miðvikudagur, 16. mars 2011

N1 og bílavarahlutaverzlanir

Ég vil sýna fram á okrið sem viðgengst hjá N1 (Bíldshöfða, gamla Bílanaust). Nú stendur þetta fyrirtæki ansi tæpt og verðin eru löngu komin upp fyrir alla hófsemi í álagningu.

Fyrra verðdæmið er aðal-ljósaperur í bíl (t.d. H4, H7). Þessar perur voru i kringum 3500 kr. í Bilanaust (stk.), en um leið og við fórum í t.d. ET vörubila þá var möguleiki að fá perurnar á í kringum 800 kr. stk. (Báðar perur eru frá Osram, svo sama tegund hér).

Seinna verðdæmið er að ég keypti dempara i Mercedes Benz sem eg á, verðið sem ég fekk uppgefið hjá Bílanaust var 15 þús kr. stykkið, en svo skrapp ég í Bíla-Doktorinn (nýlegt verkstæði sem er að flytja inn varahluti og gera við Benza). Þar fékk ég þá báða saman á 17 þús. kr.
Semsagt næstum helmingi ódýrara.

kv. Hlynur Stefánsson

3 ummæli:

 1. Ég má til með að mæla með AB varahlutum ef menn eru að leita að rúðuþurrkum.

  Ég keypti þar temmilega stóra þurrku, 26", fyrir um 1900 kall sem kostaði hjá öllum öðrum milli 3.100 og 4.300 kr.

  (Eitt bílaumboðið var með slíkan grip á 8 þús., takk fyrir.)

  SvaraEyða
 2. Rosalega hafa perurnar þá hækkað nýlega því ég keypti h7 perur fyrir um 3 mánuðum á 1200 kall stk í N1...

  Annars hef ég ekki verslað varahluti hjá bíla doktorinum en hef einhverntímann látið gera við bíl hjá honum. Mun ekki eiga viðskipti þar aftur...

  SvaraEyða
 3. Ég var að kaupa H4 peru í N1 uppá bíldshöfða í síðustu viku og hún kostaði 995 kr og svo framvísaði ég Fíb kortinu mínu og fékk 15% afsl held að ég hafi borgað c.a 850 kr fyrir hana.

  SvaraEyða