Fór til heimilislæknisins vegna bakflæðis og meltingartruflana. Hann skrifar resept á Omeprazol Actavis sem eru 20 milligröm. Borga um fjögur þúsund kr, ok þetta eru 56 töflur. Þegar ég opna pakkninguna er bara ál, þarf á beittuum hníf til að opna fyrir hvert hilki. Hlægilegt, þeir eyða fullt af peningum í pakkningar. Þegar mér loks tekst að opna vantar pillur í pakkninguna! Yes, er að segja sanleikann, það voru 3 hólf tóm. Ótrúlegt og ég veit ekki hvað á að segja, eina orðið er SKÖMM. Eyða peningum í álpakkningar fyrir hvert hilki sem er erfitt að opna (þarf hníf eða skæri) og svo vantar í pakkann. Er orðlaus að þetta sé hægt í dag. Verum vakandi neytendur, annars er létt að fara með okkur eins og hálfvita.
SS
En þegar þú taldir öll hylkin voru þau þá ekki 56? Ef ekki hafðu þá samband við Actavis og tilkynntu þetta því þetta er þá alvarlegt mál sem þarf að taka á.
SvaraEyðameinti: taldir töflurnar.
SvaraEyðaMér blöskrar allt álið sem fer í að pakka hverri einustu töflu.Allt álið fer í ruslið með matarafgöngunum ! Ef þetta er ekki mengun af verstu sort,þá veit ég ekki hvað mengum er !!!
SvaraEyðaÞessar umbúðir eru samt nauðsynlegar til að viðhalda gæðum lyfjanna.
SvaraEyðaEf þér er illa við mengunina sem hlýst af því að setja þetta í almenna ruslið, af hverju seturðu þetta þá ekki með áldósunum og lætur endurvinna?
SvaraEyðaÉg nota sjálfur þetta lyf, sem er reyndar ekki lyfseðilskylt, getur keypt það í hvaða apóteki sem er. Auk þess er flipi til að lyfta upp til að ná töflunum úr. Einnig er í stærstu pakkningunum 28 töflur,4 pakkningar sem innihalda 7 töflur, alltaf eitt hólf autt.
SvaraEyðaHef notað þessi lyf í 2 ár...aldrei lent í veseni með neinar pakkningar.
Hvaða gæðum ? Lyfjafyrirtækin ákveða að hafa þetta svona,örugglega í ákveðnum tilgangi !
SvaraEyðaTilgangurinn er að ná sér í ákveðið '' startgjald'' sem Lyfjastofnun leyfir og það er sama upphæð. Þess vegna hefur töflum fækkað og pakkningar minnkað. Þannig tryggir ríkið þeim greiðslur úr ríkissjóði fyrir loft.
SvaraEyðaÁstæðan fyrir álumbúðunum er einfaldlega sá að vernda lyfið (gegn niðurbroti vegna hita, raka o.fl). Álumbúðir eru vissulega dýrari, bæði fyrir lyfjaframleiðandann og neytandann og eru ekki notaðar "af því bara".
SvaraEyðaEf það voru ekki 56 hylki í allri pakkningunni, þá skaltu hafa strax samband við framleiðanda. SLíkt á ekki að gerast og er litið á það sem alvarlegt gæðavandamál og þeir vilja vita af öllu slíku.
Engin ástæða fyrir þessum umbúðum - núna eru allar töflunar í plastboxi saman!
SvaraEyðaPlastboxin innihalda að öllum líkindum þurrkhylki sem valda því að rakinn í umbúðunum minnkar. Ál pökkunarefni er einungis valið þegar þörf er á því, þar sem það er miklu miklu dýrara fyrir lyfjaframleiðandann.
SvaraEyðaÁl pökkunarefni er þéttara en plast og hleypir minni raka í gegn sem veldur því að efni í töflunum eru stöðugri og þar með aukast gæði lyfsins og er hægt að geyma lengur.