fimmtudagur, 1. október 2009

Fjárplógstilburðir "þjónustufyrirtækisins" Securitas

Mér þykir rétt að vara neytendur við innheimtuaðferðum Securitas.
Þannig er að mánaðarlegir þjónustureikningar fyrirtækisins "heimavörn" falla í gjalddaga seinnipart hvers mánaðar og eindagi þeirra er viku síðar (yfirleitt í kringum 25. hvers mán.). Ef reikningar eru ekki greiddir á eindaga er skellt á reikningana (3-4 dögum síðar) innheimtuviðvörun upp á 900 kr. Þeir passa vel uppá að gera þetta hratt og vel fyrir mánaðarmótin, því þá er líklegt að megnið af útistandandi reikningum borgist.
Þetta álag fer nærri að vera 20% ofan á mánaðarupphæð heimavöktunar.
Þarna er Securitas ekki einungis að fá dráttarvexti á upphæðina heldur seilast þeir í auka 900 kr. úr vasa viðskiptavina sinna. Að mínu viti eru þetta sóðalegir viðskiptahættir og hreint okur.
Hvekktur viðskiptavinur

3 ummæli:

  1. þetta er eins hjá mér með mína leigu. ég fæ reikninginn um 5. hvers mánaðar og eindagi er um 20. hvers mánaðar. þar sem ég hins vegar veit að ég á að greiða leigu í hverjum mánuði þá geymi ég leigupeninginn inn á sér reikningin, set peninginn inn á reikninginn þegar ég fæ útborgað, og borga svo nokkrum dögum fyrir eindaga. kosturinn við þetta er einnig sá að ég fæ vexti inn á reikninginn minn fyrir að geyma peninga þar inni í hverjum mánuði.

    SvaraEyða
  2. sama hérna með einn mánaðarlegan reikning hjá mér. Ég einfaldlega geymi þessa stöðluðu fjárhæð á reikningnum mínum og greiði síðan þegar gjalddagi rennur upp.

    SvaraEyða
  3. Ég er með verra dæmi. Fékk mastercard reikning rétt fyrir mánaðarmót frá kreditkortum hf. Gjalddagi var föstudagurinn 2. október, strax mánudaginn eftir eða 5 október var komin innheimtuviðvörun sem kostar 850 krónur. Reikningurinn minn var um 20 þúsund í heildina. Ætli ég fái ekki líka sektina þeirra "greitt eftir gjalddaga" á næsta yfirlit. Þetta er lið sem ætlar sér að græða á fátæka fólkinu í kreppunni. Svo ekki sé minst á 20% vextina hjá þeim.

    SvaraEyða