sunnudagur, 27. mars 2011

Krónan - verðmerkingar í rugli


Verðmerkingarnar í Krónunni hafa stundum verið til umræðu hér, og ekki af góðu. Þær mættu vera mun betri. Í gær í Krónunni í Mosfellsbæ rak ég augun í þessar ristuðu kókosflögur í ágætri heilsudeild. Eins og sjá eru verðmerkingarnar í rugli. Sama vara er merkt á tvo vegu, hlið við hlið:

Himnesk Hollusta Kókosfl - 1356 kg - 339 kr.

Himn. Hollus Ristaðar kóko - 1796 kg - 449 kr.

Nú tímdi ég að kaupa þetta á 339 kall en ekki á 449 kall, en þar sem ég nennti ekki því veseni að komast til botns í málinu ákvað ég bara að sleppa þessu alveg. Lélegar merkingar eru því bæði vont mál fyrir framleiðslufyrirtækið og búðina.

Vanda sig! Það getur varla verið svona erfitt að hafa þetta í lagi.

Dr. Gunni

8 ummæli:

  1. Var ekki hægt að bera saman strikamerkið á vörunni við strikamerkin á verðunum?

    SvaraEyða
  2. Svon er þetta miklu víðar en í Krónunni. Til dæmis er ástandið hjá Netto í Mjódd er ekkert skárra.

    SvaraEyða
  3. Sýnist að annað verðið sé fyrir ristaðar flögur en hitt fyrir óristaðar.
    Afut á móti eru ekki óristaðar í hillunni, bara ristaðar.

    SvaraEyða
  4. Í Nettó í Hverafold voru kalkúnanaggar á 50% afslætti. Á frystinum var stór auglýsing þar sem afslátturinn var kynntur.

    Undir tugum poka af kalkúnabollum á fullu verði leyndust síðan þrír naggapokar. Þarna átti augljóslega að plata kúnnana.

    Og passið ykkur á að kaupa ekki rækjur eða humar á tilboði í Nettó, allt virðist það vera komið fram yfir síðasta söludag og sumt fyrir um ári síðan.

    SvaraEyða
  5. Ég meina það. Allt í lagi að benda á einhverjar villur en hver einasti heilvita maður sér að í stað þess að vera í einni röð hafa ristuðu flögurnar endað í tveimur og farið yfir svæðið þar sem óristaðar ættu að vera samkvæmt hillumerkingu. Stormur í vatnsglasi hér á ferð.

    Þetta lýtur út eins og Doktorinn sé ekki að fatta að verðmerkingarnar séu á tveimur mismunandi vörum og þó nefnir hann nöfn þeirra sem er ekki það sama.

    Nú vinn ég í Nóatúni og þar er bannað að setja hálftóma kassa aftur upp í hillu á lager og því verður að fylla alveg á hilluna þannig að t.d. ef þú nærð að fylla alveg af ákveðinni vöru og ekkert pláss er lengur í hillunni ertu vinsamlegast beðinn um að setja vöruna þá bakvið vöruna við hliðina á henni ef pláss er og það getur alltaf gerst að varan endi fremst og þú hafir þá tvær vörur hlið við hlið en sitthvora vörumerkinguna. Sem er ekkert stórmál og hver og einn einasti maður ætti að getað lesið heitið á hillunni og borið saman við pakkninguna án þess að gera mál úr því.

    Ég eiginlega bara botna ekkert í þessu dæmi hjá Doktornum.

    SvaraEyða
  6. Á ég bara að vita það sí svona að það sé eitthvað til sem heitir óristaðar kókósflögur og að þær voru ekki til? Sorrí, ég bý bara ekki yfir svona nákvæmum upplýsingum um heilsulínuna í búðinni.

    En nei, þetta er ekkert stórmál. Bara smá böggandi.

    SvaraEyða
  7. Nei en þú getur borið saman heitið á vörunni á pakkanum og heitið á hillunni.

    Ég er alls ekki að segja að þetta eigi að vera svona en þetta getur bara alltaf gerst og tala nú ekki um í svona stórri verlsun eins og Krónunni.

    SvaraEyða
  8. @Okursíðan

    Ég er ekkert að setja út á þig en oft á tíðum eru það kúnnar sem taka úr hillum en ákveða síðan að sleppa vörunni fleygja henni inní hillu sem gæti verið það sem var í gangi þarna en annars er það starfsmennirnir sem hafa gleymt að fjarlægja verðmerkingunna. Fyrra atriðið er samt líklegra.

    Hvort þú átt að vita að það sé eitthvað sem heitir óristaðar kókosflögur, er ekki versluninni að kenna? gott að kíkja á miðan líka ekki bara tölustafinna. Einnig til að vera 100% að þetta sé sama varan virkar alltaf að bera saman strikamerkin.

    SvaraEyða