár. Ef þú kaupir auka ár í ábyrgð úti þá hækkar tölvan verulega.
SvaraEyðaLenti í því síðustu jól að þurfa að skila vöru í IKEA og þar þurfti ég að framvísa persónuskilríkjum og kvitta undir inneignarnótuna þar sem að greinilega ég eingöngu get nýtt mér hana gegn framvísun skilríkja. Fáránlegt.
SvaraEyðaEf Ameríkutölva bilar eftir árið þá kaupirðu bara nýja eða borgar viðgerðarkostnaðinn(svo lengi sem hann er ekki meiri en verðið á nýrri vél) og kemur í versta falli út á jafnsléttu.
SvaraEyða