Ég er eigandi Poulan Pro 18542LT sláttu-traktors. Eftir 4 ára notkun er reimin
sem færir afl frá vél til hnífa farin að slakna. Verra að slá og meiri
eyðsla á bensíni. Í maí fór ég að athuga með nýja reim hjá umboðinu sem er
Sláttuvélamarkaðurinn Verklaginn. Svar: reimar eru að koma. Og ekki reyna
að fá þessar mjög svo sérstöku reimar annars staðar. Reimarnar komu seinni
hluta ágúst. Í maí var verð áætlað um 7000 kr. Í ágúst var verðið orðið
milli 11-12.000 kr. Í trássi við alvarlegar ábendingar umboðsmanns fékk ég
mér reim í Poulsen í Skeifunni og búinn að slá í marga marga marga daga með
henni. Verðið 2475 kr!
Það er mikill munur á þessum reimum, í Poulan traktor á að nota sérstakar reimar sem eru teflon húðaðar og þola mikið snuð. Reimin sem þú ert að nota núna dugar mjög stutt og bjóðum þig hjartanlega velkominn til okkar þegar reimin slitnar :) Kær kveðja Sláttuvélamarkaðurinn.
SvaraEyða