fimmtudagur, 5. maí 2011

Dekk hjá Dekkverki og Byko

BYKO auglýsir í morgun (Fréttablaðið 5. maí) sumardekk til sölu. Algeng stærð, 175/65 X 14, er á kr. 10.290. Mér eru sagðar miður góðar sögur af þessum BYKO dekkjum – sumir segja þau vera framleidd í Kína úr plastafgöngum og uppsópi. Við skulum þó gefa okkur að svo sé ekki og þetta séu vönduð dekk úr vandaðri framleiðslu.

Ég keypti um daginn tvö splunkuný Michelin Energy dekk af þessari stærð. Þau kostuðu 11.500 kr. stykkið hjá Dekkverki í Garðabæ. Ég nýt engra afsláttarkjara þar og þekki ekkert til fyrirtækisins – annað en að ég fer þangað aftur að kaupa dekk!

Vandað dekk úr BYKO af óljósum uppruna og með óþekktu vörumerki á kr. 10.290 eða Michelin Energy á 11.500 kr?

Pétur

3 ummæli:

 1. Já það borgar sig að kaupa góð dekk, oft munar bara alls ekkert svo miklu á svona "merkjavöru"dekkjum og einhverjum óþekktum og það getur skilað sér í vasann með góðri endingu líka. :)

  SvaraEyða
 2. Fyrir þá sem höndla vel dönskuna, þá mæli ég með eftirfarandi þætti frá DR og hægt er að horfa á ókeypis á netinu, en hann fjallar einmitt um þetta efni;

  http://www.dr.dk/DR1/kontant/2011/03/29084209.htm

  -Gunnar Gíslason

  SvaraEyða
 3. Alveg sammála þér Gunni, það er ekki bara hægt að fá flest allar tegundir af dekkjum hjá þessu Dekkverk í Garðabæ, heldur er þjóustan frábær líka, allaveg ekki neinir nýgræðingar á ferð, vita bara allt um "dekk" og það eru líka til miklu ódýrari en Michelinin , meira að segja svipuð gæði, en miklu ógýrari . Það er ekki ALLTAF "merkið" sem gildir, það mættu koma fleiri dekk á markaðinn hér á Íslandi, þetta er allt framleitt í Kína hvaða nöfnum sem þetta er nefnt , það vita það bara ekki allir þeir sögðu mér þetta og margt fleira um mynstrið og hversu mikið ég keyrði og hvernig vegum ég keyrði á og ráðleggingarnar eru ekki þannig að það sé verið að reyna að selja manni það dýrasta og græða, æli eindregið með þessu dekkjaverkstæði fyrir manninn sem hefur ekki klíkuskað eða afslátt ofaná afslátt punktur, það er ekki hægt að fá afslátt þarna, sama verð fyrir ALLA hver sem hann er ..........................

  SvaraEyða