mánudagur, 12. október 2009

Kredia - VARÚÐ!!!

Núna eru komin ný lán á markaðinn, svokölluð skyndilán sem fyrirtækið
Kredia býður uppá. Mjög einfalt er að fá þessi lán, þú skráir þig á
heimasíðu Kredia, gefur upp símanúmerið þitt og svo er lánið lagt inná þig
samdægurs. Það sem fæstir hugsa um er að öll lán þarf að endurgreiða. Í
þessu tilfelli er um að ræða mjög lágar upphæðir og lánstíminn er 15
dagar. Ef þú borgar ekki eftir 15 daga þá þarftu að borga 900 króna
áminningagjald næsta virka dag. Ef skuldin er ógreidd eftir 10 virka daga
þá fer skuldin í milliinnheimtu og getur kostnaðurinn við það numið 11.000
krónum.

Sjá lán hér:
10.000 kr 15 dagar 2.500 kr
20.000 kr 15 dagar 4.750 kr
30.000 kr 15 dagar 7.000 kr
40.000 kr 15 dagar 9.250 kr

Ég vil eindregið vara fólk við að taka svona lán. Hvorki kostnaðurinn sem
fylgir þessum lánum eða lánstíminn falla undir almenn neytendalög. Ef þú
lendir í þeirri stöðu að geta ekki borgað á gjalddaga þá áttu á hættu á að
lenda á vanskilaskrá vegna þess hve stuttur lánstíminn er.

Markaðssetningunni er sérstaklega beint að ungu fólki og þeim sem hafa
lítið á milli handanna. EKKI láta platast af gylliboðum sem þessum því
eins og segir í hagfræðinni "það er ekkert ókeypis í þessum heimi í dag".

Tryggvi Rafn Tómasson

12 ummæli:

  1. Það á að BANNA þetta helvíti á Íslandi !

    SvaraEyða
  2. Úr 3. kafla á skilmálunum:
    Viðskiptavinur veitir Kredia heimild til að gjaldfæra kostnað á bankareikning viðskiptavinar á gjalddaga. Ef ekki reynist innstæða á bankareikningi viðskiptavinar til að greiða gjaldfelldan kostnað hefur Kredia heimild til að gjaldfæra eftirstæðan kostnað á tíu daga fresti á bankareikning viðskiptavinar þar til allur kostnaður viðskiptavinar er greiddur.

    Þeir mega semsagt vaða á skítugum skónum inn á bankareiking lántakanda á tíu daga fresti þar til allur kostnaður er greiddur (með öllum þeim kostnaði sem þeim dettur í hug). Dásamlegt kerfi...

    SvaraEyða
  3. Voðalegt tuð er þetta. Þér er fullfrjálst, Nafnlaust#2, að einfaldlega taka ekki lán þarna. Þá þarftu ekki að velta þessu fyrir þér frekar.

    Sömuleiðis er þetta vel þekkt aðferð til að greiða hitt og þetta - kreditkortafyrirtækin nota þetta meðal annars, þ.e. að skuldfæra beint af bankareikningi þínum.

    SvaraEyða
  4. Þetta er vissulega þekkt aðferð, en þeir innheimta líka bréfleiðis, og rukka fyrir það. Ef þú lest kafla 3 á skilmálunum sérðu að innheimtuaðgerðirnar í heild sinni minna meira á handrukkara en kreditkortafyrirtæki.

    Kreditkortafyrirtækin senda ekki 210 króna greiðsluseðil til viðbótar við beinu millifærsluna, senda ekki 900 króna innheimtuviðvörun daginn eftir gjalddaga, og ég stórefast um að þau liggi inni á reikningnum hjá manni á 10 daga fresti til viðbótar við útsendingu milliinnheimtubréfs og ítrekanir þess, ásamt símhringingu í viðskiptavin.#

    Ég hef engan áhuga á að taka lán þarna, en mér finnst ekkert að því að benda á ómerkilega viðskiptahætti þegar ég sé þá. Er þessi síða ekki til þess?

    SvaraEyða
  5. Líka hver er markhópurinn hjá þessu fyrirtæki? unglingar og ungt fólk í skóla sem er oft á tíðum ekki komið með fullþróaða hugsun og varkárni, það eiga MARGIR efti að fara illa útúr þessu og verr heldur en með yfirdráttinn sem bankarnir buðu uppá.
    hugsið um eitt það er ekki svo langt síðan að það var einfaldlega talið siðlaust og ólöglegt að lána peninga gegn gjaldi í mannkinnsögunni, svo voru settir hámarksvextir á útlán sem svo einhvern tíman peningamennirnir náðu að afmá úr lögum svo nú má lána pening á okurvöxtum eins og 25-30% sem einu sinni voru aðeins vextir sem okurlánarar og glæpamenn notuðu

    SvaraEyða
  6. Er það svo slæmur skóli fyrir ungling að lenda í veseni við svona fyrirtæki út af einhverjum 20-50.000 kalli?

    Kannski mundi hann læra af því og sleppa því að lenda í veseni síðar meir út af 20-50.000.000 kalli...

    SvaraEyða
  7. Einn með slæma reynslu

    SvaraEyða
  8. tjah siðferði manna er misjafnt...
    en þegar ríkið setur lög og reglur um bílpróf,hraðakstur,reykingar,drykkju ofl þá hefði maður talið nokkuð eðlilegt að lög ættu að vera um fjármálastarfsemi og okurlána starfsemi og þykir mér það í rauninni eins eðlilegt og hvað annað.

    hvað gerir það gott fyrir hagkerfið að bjóða unglingum(hvað er annars t,d aldurstakmarkið fyrir að taka þessi lán?) uppá svona lán? við erum í mörgum tilfellum ekki að tala um 20-50 þús kr veseni heldur jafnvel ennþá meira þegar vextirnir eru þetta háir. þetta eru náttúrulega OKURvextir og einhverstaðar ætti að vera lagaklausa sem segir til með í fyrsta lagi hversu langt lánveitendur mega ganga í innheimtu skulda OG hversu háa vexti má setja á útlán.

    það er í rauninni bara common sens en eins og margt annað í þessu þjóðfélagi þá eru hlutirnir einfaldlega ekki í lagi að stórum hluta til er hrunið sem við búum við í dag vegna hugsanaleisis og vitleisu.

    allavega þeim sem fynnst svona lánastarfsemi beitt sérstaklega á þennan markhóp í lagi að mínu áliti þarf að fara í allvarlega endurskoðun með sjálfan sig og lífskoðanir, sá viðkomandi aðili en nákvæmlega með sama hugsanahátt og hinir svokölluðu ''útrásarvíkingar''
    engin siðferðiskend.

    SvaraEyða
  9. Ég er (Mr) .Allen Kraska af fjármálaþjónustu HEARTLAND. Við erum nú að bjóða einka-, viðskipta- og einkalán með mjög lágmarks árlega vexti eins lágt og 3% innan 1 ára til 20 ára endurgreiðslutímalengd til einhvers staðar í heiminum. Við gefum út lán innan lágmarkssviðs 2.500 kr. Að hámarki $ 50.000.000 USD. Lán okkar eru vel tryggð vegna hámarks öryggis er forgangsverkefni okkar. Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á allenfinancialservice7 @ gmail. com eða texta okkur á hvaða app á +1 631 341 5195

    SvaraEyða
  10. Þarftu fjárhagsaðstoð af einhverju tagi? Starfslán? Viðskipti lán? Veðlán?
    Landbúnaðar- og verkefnasjóður? Við gefum út lán í 3% vexti! Hafa samband: (gkfinance01@gmail.com)

    Með kveðju,
    Daniel Demetrios
    gkfinance01@gmail.com

    3% lánstilboð

    SvaraEyða
  11. Halló

    Þarft þú að fá lán fyrir persónulega tilgangi eða þarfir fyrirtækis þíns? Hér eru góðar fréttir fyrir þig. Þú ert á réttum stað. Við getum veitt viðskiptum og persónulegum lánum / lánum til fyrirtækja og einstaklinga við vexti 3%.
    Netfang: azertmorter@gmail.com
    whatsapp: +13219993670
    Alexander Lynge
    tryggð lánstilboð

    SvaraEyða
  12. Þarftu lánstraust? persónuleg lán? viðskiptalán? veðlán? landbúnaðar- og verkefnafjármögnun? við gefum allar tegundir lána með 2% vöxtum! Tengiliðapóstur; (challotloan@gmail.com)

    Brýnt lántilboð

    SvaraEyða