Sá kredia.is auglýst í sjónvarpinu og fannst strax eitthvað bogið við málið. Þeir auglýsa smálán, 10-40 þúsund króna skyndilán sem þú sækir um í gegnum SMS. Þessi lán eru til 15 daga og greiðast til baka svona:
10.000 (höfuðstóll) + 2.500 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 12.761 eða sem samsvarar 662,64% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
20.000 (höfuðstóll) + 4.750 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 25.011 eða sem samsvarar 601,32% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
30.000 (höfuðstóll) + 7.000 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 37.261 eða sem samsvarar 580,88% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
40.000 (höfuðstóll) + 9.250 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 49.511 eða sem samsvarar 570,66% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
Þarna er verið að ná í þá sem eru í slæmum málum hjá bankanum sínum og geta ekki fengið meiri yfirdrátt.
En svívirðan heldur áfram, eftirfarandi er af vef kredia:
Degi fyrir gjalddaga er viðskiptavini send sms smáskilaboð þar sem minnt er á gjalddagann. Einnig sendir Kredia viðskiptavini greiðsluseðil. Greiðsluseðilsgjald nemur 261 krónum.
Næsta virka dag eftir gjalddaga er send innheimtuviðvörun til viðskiptavinar. Kostnaður við innheimtuviðvörun er allt að kr. 900,-
Tíu dögum eftir útsendingu innheimtuviðvörunar hefjast milliinnheimtuaðgerðir, þær fela í sér útsendingu milliinnheimtubréfs og ítrekanir þess, ásamt símhringingu til viðskiptavinar. Kostnaður við milliinnheimtuaðgerðir er allt að kr. 11.000,- samtals.
Eftir milliinnheimtuaðgerðir er krafan send í löginnheimtu.
Greiði viðskiptavinur lán ekki til baka á gjalddaga og krafan er færð í milliinnheimtu mun kostnaður viðskiptavinar aukast til muna. Ef viðskiptavinur greiðir ekki kröfu í milliinnheimtu er krafan send í lögfræðiinnheimtu sem hefur stóraukinn kostnað í för með sér fyrir viðskiptavin.
Viðskiptavinur veitir Kredia heimild til að gjaldfæra kostnað á bankareikning viðskiptavinar á gjalddaga. Ef ekki reynist innstæða á bankareikningi viðskiptavinar til að greiða gjaldfelldan kostnað hefur Kredia heimild til að gjaldfæra eftirstöðvar kostnaðar á dags fresti á bankareikning viðskiptavinar þar til allur kostnaður viðskiptavinar er greiddur.
Vonandi er enginn nógu vitlaus til að nota "þjónustu" kredia.is
Nafnlaus
Í sögubókunum er okkur kennd saga af alræmdum Mafíósa sem uppi var á síðust öld og hét Al Capone. Hann seldi brugg og græddi vel, en hann var líka okurlánari. Hann lánaði á 15% vöxtum og er kallaður OKURLÁNARI hvað eru þá þessir aðilar.....
SvaraEyða