Vilji maður bóka flug með Icelandair til Seatlle (og til baka) í
febrúar 2010 þá kostar flugið 103.000.- og einhverjar krónur. velji
maður öfuga leið þ.e. frá Seatttle til Rvk (og til baka) kostar flugið
67.000.-
Sniðugt væri nú að vita hvaða dílar eru að bjóðast Bandaríkjamönnum
sem standa okkur Íslendingum ekki til boða. Mér finnst þetta að minnsta kosti hróplega ósanngjarnt.
kv
þóra
Þetta er náttúrulega ekki sambærilegt því þetta eru allt önnur flug sem þú ert að tala um. Það getur verið fullt á leiðinni til BNA en vélin tóm til baka, og þ.a.l ódýrara.
SvaraEyðaEn ég hef samt heyrt það á mörgum stöðum og trúi því að Icelandair selji flug ódýrara til útlendinga en Íslendinga.
Ég fór til Seattle í sumar og fékk mína miða á c.a. 70 þús á mann (eitthvað tilboð í byrjun). Vinir mínir í Seattle fóru í heimsókn til Íslands á mjög svipuðum tíma og fengu sína miða á rúmar 100 þús. á mann. Við bókuðum sama daginn.
SvaraEyðaÞetta er mjög misjafnt, þegar ég bjó í Bandaríkjunum var oft dýrara að fara heim heldur en að fara til London með stoppi á Keflavíkurflugvelli. Eitt skiptið keypti ég miða til London og til baka á $350 og fór síðan út í Reykjavík (notaði sem sagt bara 1 sæti af 4). Að kaupa miða bara til Íslands (eða báðar leiðir) var $700 á þessum tíma.
Hálf lúalegt að hafa þetta okurkomment inni á síðu "Raddar skynseminar", talsmanns Iceland Express.
SvaraEyða