föstudagur, 16. október 2009

Prentarablek pantað frá USA

Í fjölskyldunni eru HP Color Laserjet 2600 prentarar. Í vor vantaði dufthylki í annan þeirra og þau voru pöntuð að utan. Reynslan af þeim hylkjum er afar góð.
Um daginn vantaði í hinn prentarann og þá var pantað í hann. Þau hylki bárust í dag og þá var hægt að ganga frá útreikningunum.

Í Elko kostar hvert hylki af Q6000A, Q6001A, Q6002A og Q6003A kr. 16.995 eða alls kr. 67.980.
Hjá Prentvörum kostar endurunnið hylki kr. 13.200 stk. eða alls kr. 52.800 í prentarann.
Víða tíðkast að endurunnin hylki kosti helming af verði nýrra.

Sending með fjórum endurunnum hylkjum frá www.houseofinkjet.com í Kaliforníu kostar alls hingað komin með öllu sköttum og skyldum kr. 36.588.
Það gerir kr. 9.147 á hvert hylki.

Nánara niðurbrot:
Hylki USD 160
Sendingarkostn. USD 60
Alls 27.635 kr.
Aðfl. gj. 8.953 kr
Alls 36.588

Næsta sending verður ódýrari af því þá verður meira pantað í einu. Hver veit – ef ég fer að selja get ég lagt 44% á hvert hylki og samt verið ódýrari en Prentvörur!

Ívar Pétur Guðnason

Engin ummæli:

Skrifa ummæli