miðvikudagur, 16. mars 2011

Ódýr ís í 10-11!!!

Langar bara að vekja athygli á einu. Fer stundum sérferð í 10/11 til að kaupa ís.
Ekki það að 10/11 sé ódýrasta búllan í bænum en þar er seldur ís frá Kjörís í
nokkrum bragðtegundum; bananasprengju, tromp, konfekt og piparmyntuís. Mig minnir að dollan sé á 290 kr til eða frá sem er nokkuð gott fyrir ís og það í 10/11. Það er ekki eins og þetta sé e-ð tilboð hjá þeim, þetta verð er búið að vera síðan allavega í sumar. Ég er sko með puttana á ísnum ;)
Var svo stödd í ísbúðinni Ís-landi um helgina og rak þar augun í nákvæmlega sama ísinn í dollu á 700 krónur. Ok, en mér finnst þetta alveg muna slatta, verð ég að segja, og mig munar alveg um aurana mína. Maður fær því 2 dollur á sama verði og ein í Ís-landi. Er þetta ekki aðeins of mikið?
Kv. Ís-Hildur :)

3 ummæli:

  1. Fyrir utan það hvað "Ís-land" er glatað nafn..

    SvaraEyða
  2. Búin að athuga hvað dollan kostar í Bónus/krónunni?

    SvaraEyða
  3. Ég tek undir með þér.

    Þó finnst mér að fleiri tegundir mættu vera til á hverjum stað, en ég endaði á því að fara í 4 mismunandi 10-11 búðir áður en að ég fann tromp ísinn sem mig langaði í! Hehe...

    SvaraEyða