Eftir að hafa skoðað málið og velt fyrir mér „okurvöxtum“ –tók ég þetta saman --
en fyrir nokkrum árum á Íslandi fékk fólk fangelsisdóm fyrir slíka starfssemi!

Er þetta nú í lagi ? – vil ég vísa til innheimtulaga nr. 96/2008 og reglugerðar nr. 37/2009 (sjá hér aðeins neðar)
Það er ljóst að ég sem foreldri þessa atvinnulausa ungmennis mun ekki sætta mig slíkar okurlánastarfssemi og því sendi ég þessar upplýsingar eins víða og mér er unnt – því brennt barn forðast eldinn... og ef einhver getur látið þessa ömurlegu reynslu á mínu heimili vera sér víti til varnaðar --- er það gott mál!
Ég sendi Kredia póst varðandi þetta mál og vísuðu þeir til þess að þeir færu að fullu að íslenskum lögum!
4. gr. reglugerðar nr. 37/2009
Hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar, m.a. innheimtuþóknun, sem viðskiptaráðherra ákveður í reglugerð þessari, tekur mið af þeim kostnaði sem kröfuhafi verður
fyrir vegna innheimtunnar og nauðsynlegur og hóflegur getur talist, sbr. 12. gr. innheimtulaga. Heimilt er að innheimta viðbót vegna umdeildra peningakrafna þar sem þörf hefur verið á sérfræðilegri ráðgjöf, sbr. sömu grein laganna.
6.gr reglugerðarinnar tekur síðan á hámarksfjárhæðum v. höfuðstóla: og er þetta langt umfram það!
Bestu kveðjur,
Inga Jóna Óskarsdóttir
Viðurkenndur bókari