Fyrir nokkrum dögum kom ég í IKEA og verslaði sitt lítið af hverju sem mig vantaði. Keypti m.a. 4 súpuskálar. Þegar á kassann var komið, urðu skálarnar eftir. Mistökin uppgötvuðust þegar heim var komið og hringdi ég í IKEA til að láta vita af þessu óhappi. Starfsmaður svaraði því að aðeins þyrfti að sýna kassastrimilinn til að fá skálarnar afhentar.
S.l. laugardag mætti ég með kassastrimilinn, en fékk frekar snautlegar mótttökur. Starfsmaður á skilað/skipt skoðaði strimilinn en komst að því að engin skráning væri í tölvu um að varan hefði verið skilin eftir á kassa. Hann fór inn fyrir og talaði við verslunarstjóra (í síma?) en fékk ekki leyfi til að leiðrétta þetta. Ég ætlaði ekki að gefa mig, trúði bara ekki öðru en að IKEA gæfi sig út fyrir góða þjónustu og myndi leiðrétti mistök sem sannarlega voru starfsmanns, því þarna hafði starfsmanni láðst að skrá vöru sem skilin var eftir.
Þrisvar sinnum fór starfsmaður inn að ítreka málið við verslunarstjóra en því miður.
Ég sit því uppi með að fá ekki þessar 4 súpuskálar og hef varla lengur lyst á að borða af Ikea diskum í framtíðinni. Tapa andvirðinu sem var ekki mikill peningur en sennilega hefur bensínkostnaður við að keyra suður í IKEA og til baka í Kópavoginn verið jafnhár eða meiri. Því er tapið tvöfalt. Fyrir utan þetta fór hálfur dagur til ónýtis hjá mér við að bölva IKEA-verslunarstjóranum og IKEA-verslunarveldinu og láta þetta mál fara í taugarnar á mér. Því auðvitað eigum við ekki að láta svona skítafyrirtæki snuða okkur. En kannski er IKEA veldið búið að átta sig á því að hægt er að traðka endalaust á Íslendingum, þeir eru svoddan lúserar hvort eð er, sbr. Englendinga og Hollendinga í Icesave málinu.
Súpuskálarnar MÍNAR eru enn til sölu í IKEA og hætta er á að viðskiptavinir sem kaupa búsáhöld í IKEA á næstunni séu að kaupa þýfi.
Kona úr Kópavogi
"Þegar á kassann var komið, urðu skálarnar eftir"
SvaraEyða"myndi leiðrétti mistök sem sannarlega voru starfsmanns"
Að skilja eftir vörur er eitthvað sem viðskitavinir gera stanslaust á kassa verslana. Auðvitað er það ÞITT að taka þær vörur sem þú verslar og fáranlegt að sakast við starsmanninn.
Viðskiptavinir eru orðnir mun frekari en eðlilegt getur talist.
Ég vinn í búð og allar greiddar vörur sem gleymast eru skráðar í sérstaka bók, þ.e. ef starfsfólk verður vart við vörurnar. Fólk verður hins vegar að bera ábyrgð á sínum vörum sjálft og passa að gleyma þeim ekki svo næsti kúnni taki þær ekki.
SvaraEyðaFáranlegt að kenna starfsfólkinu um þetta. Ætlast bréfritari til þess að geta bara mætt í næstu verslun og sagt hafa gleymt hinu og þessu og fengið afhenta vöru án þess að verslunin hafi neitt í höndunum um að varan hafi gleymst?
M.v fyrirsögnina gæti IKEA farið í mál við þig. Alveg eins og Bubbi fór í mál við Hér og nú og/eða Séð og heyrt. Vorkenni starfsmanninum mikið.
SvaraEyðaTek upp hanskann fyrir þessari konu, því jú hún hringdi niðrí IKEA og talaði þar við starfsmann sem sagði henni að hún þyrfti aðeins að koma og sýna kvittunina fyrir kaupunum, sem hún gerði en fékk ekki skálarnar. Fór í fíluferð og held að margir mundi vera í fílu yfir svona ferð.
SvaraEyðaEn auðvitað er það ekki á ábyrgð kassastarfsmanns að sjá til þess að viðskiptavinur muni eftir öllu því sem hann keypti.
Sammála fyrri ræðumönnum að þessi fyrirsögn eigi ekki við innihald færslunnar. Ansi djúpt í árina tekið. Þetta eru auðvitað mistök kúnnans líka.
SvaraEyðaÞvílíka dramatíkin! Ætlar fólk líka aldrei að taka ábyrgð á eigin gjörðum? Það var jú þessi vesalings kona sem skildi vörurnar sjálf eftir! Algjör brandari af henni að ætlast til þess að starfsfólkið fylgist með því hvort að hver einasta vara sé tekin með eftir greiðslu. Er það ekki líka alveg spurning hvort að næsta manneskja á eftir hafi ekki bara stungið skálunum ofan í sinn poka og því ekkert legið eftir á kassanum fyrir starfsmann að skrá?
SvaraEyðaÞessi síða er mjög gott framtak, en hún sýnir líka með reglulegu millibili hina hliðina: hversu ótrúlega frekt og tilætlunarsamt fólk getur verið í viðskiptum. Hér á landi má td enn finna ótrúlega marga sem virkilega halda að "kúnninn hefur rétt fyrir sér" sé einhversstaðar tekin alvarlega.
Spurning um að breyta fyrirsögninni? Vissulega er hún ofur-dramatísk og vel í stíl við bréfið sjálft, en engu að síður ósmekkleg.
höfundur þessarar færslu tekur sannarlega heldur djúpt í árinni með að segja að verslunin versli með þýfi. þó verð ég að segja að já hennar mistök að gleyma skálunum sem hún sjálf var að versla, og allveg lýkur á því að næsti maður viðskiptavinur eða þarnæsti hafi gripið þær með sér...
SvaraEyðaen úr vondri stöðu bregst hún samt hárrétt við hryngir og fær þau skilaboð að mæta í verslunina með kvittun og fá vöruna sem hún keypti.mistök hjá starfsmanninum sem hún talaði við að skrá þetta ekki niður.
en líka fynnst mér soldil óliðlegheit af Ikea að gefa sig ekki, maður náttúrulega veit ekki hvernig framkoman hefur verið en ég tel að svona atvik verði alltaf að meta eftir hverju og einu skipti. Ikea þurfa aðeins að laga hluti hjá sér í málum sem þessum.
En fyrst ég er byrjaður að skrifa þá starfa ég í verslun sjálfur og sem dæmi um hina áttina í viðskiptum þá geta viðskiptavinir eða fólk bara komið allveg fáránlega illa fram verið frekir og ósanngjarnir!
um daginn kemur ung stúlka með skópar keypt í verslun annarstaðar á landinu, sem er eins skópar og er til sölu hjá mér frá sama merki.
hún kemur með stærð 37 og vill fá að skipta í stærð 38, almennt er ég mjög liðlegur og reyni að leysa svona mál, það er að segja taka við vöru ef ég tel mig geta selt hana þó hún sé ekki versluð í okkar verslun.
en í þessu tilfelli þá var ég nýbúinn að fá þessa tiltekknu skó inn og var nýbúinn að selja 1 par í stærð 38 sem þíddi að ég átti bara 1 par eftir í þeirri stærð en 2 pör til í nr 37 og greini ég stelpunni frá þessu að því miður geti ég ekki skipt þessum skóm fyrir hana, að auki er varan ekki keypt hjá mér svo mér náttúrulega ber engin skilda til þess að skipta vöru sem ekki er versluð hjá mér svo hún bara skilur mig og búið mál.... eða hvað?
neinei um hálftíma síðar mætir mjög reiðilegur á ákveðinn maður með skókassa og hreisir útúr sér, dóttir mín var hérna inni áðan og sagði að þú vildir ekki skipta þessum skóm fyrir hana, bálreiður. ég útskíri fyrir honum bara rólegur nákvæmlega sem ég sagði við stelpuna, ég á bara 1 par í 38, ef ég skipti við ykkur þá á ég 3 pör í nr 37 og ekkert í nr 38 og ég var að auglísa þessa skó í gær. auk þess að ef vara er ekki versluð hérna þá ber mér engin skilda til að skipta.
maðurinn verður bara enn reiðari hreitir útúr sér þetta er nú bara allger óliðlegheit hjá þér, og segir svo þú stundar ömurlega viðskipta hætti eða hvernig hann orðaði það og sagði svo já þú ferð náttúruleg á hausinn við að skipta þessum skó ha?? enn hundreiður og dónalegur, ég segi bara sallarólegur þú verður bara að eiga það við þig vinur minn, mér þætti gaman að sjá hvernig þér gengi að fara í verslanir í RVK og ætla að fá að skipta skóm sem hefði verið keyptir hér..
svo endar hann þetta á að segja já þetta fynnst mér bara lélegt og hingað kem ég ekki aftur og skellir hurðini á eftir sér...
halló? í allvöru hvað fellur þessi maður undir í svona máli'?
Svona viðskiptavinir gera verslunarstarf að helvíti á jörðu.
SvaraEyðaÉg held að púnkturinn sé samt að hún hringir og starfsmaður segir henni að koma með kvittun og sækja skálarnar.
SvaraEyðaÍ svona tilfellum VERÐUR að taka niður nafn starfsmannsins og aðrar upplýsingar sem gætu nýst þegar komið er í búðina, til að geta sannað að hafa talað við einhvern. T.d. klukkan hvað þú hringdir o.s.frv.
En maður kannast alveg við svona gauka sem láta illa, eins í skódæminu.
Einn viðskiptavinur kemur með gallað tæki (ég reyndar var allan tímann viss um að tækið var ekki bilað) sem var keypt dáldið fyrir kreppu. Öll tæki þurfa að fara í gegnum tjékk á verkstæði en þarna voru jólin að koma og hann þverneitaði. Ég átti að skipta tækinu út fyrir hann þó svo að hann hafi keypt tækið upphaflega notað með miklum afslætti og verðið hafði hækkað töluvert útaf kreppunni. Var manni hótað lífláti.
Hann lét sér þó segjast og þegar tækið kom tilbaka var ekkert að því, alveg eins og ég vissi.
Lán allt að $ 500.000 og lánalínur allt að $ 100.000
SvaraEyðaEinföld umsókn, ákvarðanir í mínútum
Fjármögnun eins hratt og ein virkur dagur ef þú ert samþykkt
Sölutrygging byggð á viðskiptasjóðstreymi, viðskipta- og persónulegum lánsfé
Hafðu samband við okkur
Tölvupóstur: atlasloan83@gmail.com
whatsapp / Hangout + 14433459339
Atlasloan.wordpress.com