miðvikudagur, 9. mars 2011

Tékkland ódýrast

Athyglisvert er að skoða verð á bifreiðaskoðun. Þetta er þjónustu sem er sambærileg alls staðar, þ.e. það er ekki "betri" skoðun á einum stað en öðrum.

Verð á venjulegum bíl (undir 3500 kg):

Aðalskoðun: 8.680 kr
Frumherji: 8.400 kr
Tékkland: 7.495 kr

Tékkland
kom nýlega inn á markaðinn og er með þrjár stöðvar, Reykjavíkurvegi 54, Hafnarfirði; í Holtagörðum; og nýja stöðin er í Borgartúni 24.

Aðalskoðun og Frumherji hafa ekki lækkað sig við þessa ódýru samkeppni, amk ekki ennþá.

Dr. Gunni

9 ummæli:

 1. Nýlega búinn að láta skoða Grand Vitara og það kostaði ca 6,800 hjá Frumherja.

  SvaraEyða
 2. Nú? Þú hlýtur þá að vera á einhverjum sérdíl því það kostar 8400 kr skv heimasíðunni: http://www.frumherji.is/Thjonusta/Bifreidaskodanir/Verdskra/

  SvaraEyða
 3. Það er fljótt að borga sig að gerast félagi í FÍB.
  Árgjaldið er 5.820.
  Útá það fær maður allskonar afslætti á ótrúlegustu stöðum eins og sjá má á síðunni þeirra.
  T.d. 15 - 20% afsláttur hjá skoðunarstöðvunum.
  Keypti dekkjagang í haust og þar með var árgjaldið borgað og vel það.
  www.fib.is

  SvaraEyða
 4. Afsakðu Dr. Gunni, ég fékk víst einhvern SÉRDÍL út á Orkulykil, var bara alveg búinn að gleyma því.

  SvaraEyða
 5. Fór í Tékkland og fékk skoðun á fólksbílinn. Fagleg þjónusta og afbragðsviðmót og besta verð í bænum = 6.386 kr (með 10% afslætti sem ég herjaði út) + 400 kr. umferðaröryggisgjald = 6.786 kr. Frumherji rukkar fyrir sama pakka 8.400 krónur eða um 24% hærri ! Nákvæmlega sama þjónusta.

  Látum í okkur heyrast. Þá fyrst breytist eitthvað hér, fyrr ekki !

  Kveðja Hákon Jóhannesson

  SvaraEyða
 6. Búin að prófa Tékkland og þar er því miður engin þjónusta svo ég get ekki séð hvernig hún á að vera fagleg ????

  SvaraEyða
 7. Guðmundur Grétar26. apríl 2011 kl. 22:04

  Frumherji hefur hefur verið að senda heim skoðunartilboð í ljósi aukinnar samkeppni. Þeir bjóða 15% afslátt ca 7000 kr skoðun og kaffi og með því í kaupbæti

  SvaraEyða
 8. Heyrði fra Bifvélavirkja að það væri best fyrir þig og bílinn að fara í Aðalskoðun, þar væru reyndir menn sem kunnu til verka, en í Tékklandi væru ungir menn sem eru ekki eins reyndir og hinir í Aðalskoðun. Mældi með Aðalskoðun ef þú vilt fá skoðun fyrir bílinn þinn. Stundum borgar það sig að borga aðeins meira ;)

  SvaraEyða
 9. Mér þykir leitt að segja ykkur að Frumherji, félag í eigu Finns Ingólfssonar ofurmilla er með nánast sama verð og Tékkland, þ.e. ef maður er í FÍB. Fékk þessar upplýsingar í gegnum síma við þessi 3 fyrirtæki: Aðalskoðun er með 15% afslátt= 8.229, Tékkland með 15% afslátt= 7.196 og Frumherji með 20% afslátt= 7.200.

  SvaraEyða