laugardagur, 5. mars 2011

Dýr áskrift - fær sér frekar gervihnattardisk

Það ætti að leggja þessa stofnun niður!

Stöð 2 - 7.235 kr
Stöð 2 Sport - 6.400 Kr
Stöð 2 Sport 2 - 6.295 Kr
HD Myndlykill - 1.200 Kr (Fast gjald á mánuði þó þú sért með áskrift)
Sport HD - 595 Kr (ótrúlegt að þetta skuli vera viðbótarverð þegar þú ert þegar að borga fyrir báðar sport rásirnar og aukaverð fyrir HD lykil!)
Samtals 21.725 fyrstu 4 mánuðina.

Stöð 2 - 7.235 kr
Stöð 2 Sport - 6.400 Kr
Stöð 2 Sport 2 - 6.295 Kr
Cam-kort - 4.000 Kr (start kostnaður)
Leigugjald - 500 kr (Fast gjald á mánuði þó þú sért með áskrift)
Sport HD - 595 Kr
Samtals 25.025

Ég held að ég noti þetta mánaðargjald frekar til að henda gervihnattardisk á svalirnar.
Kv, Magnús

5 ummæli:

 1. Ég fékk mér gervihnattardisk með aðeins það sem er kallað "free channels" fyrir 3 árum og í dag er ég með rúv og það og er þetta það besta sem hefur komið fyrir mína fjölskyldu. Kostaði upp komið um 50 þúsund þá. Á þessu er lítið sport beint, en það eru flestir þættir sem eru hjá stöð 2 og skjá einum og svo eru nokkrar bíórásir.
  Kv Einar

  SvaraEyða
 2. Ekki gleyma að ég vill ekkert vera með rúv. En það verður bara að vera svo þessvegna er það það sem ég er með líka. Kv Einar

  SvaraEyða
 3. Ég keypti mér gervihnattadisk og móttakara fyrir opnu bresku rásirnar fyrir nokkrum árum í Elkó á um 20þúsund. Einhver þau bestu kaup sem ég hef gert.

  Fékk mér svo móttakara fyrir allt lokaða sportið og bíórásirnar um daginn á annan tuttugu kall og er sú áskrift enn ódýrari en 365 fyrir miklu meira efni. Maður fær það hreinlega á tilfinninguna að með því að kaupa áskrift hjá 365 sé maður að greiða fyrir sukk liðinna ára en ekki bara aðgang að sjónvarpsefni. Ég segi nei takk fyrir mitt leyti.

  SvaraEyða
 4. ég HATA 365 miðla og fyrir hvað þeir standa, ég hata að þetta sé eitt af félögunum sem Jóni tókst að koma undan til konunnar sinnar, ég neita að versla eða eiga viðskipti við þetta fullkomlega siðblinda fólk sem á þetta fjandanst fyrirtæki.!! og það er skítleiðinlegt því mig langar allveg að geta horft á enska og spænska og körfuna og allt það. fari þetta skítafyrirtæki til fjandans og vonandi bara á hausinn ef allir hætta að borga áskrift, þá hætta auglísendur að borga fyrir auglísingar og draslið fer á hliðina, en neinei við íslendingar erum ekkert að meika nein statements við bara borgum og tökum því... fynnst ekkert óðeðlilegt við það að stunda viðskipti við svona menn....

  SvaraEyða