mánudagur, 19. október 2009

Jón eða séra John hjá Icelandair

Vilji maður bóka flug með Icelandair til Seatlle (og til baka) í
febrúar 2010 þá kostar flugið 103.000.- og einhverjar krónur. velji
maður öfuga leið þ.e. frá Seatttle til Rvk (og til baka) kostar flugið
67.000.-
Sniðugt væri nú að vita hvaða dílar eru að bjóðast Bandaríkjamönnum
sem standa okkur Íslendingum ekki til boða. Mér finnst þetta að minnsta kosti hróplega ósanngjarnt.
kv
þóra

3 ummæli:

  1. Þetta er náttúrulega ekki sambærilegt því þetta eru allt önnur flug sem þú ert að tala um. Það getur verið fullt á leiðinni til BNA en vélin tóm til baka, og þ.a.l ódýrara.

    En ég hef samt heyrt það á mörgum stöðum og trúi því að Icelandair selji flug ódýrara til útlendinga en Íslendinga.

    SvaraEyða
  2. Ég fór til Seattle í sumar og fékk mína miða á c.a. 70 þús á mann (eitthvað tilboð í byrjun). Vinir mínir í Seattle fóru í heimsókn til Íslands á mjög svipuðum tíma og fengu sína miða á rúmar 100 þús. á mann. Við bókuðum sama daginn.

    Þetta er mjög misjafnt, þegar ég bjó í Bandaríkjunum var oft dýrara að fara heim heldur en að fara til London með stoppi á Keflavíkurflugvelli. Eitt skiptið keypti ég miða til London og til baka á $350 og fór síðan út í Reykjavík (notaði sem sagt bara 1 sæti af 4). Að kaupa miða bara til Íslands (eða báðar leiðir) var $700 á þessum tíma.

    SvaraEyða
  3. Hálf lúalegt að hafa þetta okurkomment inni á síðu "Raddar skynseminar", talsmanns Iceland Express.

    SvaraEyða