Sýnir færslur með efnisorðinu Kredia. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Kredia. Sýna allar færslur

föstudagur, 18. desember 2009

Ekki sátt við okurvexti Kredia

Mér var brugðið illilega þegar ég áttaði mig á að atvinnulaus 18 ára unglingur á heimili mínu hafði látið „glepjast“ af auglýsingu frá fyrirtækinu Kredia um „smálán“ – einungis með því að senda inn eitt SMS !
Eftir að hafa skoðað málið og velt fyrir mér „okurvöxtum“ –tók ég þetta saman --
en fyrir nokkrum árum á Íslandi fékk fólk fangelsisdóm fyrir slíka starfssemi!



Er þetta nú í lagi ? – vil ég vísa til innheimtulaga nr. 96/2008 og reglugerðar nr. 37/2009 (sjá hér aðeins neðar)

Það er ljóst að ég sem foreldri þessa atvinnulausa ungmennis mun ekki sætta mig slíkar okurlánastarfssemi og því sendi ég þessar upplýsingar eins víða og mér er unnt – því brennt barn forðast eldinn... og ef einhver getur látið þessa ömurlegu reynslu á mínu heimili vera sér víti til varnaðar --- er það gott mál!

Ég sendi Kredia póst varðandi þetta mál og vísuðu þeir til þess að þeir færu að fullu að íslenskum lögum!

4. gr. reglugerðar nr. 37/2009
Hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar, m.a. innheimtuþóknun, sem viðskiptaráðherra ákveður í reglugerð þessari, tekur mið af þeim kostnaði sem kröfuhafi verður
fyrir vegna innheimtunnar og nauðsynlegur og hóflegur getur talist, sbr. 12. gr. innheimtulaga. Heimilt er að innheimta viðbót vegna umdeildra peningakrafna þar sem þörf hefur verið á sérfræðilegri ráðgjöf, sbr. sömu grein laganna.

6.gr reglugerðarinnar tekur síðan á hámarksfjárhæðum v. höfuðstóla: og er þetta langt umfram það!

Bestu kveðjur,
Inga Jóna Óskarsdóttir
Viðurkenndur bókari

mánudagur, 26. október 2009

Okurlánastarfssemi (enn um Kredia)

Sá kredia.is auglýst í sjónvarpinu og fannst strax eitthvað bogið við málið. Þeir auglýsa smálán, 10-40 þúsund króna skyndilán sem þú sækir um í gegnum SMS. Þessi lán eru til 15 daga og greiðast til baka svona:

10.000 (höfuðstóll) + 2.500 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 12.761 eða sem samsvarar 662,64% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
20.000 (höfuðstóll) + 4.750 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 25.011 eða sem samsvarar 601,32% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
30.000 (höfuðstóll) + 7.000 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 37.261 eða sem samsvarar 580,88% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
40.000 (höfuðstóll) + 9.250 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 49.511 eða sem samsvarar 570,66% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.

Þarna er verið að ná í þá sem eru í slæmum málum hjá bankanum sínum og geta ekki fengið meiri yfirdrátt.
En svívirðan heldur áfram, eftirfarandi er af vef kredia:
Degi fyrir gjalddaga er viðskiptavini send sms smáskilaboð þar sem minnt er á gjalddagann. Einnig sendir Kredia viðskiptavini greiðsluseðil. Greiðsluseðilsgjald nemur 261 krónum.
Næsta virka dag eftir gjalddaga er send innheimtuviðvörun til viðskiptavinar. Kostnaður við innheimtuviðvörun er allt að kr. 900,-
Tíu dögum eftir útsendingu innheimtuviðvörunar hefjast milliinnheimtuaðgerðir, þær fela í sér útsendingu milliinnheimtubréfs og ítrekanir þess, ásamt símhringingu til viðskiptavinar. Kostnaður við milliinnheimtuaðgerðir er allt að kr. 11.000,- samtals.
Eftir milliinnheimtuaðgerðir er krafan send í löginnheimtu.
Greiði viðskiptavinur lán ekki til baka á gjalddaga og krafan er færð í milliinnheimtu mun kostnaður viðskiptavinar aukast til muna. Ef viðskiptavinur greiðir ekki kröfu í milliinnheimtu er krafan send í lögfræðiinnheimtu sem hefur stóraukinn kostnað í för með sér fyrir viðskiptavin.
Viðskiptavinur veitir Kredia heimild til að gjaldfæra kostnað á bankareikning viðskiptavinar á gjalddaga. Ef ekki reynist innstæða á bankareikningi viðskiptavinar til að greiða gjaldfelldan kostnað hefur Kredia heimild til að gjaldfæra eftirstöðvar kostnaðar á dags fresti á bankareikning viðskiptavinar þar til allur kostnaður viðskiptavinar er greiddur.
Vonandi er enginn nógu vitlaus til að nota "þjónustu" kredia.is
Nafnlaus

mánudagur, 12. október 2009

Kredia - VARÚÐ!!!

Núna eru komin ný lán á markaðinn, svokölluð skyndilán sem fyrirtækið
Kredia býður uppá. Mjög einfalt er að fá þessi lán, þú skráir þig á
heimasíðu Kredia, gefur upp símanúmerið þitt og svo er lánið lagt inná þig
samdægurs. Það sem fæstir hugsa um er að öll lán þarf að endurgreiða. Í
þessu tilfelli er um að ræða mjög lágar upphæðir og lánstíminn er 15
dagar. Ef þú borgar ekki eftir 15 daga þá þarftu að borga 900 króna
áminningagjald næsta virka dag. Ef skuldin er ógreidd eftir 10 virka daga
þá fer skuldin í milliinnheimtu og getur kostnaðurinn við það numið 11.000
krónum.

Sjá lán hér:
10.000 kr 15 dagar 2.500 kr
20.000 kr 15 dagar 4.750 kr
30.000 kr 15 dagar 7.000 kr
40.000 kr 15 dagar 9.250 kr

Ég vil eindregið vara fólk við að taka svona lán. Hvorki kostnaðurinn sem
fylgir þessum lánum eða lánstíminn falla undir almenn neytendalög. Ef þú
lendir í þeirri stöðu að geta ekki borgað á gjalddaga þá áttu á hættu á að
lenda á vanskilaskrá vegna þess hve stuttur lánstíminn er.

Markaðssetningunni er sérstaklega beint að ungu fólki og þeim sem hafa
lítið á milli handanna. EKKI láta platast af gylliboðum sem þessum því
eins og segir í hagfræðinni "það er ekkert ókeypis í þessum heimi í dag".

Tryggvi Rafn Tómasson