föstudagur, 4. mars 2011

Bestu bollu-kjörin?

Nú styttist í bolludaginn.
Ég fór í smá leiðangur áðan og fyrst var leiðinni heitið í Krónuna, en í nýja
bæklingnum þeirra auglýsa þeir 2 vatndeigsbollur á 319 krónur, sem er fínt
verð, hins vegar voru þær ekki til.
Þá fór ég í bakaríið Kornið sem er nánast hliðin á Krónunni í Hafnarfirði, þar
var mér ofboðið. Ein lítil og ræfilsleg vatnsdeigs bolla í Korninu kostaði 380
krónur!
Ég fór næst í Fjarðarbakarí í Hafnarfirði og þar kostaði ein vatnsdeigs bolla
320 krónur sem er nú skömmini skárra miðað við bakarí og sú bolla var líka
stærri.
P.s Ég hvet fólk til þess að koma með fleiri verðdæmi af bollum :)
Kv. Haraldur Arnarsson

3 ummæli:

 1. Vigdís Stefánsdóttir6. mars 2011 kl. 08:50

  Bara baka bollurnar sjálfur. Það er margfalt ódýrara.

  SvaraEyða
 2. ...ef þú ætlar að bera fram eitthvert magn, já...

  Fyrir einstakling sem ætlar bara að borða eina eða tvær bollur er heimabaksturinn ekki fyrirhafnarinnar virði, fyrir utan það að hráefnið sem kaupa þyrfti inn á heimilið yrði sennilega dýrara en tvær bollur úr næsta bakaríi...

  SvaraEyða
 3. Svo er spurning með bensínið ef á að keyra á milli til að kanna verðið :)

  SvaraEyða