miðvikudagur, 2. mars 2011

100 kr. að fá sent email frá Arion Banka

Það kostar 100 kr. að fá senda kvittun um millifærslu rafrænt í emaili þegar maður millifærir hjá Arionbanka.
Það er okur.
Kvittun á pappír, send heim til manns kostar einnig 100 kr. Þetta er eini staðurinn sem ég hef átt viðskipti við þar sem kostar að fá kvittun.
-Kolbeinn Hugi

17 ummæli:

 1. Skyldu starfsmenn Arion vera í áskrift að launum sínum og rukka svo fyrir hvert viðvik, svo sem að lyfta hendi - fara inn í kennitölu og senda .....

  Þetta er ólöglegt.

  SvaraEyða
 2. Best að taka það fram að þetta er þegar millifært er í gegnum síma.

  Áhugavert væri að vita hvort hægt sé að fá sér kvittun fyrir kaupum á þessari rafrænu kvittun, eða hvort hún kosti líka 100 kr.

  -Kolbeinn Hugi

  SvaraEyða
 3. Það er nákvæmlega enginn kostnaður fyrir þá að senda email í kvittun. Tölvukerfið sér algjerlega um þetta. Þetta er ekkert annað en rán.

  SvaraEyða
 4. Bankakerfið hér á landi er bara leiðandi afl á einu sviði, að finna nýjar leiðir til að hafa peninga af almenningi.
  Rukkun fyrir sjálfvirkan tölvupóst er nýtt gjald, spái því að þetta gleymist seint, heiðurinn er Aríons áður Kaupþings eða hvaða kennitölu þeir eru nota þessi misserin.
  Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða gjaldþrota græðgisrekstur á nýrri kennitölu skellir þessu á viðskiptavini sína næst.

  SvaraEyða
 5. Þetta er bara íslenska rekstrarmódelið og held að þetta tíðkist í milli banka millifærslum hjá öllum s.k. '' bönkum'' á Íslandi.

  SvaraEyða
 6. Er þetta ekki greiðsla fyrir "vinnunni" það er að millifæra, eruð þið viss um að rukkunin sé fyrir kvittunni ? Allir bankar fóru amk að rukka í byrjun árs 2010 ( eða 2009 ) fyrir að millifæra í gegnum síma...

  SvaraEyða
 7. Hjá Okurveitunni (afsakið, Orkuveitunni...) eru lagðar 69 krónur plús VSK, alls 85 kr. ofan á greiðslu Vatns- og fráveitugjalds í heimabanka, án pappírs.
  Hvaða fólk (nöfn, takk fyrir)tekur ákvarðanir um að smyrja svona "seðilgjaldi" ofaná það sem Borgarstjórn hefur ákveðið???

  Svona gjöld eru BÖNNUÐ, þau eru LÖGBROT. Það hlýtur að vera hægt að stöðva þetta, hvað segir Neytendastofa við þessu sjálftöku "áleggi" ofan á gjöld borgaranna???

  SvaraEyða
 8. BYR taka 6 kr. fyrir að senda kvittun fyrir millifærslu í heimabanka í tölvupóst (JÁ TÖLVUPÓST)

  SvaraEyða
 9. Hvað kostar að fá smið í 10 mínútur?
  Líklega 6.000.- kr með vsk.
  Hér er klárlega verið að rukka fyrir vinnuliðinn, líklega ekki mikill tekjuliður fyrir bankann

  SvaraEyða
 10. GUð minn góður segi ég nú bara !!

  Hvenær verður svo annars önnur bylting, vá hvað þetta sker er að fara til fjandans í öllu saman.

  SvaraEyða
 11. Kolbeinn tekur fram að hann gerði millifærsluna í gegnum síma með því að hringja í Þjónustuverið. Þjónustuverið tekur 100 kr fyrir þá vinnu því hægt er að framkvæma millifærslur frítt í netbankanum og fá þar fríar kvittanir.

  SvaraEyða
 12. í sambanndi við Orkuveituna, þá vill ég bara benda mönnum á að það er reiknistofa bankanna sem sér um að stofna kröfur sem sjást í heimabönkum og þeir taka fyrir hverja kröfu sem stofnuð er, þannig að í þessu tilviki held ég á orkuveita sé saklaus :)

  SvaraEyða
 13. Ég vil taka það fram að 100 kr. voru einungis fyrir rafræna kvittun, ekki fyrir vinnunni við að millifæra.

  -Kolbeinn Hugi

  SvaraEyða
 14. Magnað, bankinn er að nota þína peninga til að mynda hagnað af útlánastarfsemi. Svo þegar þú þarft að nýta hluta ef peningunum þínum þarf bankinn að hagnast af því. - Er þetta ekki óþarfa græðgi?

  SvaraEyða
 15. Orkuveitan ákveður sjálf hvernig þeir haga sinni innheimtu, hvaða starfsfólk þeir ráða til hennar og hvaða fyrirtæki (undirverktaka) þeir nota, svo og hvaða gjald þeir láta okkur greiða fyrir þessa vinnu. Reiknistofan fer bara eftir því sem Orkuveitan segir þeim.
  Það má alveg eins búast við því að þeir taki upp á því að rukka mismunandi gjöld af okkur, eftir því hvað hver og einn rafvirki fær í kaup. Þessi auka - og seðilgjöld eru hreint og beint OKUR

  SvaraEyða
 16. Orkuveitan hefur heimild skv. raforkulögum til að leggja á seðilgjald en önnur fyrirtæki ekki. OR er svo vel pólitískt tengd ( á svo marga þingmenn ) að þeir pöntuðu og fengu afgreidd ný lög fyrir sig. Öðrum er bannað að gera þetta en gera það samt. Svo mega fyrirtæki smyrja ofan á reikninga sína nánast eins og þeim sýnist ef þetta er komið í '' innheimtu''.

  SvaraEyða
 17. Það er nákvæmlega enginn kostnaður fyrir þá að senda email í kvittun. Tölvukerfið sér algjerlega um þetta. Þetta er ekkert annað en rán.

  Nei þetta er ekki rétt, þar sem ég vann í banka í nokkur ár. Þá sér tölvukerfið ekki um þetta, manneskjan þarf að prenta út kvittunina, og skanna hana á sig og senda hana síðan á áfangastað. Þetta kostar tíma td. Þegar að fólk getur farið í heimabankann sinn og gert þetta alveg sjálft, en afhverju í óskupunum er fólk að koma í bankann til að borga td einn reikning ? Afhverju er fólk ekki með netbanka og notar hann við svona.

  SvaraEyða