mánudagur, 28. mars 2011

Ódýr gleraugu á netinu

Eins og flestir vita, þá eru gleraugu á Íslandi mjög dýr. Þar sem ég þarf gleraugu, þá fór ég í 2 gleraugnaverslanir í RVK, og það ódýrasta sem ég fann, glært gler, og ljót umgjörð - og verðið = 25.000.
Þá að sjálfsögðu stökk ég á netið googlaði - prescription eyeglasses, og upp kom mikið úrval af ódýrum gleraungabúðum.
Þar lagði ég inn pöntun, valdi umgjörð, setti inn upplýsingar af recepti mínu - og bað um gleraugu sem dekkjast í sólgleraugu, þegar sól er.
Er búin að fá gleraugun, og allt stóðst.
Eini aukakostnaður var virðisauki (um 3500 krónur).
Þannig að heildarkostnaður var um 15.000 krónur með virðisauka og flutningi.
Hér er tengill á þau gleraugu sem ég keypti,og þau dekkjast í svart.

http://www.goggles4u.com/detail.asp?Pid=47478

Einnig eru ódýrar verslanir í Evrópu. Googla bara, prescription eyeglasses - eða prescription sunglasses.

Þetta er einnig mun ódýrara en í fríhöfninni.

Varðandi recept, þá er mikilvægt að augnlæknir setji einnig inn PD gildi á receptið - það er fjarlægð milli augasteina. Þetta er yfirleitt autt - og gleraugnabúðir mæla þetta - en læknirinn á að setja þetta inn.

Dóri

16 ummæli:

  1. Ánægjulegar fréttir,ég fékk mér gleraugu lík þeim sem talað er um fyrir 3árum og þau kostuðu þá 65þús.á sérstöku kjaraverði!!

    SvaraEyða
  2. Já ég er fullkomlega sammála þessu, komum þessari þjónustu úr landinu bara sem fyrst, helvítis optiker gaurar að okra svona á landanum... þeir skulu bara fara vinna í 10-11 eða drulla sér úr landi með sína drasl menntun og okurverð.
    Komum bara helst allri sértækri þjónustu úr landi sem allra allra fyrst svo þessir bölvuðu aðilar sem reyna að veita einhveja þjónustu innanlands geti flutt út líka því við íslendingar þurfum ekkert annað en netið til að uppfylla allar okkar kröfur.
    Kv Óli

    SvaraEyða
  3. Ég geri ráð fyrir að hann Óli sé annaðhvort að grínast eða sé með greindarvísitölu á við spörfugl...?

    SvaraEyða
  4. Skil ekki alveg hvað fólk sem finnst erlend samkeppni í smásölu vera af hinu illa er að gera hérna á þessari síðu? Er SVÞ kannski með mann á launum við að kommenta á blogg þar sem verið er að spotta út geira í íslenskri verslun þar sem er almennt okrað á viðskiptavinum út af skorti á samkeppni?

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus nr 4:
    Hvað starfar þú við? Hver greiðir þín laun og þinnar fjölskildu?
    SVÞ veit ég ekki hver er en þú ættir kannski að stofna Facebook grúppu sem heitir. Ég styð EKKI atvinnulíf og lífskjara aukningu á Íslandi og versla allar mínar nauðsynjar og þjónustu á internetinu.

    Þetta er soldil spurnin um hvernig fólki fynnst hlutirnir eiga að vera, Þér til dæmis er allveg sama um líf og störf tugþúsund Íslendinga sem hafa lífsviðurværi og atvinnu fyrir sig og sína fjölskildu af því að starfa í eða reka þjónustuverslun/fyrirtæki. Ef þú getur sparað ÞÉR 500-5000 ísl KR þá verslar þú við Amazonm,WALmart eða hvaða stórfyrirtæki ekki bara á Íslandi heldur hvar sem er í heiminum( semsagt færir peninga útúr Íslenska hagkerfinu)

    Höldum þessu áfram endilega, Bætum við atvinnuleisið og stefnum á að skerða lísfkjör Íslendinga ennþá meira..

    Annars hvað með læknisþjónustu væri ekki soldið kúl bara að skera ennþá meira niður heilbrigðis þjónustu af því það kostar svo ógeðslega mikið að reka þessi batterí hérna og hægt að fá miklu ódýrari lækna úti í heimi í miklu ódýrarara húsnæði af því jú það er bara verið að okra á okkur með að borga þessi viðbjóðslega háu laun sem eru í landinu, færum þetta allt saman bara úr landi.....

    SvaraEyða
  6. Peningakerfið, neyslu gerfið og allt þetta system í heiminum er að hrynja smám saman, við íslendingar erum ekki sjálfbær þjóð lengu við framleiðum ótrúlega lítið, og ef sumir fengu að ráða þá væri ekki einu sinni matvælaframleiðsla í landinu lengur...
    Hvað með grafíska hönnuði eða arkitekta? ég á engan pening en ég ætla að láta teikna upp og byggja flott hús, ég er nokkuð viss að ég get fundið ódýrari arkitekt úti einhverstaðar á netinu, jafnvel gæti verið hentugt að útvega honum herbergi fljúga honum hingað í einhvern tíma meðan hanna klárar sitt og fá svo félaga hans frá Bangladesh til að koma og klára vinnuna. Grafískir hönnuðir þeir treysta á íslenskt fyrirtæki til að búa til auglísingar og svona, ég get fundið fólk í Indlandi með meiri menntun og betri heldur en lært fólk hér og látið þá sjá um allt svona fyrir þau fáu fyrirtæki sem eftir eru á landinu og þeir gera þetta fyrir meira en helmingi ódýrara og gera þetta bara á netinu heima hjá sér í indlandi.
    Það er hægt að fylla fólkið af útlendingum sem eru allveg til í að flytja hingað og vinna á sömu launum og búa við sömu ömurlegu aðstæður og við búum við, við ættum kannski bara öll að skipta í 1 ár og fara til Póllands, þar er hægt að fá allt svo ótrúlega ódýrt.. munið Buddan ræður!!
    ég þori nokkuð að veðja á að Pólverjarnir gætu gert margt gott við þetta blessaða land okkar, mun betur en við heimsku íslendingarnir þröngsínu fíflinvið....

    Hvað eigum við að taka þetta langt?
    Ef leikskóla kennarar eru ekki tilbúnir að láta þessum ofur launakröfum sýnum eigum við ekki bara að bjóða kóreiskum leikskólakennurum störfin og sjá hvort þau myndu ekki fíla þessi laun og lífsgæði allveg
    o ræmur??
    Og fyrst við erum að þessu því ekki að fá kallana þeirra til að byggja grunnskóla og fá svo almennilega grunnskóla kennara og bjóða þeim sömu kjör og laun og íslenskir okrara Kennarar telja sé ekki nógugott fyrir sig....
    Munið BUDDAN ræður ekki rétt??
    Kv Óli

    SvaraEyða
  7. Ég veit að optikerar hafa rakað saman gulli árum saman.Þeir eru helvítis okrarar og hafa gott af að fá smásamkeppni.

    SvaraEyða
  8. Æ voðalegt væl er í sumum hérna inni, staðreyndin er sú að sumt fólk hefur ekki efni á gleraugum úr verslunum hérna á Íslandi. Á það þá bara að ráfa um hálfblint því að fólk eins og þið fordæmið þau fyrir að kaupa sér ódýr gleraugu frá útlöndum á netinu? Viljiði ekki bara fara að grýta húsin þeirra með eggjum? Eða standa fyrir utan pósthúsin, rífa pakkana af þeim og skíta á þá? Þið eruð að gera það táknrænt hérna á þessum vef.

    SvaraEyða
  9. Tjah svona getur fólk séð hlutina mismunandi nafnlaus nr 8 mér fynnst einmitt þetta endalausa væl hérna í fólki um hvað allt sé ódýrara í öðru landi á öðru markaðsvæði heldur en á Íslandi. í stað þes að nota þessa síðu og bera saman heilbrigðan samanburð INNANLANDS þar sem fyrirtæki eru í samkeppni á sömu forsendum.

    EF fólk vill endilega bera saman Ísland við önnur lönd í verðum þá er mun eðlilegra að bera saman Ísland við norðurlöndin, en að vera bera saman amazon eða Bandaríkin eða Bretland eða kína er bara fullkomlega ósamanburðar hæft og engin íslensk fyrirtæki né einstaklingar geta gert neitt í þeim verðmun eins og staðan er ,hefur verið og mun vera áfram í jafnvel enn stærra mæli ef allir ætla færa peningana sína útúr hagkerfinu í stórar viðskipta samsteipur útí heimi...

    SvaraEyða
  10. Einhversstaðar kaupa gleraugnasalar á íslandi sín gleraugu. Þeir versla við stórar viðskiptasamsteypur út í heimi líka, birgja sem þjónusta gleraugnaverslanir um allan heim, þeir virðast velja dýr merki og smyrja svo vel ofan á, eins og skiljanlegt er, fyrir þjónustukostnað oflr. En það vantar algjörlega ódýrari gleraugu sem þeir geta selt ódýrar og efnaminna fólk hefur efni á. Þangað til að það gerist (sem er ólíklegt, þar sem þeir græða væntanlega mun meira svona) þá munu þeir sem þora versla ódýr gleraugu við vefverslanir. Þið getið komið með þessar mikilmennskubrjálæðisræður um hagkerfi og allt þetta rugl þegar þið getið bent á gleraugnaverslun sem býður gleraugu á viðráðanlegu verði fyrir hina efnaminni íslendinga sem ekki hafa efni á einhverjum snobbgleraugum án þess að hreinlega taka lán. (kreppugler er ekki tekið með, sá aðili verslar gleraugun frá þessum stóru vefverslunum út í heimi sem þið hafið svo mikið ógeð á, hann er ekki einu sinni optiker sjálfur, bara sér um að leggja inn pantanir...)

    SvaraEyða
  11. Svo virðist einnig gleymast að fólk borgar virðisauka og stundum önnur gjöld af þessum vörum sem þau panta frá útlöndum þannig að það er ekki eins og ríkið (=efnahagurinn, hagkerfið og allt það) sé ekki að fá sitt.

    SvaraEyða
  12. Konan mín fékk fín gleraugu í Pro-Optic á 20.000kr með öllu og það var dýrari týpan.

    Í sömu verslun er hægt að fá barnagleraugu frítt (einungis greidd sú upphæð sem endurgreidd er frá Tryggingastofnun vegna gleraugnanotkunar barna)

    Það þarf ekkert að vera milli til að geta gengið um með falleg gleraugu á nefinu og jafnframt verslað í sinni heimabyggð.

    SvaraEyða
  13. Þú getur fengið titanium umgjörð, gler með tvískiptu gleri (dýrari týpuna), glampavörn og ásmelltum sólglerjum með sendingargjaldi og tollum á 10.000 kr á zennioptical.com. Þætti voða gaman að sjá hvað svoleiðis myndi kosta hér.

    SvaraEyða
  14. Skrítið hvað margir heita Nafnlaus hér á landi!

    SvaraEyða
  15. BRITISH Goggles4u Our Price are lower than many online glasses providers offers.

    SvaraEyða
  16. US Travel Lab offers FDA / EUA authorized COVID-19 viral Rt-PCR and antigen testing to keep you safe. Whether you need a Antigen test for your workplace, or need a Rt-PCR testing with travel certificate to meet airline requirements, we’ve got you covered. Testing lab in birmingham

    SvaraEyða