Sýnir færslur með efnisorðinu varahlutir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu varahlutir. Sýna allar færslur

miðvikudagur, 16. mars 2011

N1 og bílavarahlutaverzlanir

Ég vil sýna fram á okrið sem viðgengst hjá N1 (Bíldshöfða, gamla Bílanaust). Nú stendur þetta fyrirtæki ansi tæpt og verðin eru löngu komin upp fyrir alla hófsemi í álagningu.

Fyrra verðdæmið er aðal-ljósaperur í bíl (t.d. H4, H7). Þessar perur voru i kringum 3500 kr. í Bilanaust (stk.), en um leið og við fórum í t.d. ET vörubila þá var möguleiki að fá perurnar á í kringum 800 kr. stk. (Báðar perur eru frá Osram, svo sama tegund hér).

Seinna verðdæmið er að ég keypti dempara i Mercedes Benz sem eg á, verðið sem ég fekk uppgefið hjá Bílanaust var 15 þús kr. stykkið, en svo skrapp ég í Bíla-Doktorinn (nýlegt verkstæði sem er að flytja inn varahluti og gera við Benza). Þar fékk ég þá báða saman á 17 þús. kr.
Semsagt næstum helmingi ódýrara.

kv. Hlynur Stefánsson

laugardagur, 22. janúar 2011

Siliconhosur fyrir Ford Transit

Mig vantaði síliconhosur fyrir tvo Ford Transit Connect bíla sem ég á.
Þessar hosur eru fyrir "intercoolerinn" og eru 2 stk í hvorum bíl.
Þannig að mig vantaði 4 hosur. Þetta eru ekki stórar hosur, lengd:
13-14cm og 5,1cm í þvermál:
http://cgi.ebay.co.uk/BLACK-2-51mm-ID-Silicone-BELLOW-HUMP-HOSE-Turbo-/270685361766?pt=UK_CarsParts_Vehicles_CarParts_SM&hash=item3f061ad666#ht_1996wt_905

Ég hringi í Brimborg og fæ upplýsingar um verð og þeir segja að
stykkið kosti tæpar 18.000- krónur. Sem sagt rúmar 70.000- krónur fyrir 4 stk.
Ég þakka bara fyrir upplýsingarnar og fer á Netið þegar heim er komið.
Eftir smá leit og eftir að hafa skoðað nokkur spjallborð þar sem
umræðuefnið er um Ford, þá finn ég þessar hosur (ekki original) heldur
frá framleiðanda sem heitir VIPER Performance. Mikið var mælt með þeim
á síðunum og meira að segja sagðar mun betri en þessar frá Ford. Ég slæ
til og kaupi þær á eBay UK og fékk þær sendar heim að dyrum nú í dag.
Heildarkostnaður með öllum gjöldum og VSK fyrir 4 stk... og haltu
þér: 26.400-ISK, s.s. stykkið til mín á um 6.600- kr.

Álagning bílaumboða og annara smásala hér á landi er að drepa alla
verslun í landinu. Ekki dettur mér í hug að versla varahluti í bílinn
minn framar hér á landi. Sest bara fyrir framan tölvuna og panta þetta
og bíð svo bara rólegur í sófanum eftir að pósturinn kemur með þetta
heim til mín.

Kveðja,
Arnar

þriðjudagur, 6. júlí 2010

Borgar sig að gera verðsamanburð á varahlutum í bíla

Vantaði stýrisenda í jeppa:

Hjá Enn einum kostaði hann 16.000 kr.

Hjá Bílabúð Benna 7.500 kr.

Kv. Nafnlaus.

föstudagur, 12. febrúar 2010

Brimborg - okursaga

Hér er reynslusaga mín af Brimborg:
Systir mín á Daihatsu Terios smájeppa ekinn um 80.þ. km. og kom til mín út
af smellum í öxli að framan þegar lagt er á bílinn, einkenni um að
öxulliður sé að gefa sig. Hringdi í Brimborg til að kanna með
varahlut....ekki til, bara hægt að panta og þá bara allan öxulinn,
kostaði yfir 100.000 kr. sagði maðurinn. Það leið næstum yfir mig. Ég
hellti mér yfir hann tilkynnti honum að þetta félag, Brimborg, væri
glæpastofnun. Leitaði í öðrum verslunum að þessum varahlut en fékk hvergi.
Endaði með að ég pantaði öxulliðinn frá Bretlandi (fann hann á Ebay),
kostaði þar 16 GBP, EÐA HEILAR 3.000 KR. Komið heim með öllum gjöldum (tók
viku) kostaði liðurinn 12.000 kr. og með ísetningu um 25.000 kr. komplet.
Skilaboð mín til Brimborgar, þetta er algjör og fullkominn dónaskapur að
bjóða viðskiptavinum upp á svona þjónustu. Haldið þið að fólk hafi ekkert
annað við peningana að gera en að láta stela þeim af sér? Ég held að þið
ættuð að fara að hugsa ykkar gang.
Magnús

föstudagur, 11. desember 2009

Umboðið þrefalt dýrari

Mig vantaði bremslukossa og diska í Subaru impreza 98. Hringdi á nokkra staði til að tékka á verðum:
Bremsuklossar Bremsudiskar
Ingvar Helgason: 24890 18629 kr/stk
N1: 9116 10676 kr/stk
Stilling: 7900 6900 kr/stk
Varahlutir.is 7372 ekki til
Bílapartar og Þjónusta 4000 kr/stk (lítið notaðir)

Ég verslaði klossana hjá varahlutum.is og diska hjá Bílapörtum og þjónustu, en er ekki eitthvað að þegar umboðið Ingvar Helgason er um þrefallt dýrari en aðrir??
Kv. Andri

föstudagur, 16. október 2009

Reim í sláttu-traktor

Ég er eigandi Poulan Pro 18542LT sláttu-traktors. Eftir 4 ára notkun er reimin
sem færir afl frá vél til hnífa farin að slakna. Verra að slá og meiri
eyðsla á bensíni. Í maí fór ég að athuga með nýja reim hjá umboðinu sem er
Sláttuvélamarkaðurinn Verklaginn. Svar: reimar eru að koma. Og ekki reyna
að fá þessar mjög svo sérstöku reimar annars staðar. Reimarnar komu seinni
hluta ágúst. Í maí var verð áætlað um 7000 kr. Í ágúst var verðið orðið
milli 11-12.000 kr. Í trássi við alvarlegar ábendingar umboðsmanns fékk ég
mér reim í Poulsen í Skeifunni og búinn að slá í marga marga marga daga með
henni. Verðið 2475 kr!

Vantar varahluti í bílinn, vélhjólið, húsvagninn, kerruna?

Leitið að varahlut eftir "partanúmeri" (part number).

http://www.laga.se/ (sænska)

http://www.lagabasen.se/en/ (enska)

Kv. Óska nafnleyndar

fimmtudagur, 6. ágúst 2009

Mikil hækkun á olíupönnu

Þannig er að fyrir 2 árum varð ég fyrir því óláni að gata hjá mér olíupönnuna en ég er á Skoda Oktavíu. Ég fór því í Heklu og keypti nýja á kr. 3.196. Núna um helgina kom aftur gat á olíupönnuna þannig að aftur fór ég í Heklu að kaupa pönnu en núna kostaði hún 15.457. Ég trúði þessu ekki og fór því að leita af gömlu nótunni. Pannan hefur því hækkað um 485 % á 2 árum en gengi evru hefur aðeins hækkað um úr 84kr í 181 kr. Þeir hjá Heklu eiga einnig aðra gerð af pönnum sem þeir kalla orginal pönnu hún kostaði 2007 um 24000 en í dag 28600 Ekki svo mikil hækkun það. Ég mátti til að senda þér þessa ábendingu mér ofbauð svo.
Kveðja, Sigrún Baldursdóttir