Ég er að spá með þessa blessuðu dælulykla og afsláttarkort sem olíufélögin eru að bjóða. Nú er ég búinn að vera með bílpróf í 7 ár og bensínverðið hefur stökkbreyst á þessum 7 árum. Man eftir því í 90 kallinum minnir mig um það leiti sem ég fékk bílpróf.
Þannig þetta hefur hækkað alveg ógeðslega mikið. EN! Þessi afsláttarkort og dælulyklar sem olíufélögin eru að bjóða uppá eru náttúrlega bara einn brandari. Ég fékk þessar sömu 2 kr í afslátt fyrir 7 árum síðan þegar bensínverðið var um 90 kr á lítrann. Enn þann dag í dag þegar verð á líternum er búið að hækka um 140 kr síðan þá er ennþá verið að bjóða uppá 2 kr afslátt af lítranum. Hvað halda olíufélögin að við almenningur séum? Hvernig væri nú að olíufélögin myndu nú hækka þennan afslátt hlutfallslega jafn mikið og líterinn hefur hækkað?
Kveðja
GÁ
Það má kannski segja, olíufélögunum til varnar, að álagning þeirra hefur lítið aukist í þessi ár. Þannig að kannski eru þau að gefa svipaðan afslátt af álagningu nú og áður.
SvaraEyðaÁ líklega að vera 3 kr, ég skoðaði tvær heimasíður og þær eru báðar með það.
SvaraEyðaÞegar þú ert svo kominn með kort eða lykil er bara eftir að hringja í félagið og biðja um meiri afslátt þar sem annað félag lofi þér 5 kr.
Ef þú ert ekki að fá 6 kr eða meira af þá er það þitt mál. ;-)
Svo eru 6 kr barasta grín, rétt yfir 2%.
Það þarf jú að taka tillit til þess að mörg fyrirtæki eru með allt að 10-12 króina afslátt hjá olíufélögunum og því þarf verðið til hinna að vera hærra svo hægt sé að gefa þennan afslátt. Það er alltaf almenningur sem borgar fyrir þá efnameiri sama í hverju það er og olíufélögin eru í raun ekki að gefa afslátt allt þetta er inní álagningunni hjá þeim.
SvaraEyðahttps://picasaweb.google.com/wescikdade/Atlantsolia
SvaraEyða