fimmtudagur, 1. október 2009

Verðlagsbrenglun ÁTVR

Ég var að kanna verð á bjór hjá ÁTVR og skrifaði um það bloggfærslu. Kv, Ólafur

Almenna reglan í viðskiptum er að því meira sem að þú kaupir þeim mun ódýrari ættir þú að fá hverja einingu fyrir sig. Ástæðan fyrir þessu er lögmálið um minnkandi jaðarnotagildi. Lögmálið um minnkandi jaðarnotagildi segir að ein eining af vöru til viðbótar eykur vissulega við notagildið en sú aukning verður minni og minni þegar einingunum fjölgar. Við sjáum óskýra mynd, smellið á myndina til að sjá hana betur:Þessi neysluhneigð á við í flestum neysluvörum. Þ.e.a.s. aukning í notagildi verður minni og minni þegar að einingum fjölgar. Þetta á við okkur. Fyrsta pizzusneiðin er mikilvægust. Næsta er mikilvæg en notagildisaukningin verður minni og minni eftir því sem að sneiðunum fjölgar.

Þess vegna bjóða stórfyrirtæki upp á magntilboð. 2 fyrir 1 af pizzum er gott dæmi. Tvennutilboð. Sama á við um skuldbindingu á líkamsræktarkorti. Árstilboð á kortum, þar sem verð per mánuð er mun lægra en ef maður ætlar að fá sér mánaðar- eða 3ja mánaða kort.

Hins vegar gildir þetta lögmál ekki hjá ÁTVR. Ríkið selur áfengi. Þar gilda önnur lögmál. Ég tek tvö dæmi en gæti tekið fleiri, ég bendi áhugasömum á að gera það með því að skoða heimasíðuna.

1) Heineken er vinsæll bjór í ÁTVR. Hann er til í ýmsum útgáfum. 500 ml dós á 325 kr (Lítraverð 650 kr), 330 ml dós á 260 kr (Lítraverð 788 kr) og 330 ml gler á 270 kr (Lítraverð 818 kr). Enn sem komið er heldur lögmálið okkar góða um minnkandi jaðarnotagildi, þar sem lítraverðið er ódýrast fyrir stærstu eininguna (500 ml). En Heineken er einnig til í 5 lítar kút á 4790 kr (Lítraverð 958 kr!). Til þess að lögmálið haldi þá ætti Heineken 5L kútur að kosta minna en 3250 kr. En svo er alls ekki.

2) Næsta dæmi er Viking Lager. 500 ml dós kostar 238 kr (Lítraverð 476 kr). Einnig er hægt að kaupa 30 lítra kút á 17794 kr (Lítraverð 593 kr!). Hinn hugsandi neytandi myndi ekki borga meira en 30*476 kr = 14280 krónur fyrir kútinn. Í öllu falli minna en sú upphæð vegna minnkandi jaðarnotagildis.

2 ummæli:

 1. Hugmyndirnar eru ágætar, en hins vegar gilda lögmál um marginal utility ekki eins vel fyrir vöru sem hægt er að geyma eins og fyrir vöru sem verður að neyta strax, t.d. pizzu.

  Ég hef ekkert endilega minna notagildi fyrir 30 bjóra sem ég get geymt í 3 mánuði en fyrir pizzasneið sem ég get geymt í 2 daga.

  Kútarnir eru í flestum tilvikum hugsðir fyrir veitingastaði, sem að fá virðisaukskatt endurgreiddan af þessum kaupum. Þar að auki ertu að greiða fyrir meira en bara bjórinn, því einnig eru umtalsverð gjöld fyrir kútinn (einhverjir þúsundkallar) sem þú færð til bara í formi skilagjalds. Þar að auki geymist bjór í kút ekki eins vel og í dós og er því hugsaður fyrir magnneytendur.

  Annað mál er síðan fokking prísarnir á bjór. Eðlilegt að borga yfir 500 kall fyrir lítrann?? Hér í DK fæ ég 30 bjóra kassa á rúmlega 2500 kall ... stundum þrefalt það magn þegar hann fæst á tilboði...

  SvaraEyða
 2. Bjór geymist ágætlega en bjór í kút geymist verr en bjór í dósum þannig að magnafslátturinn ætti einmitt að vera meiri þar heldur en magnafslátturinn á milli dósa skv. kenningunni þinni, er það ekki?

  Þetta með virðisaukaskattinn er bara enn eitt dæmi um fáránlegar tilfærslur ríkisins og ætti ekki að vera neinn factor í þessu dæmi.
  Annars held ég að 5 lítra kútar (dugar kannski fyrir 2 til 3 stráka í einu partíi?) séu ekkert sérstaklega hugsaðir fyrir veitingastaði. Þessir kútar eru seldir úti í sjoppu í USA á ca. $20 (allt niður í $10 í magnafsláttarbúðum(!) eins og Costco) eða um 2500 kall, eða rúmlega 50% af því sem það kostar á Íslandi.

  Skál.

  SvaraEyða