sunnudagur, 5. júní 2011

Okur í Sjóminjasafninu

Við litla fjölskyldan fórum á Hátíð Hafsins í dag og áttum skemmtilegan dag að skoða fiskana og bragða á grilluðu hrefnukjöti. En það sem stendur upp úr eftir daginn er ferðin sem fórum inná Víkina og settumst niður á litla túristakaffibúlluna inná Sjóminjasafninu.
Konan ákvað að bjóða okkur í kaffi enda var kalt úti. Hún keypti tvo kaffibolla, einn trópí og tvær upprúllaðar pönnukökur og borgaði 1.500 kr. ísl. Ég varð svo reiður því mér fannst verið að hafa mig að fífli fyrir að hafa borgað allan þennan pening fyrir ekki neitt!
kv.
Guðm. Hilberg Jónsson.

9 ummæli:

  1. Okur er það vissulega en hvar var þetta?

    Sjóminjasafnið á austurlandi, ósvör, Eyrarbakka eða Reykjavík? (af já.is)
    Hvaða Vík er þetta sem þið fóruð á?

    Muna svo að segja takk en nei takk næst, auðvitað á að hætta við svona kaup þegar verðið liggur fyrir.

    SvaraEyða
  2. Þetta er kannski slatti að borga, en er þetta eitthvað meira en gengur og gerist á kaffihúsum? Og ekki myndi ég kalla þetta "ekki neitt"!!

    SvaraEyða
  3. Kaffihúsið í Sjóminjasafninu við Grandagarð heitir Víkin.
    Sýnist þetta nú bara vera ósköp venjulegt kaffihúsaverð.

    SvaraEyða
  4. Þetta er bara venjulegt verð á kaffihúsi. Það er ágætis regla að spurja hvað hlutirnir kosta áður en maður kaupir þá... Finnst þetta bara vera óttalegt væl þegar fólk fer svona og spyr ekki fyrst um verð, og fer svo að grenja yfir verðinu eftir á.

    SvaraEyða
  5. Ef fólki finnst þetta dýrt ætti það að forðast Brúðuheima í Borgarnesi þar sem vaffla með rjóma kostar 850 og skyrtertusneið 1.200.

    SvaraEyða
  6. 2 kaffibollar á 2x350 kr., Trópí á 200 kr., 2 pönnukökur á 2x300? Ef þetta er verðið, þá er það áreiðanlega svipað og gengur og gerist á kaffihúsum.

    SvaraEyða
  7. Það kemur ekki fram hvort um venjulegt kaffi m/ábót hafi verið að ræða eða hvort um espressódrykk með mjólk hafi verið að ræða. Fyrir Cappucino,Latte og Macchiato er ekki okur að borga um og yfir 400kr á bollan.

    Bendi svo á að heimsmarkaðsverð á kaffi hefur hækkað um rúmlega 100% frá því í fyrra.

    SvaraEyða
  8. finnst þetta ekki beint okur

    SvaraEyða
  9. Prufaðu að fara á Cafe Milanó þar sem ein lítil eplakökusneið ekki með rjóma eða ís kostar 950 kr!

    SvaraEyða