föstudagur, 18. mars 2011

Munur á verði "gardínurúlla"

Ég þurfti að kaupa gardínurúllur (curtain gliders á ensku, plastdót sem fer í gluggatjalda-brautir (z-brautir)). Fór í Vogue, fékk þar pakka með 100 stk á 1500 kr. Ég þurfti svo að kaupa fleiri rúllur núna í vikunni og fór þá í Z brautir þar sem pakki með 100 stk kostaði aðeins 705 kr. Ég hef reyndar fengið mjög góða þjónustu á báðum stöðum en fannst þetta mikill verðmunur.
Kv, Hulda

1 ummæli:

  1. Ef þú ert að meina svona venjulega gardínuhjól þá fást þau líka hundódýrt í Rúmfatalagernum.

    Það getur svosem verið að þetta sé eitthvað annað.

    SvaraEyða