Ég var að kaupa tannkrem á dögunum og tók eftir því að einingarverðið var frá um 4995 krónum á lítrann og upp í 6990 kr/lítra. Sápa held ég að ég megi fullyrða að sé tiltölulega ódýrt innihaldsefni en auk hennar inniheldur tannkrem nú til dags ýmis konar dótarí, svo sem glimmerflögur. Nú skil ég að glimmerflögurnar kosti hvítuna úr auganu og alveg sjálfsagt að neytandinn geti valið um svoleiðis fínerí en jafnvel gamla, venjulega hvíta tannkremið kostar u.þ.b. tvöfalt meira en lítrinn af þokkalegu rauðvíni. Hver ætli sé skýringin?
Kær kveðja,
Selma
PS Þetta var í Krónunni en ég reikna með að verð á tannkremi sé ekki ósvipað annars staðar.
Gæti verið eins og með alla aðra vörur sem við "verðum" að kaupa dömubindi, bleyjur, klósettpappír og fl. að þetta er á uppsprengdu verði af því að þetta er keypt no matter what.... , svo hjálpar ekki að þetta er tollað og vsk, til "/#&&4("&#%&".....
SvaraEyðaKaupa bara euroshopper tannkrem ef þú ert að verðmerkja á þér tennurnar. Frekar vil ég borga aðeins meira og fá gott og viðurkennt tannkrem í staðinn fyrir að fá lélegt tannkrem og borga meira í tannlæknakostnað þegar uppi er staðið.
SvaraEyðaEn það er bara mín skoðun:)
Það á enginn að kaupa neitt sem heitir Euroshopper. Afneita því merki.
SvaraEyðaÓþarfi að vísu að hafa tannkrem ofl. nauðsynjar í lúxustollflokki.
Var ekki einhver tannlæknir einmitt að benda fólki á eitthvað svona budget tannkrem sem það besta?
SvaraEyðaMig minnir það endilega, var kannski fyrir svona ári eða þremur.
Jú hér: http://blogg.visir.is/drgunni/?p=168 - má lesa þetta:
SvaraEyðaTannlæknir, sem vill ekki láta nafns síns getið, vill benda á fínt flúortannkrem: „Það hefur sama flúorinnihald (1450 ppm) og rándýr tannkrem frá þekktari merkjum. Það fæst í Bónus, kostar undir hundraðkallinum og heitir Fluortandkram-Fluortannpasta og er frá Euroshopper. Það hefur milt og fínt bragð og gerir sama gagn og t.d. Colgate sem er um það bil fjórum sinnum dýrara,” skrifar tannsi.
alltaf keypt euroshopper tannkrem hér ekkert vegna þess að það sé ódýrara höfum bara keypt það í nokkur ár síðan við bjuggum úti í noregi
SvaraEyðahttp://en.wikipedia.org/wiki/Euro_Shopper
kaupi fullt í euroshopper fínt bara t.d kjúklingurinn er bara mjög fínn.
Svo er (eða var) Europris með 2-3 "stórar"* túbur af ýmsum gerðum af Colgate í pakka á 5-600kr sem gerir lítraverð upp á:
SvaraEyða500/300ml = 1500kr/l fyrir litlu pakkana
600/450ml = 1333kr/l fyrir stóru pakkana
Mæli með EuroPRIS (búðinni, ekki EuroSHOPPER)fyrir svona
*) mig minnir að hver túba sé 150ml, og lítraverðið er reiknað út frá því.