Athyglisvert er að skoða verð á bifreiðaskoðun. Þetta er þjónustu sem er sambærileg alls staðar, þ.e. það er ekki "betri" skoðun á einum stað en öðrum.
Verð á venjulegum bíl (undir 3500 kg):
Aðalskoðun: 8.680 kr
Frumherji: 8.400 kr
Tékkland: 7.495 kr
Tékkland kom nýlega inn á markaðinn og er með þrjár stöðvar, Reykjavíkurvegi 54, Hafnarfirði; í Holtagörðum; og nýja stöðin er í Borgartúni 24.
Aðalskoðun og Frumherji hafa ekki lækkað sig við þessa ódýru samkeppni, amk ekki ennþá.
Dr. Gunni
Nýlega búinn að láta skoða Grand Vitara og það kostaði ca 6,800 hjá Frumherja.
SvaraEyðaNú? Þú hlýtur þá að vera á einhverjum sérdíl því það kostar 8400 kr skv heimasíðunni: http://www.frumherji.is/Thjonusta/Bifreidaskodanir/Verdskra/
SvaraEyðaÞað er fljótt að borga sig að gerast félagi í FÍB.
SvaraEyðaÁrgjaldið er 5.820.
Útá það fær maður allskonar afslætti á ótrúlegustu stöðum eins og sjá má á síðunni þeirra.
T.d. 15 - 20% afsláttur hjá skoðunarstöðvunum.
Keypti dekkjagang í haust og þar með var árgjaldið borgað og vel það.
www.fib.is
Afsakðu Dr. Gunni, ég fékk víst einhvern SÉRDÍL út á Orkulykil, var bara alveg búinn að gleyma því.
SvaraEyðaFór í Tékkland og fékk skoðun á fólksbílinn. Fagleg þjónusta og afbragðsviðmót og besta verð í bænum = 6.386 kr (með 10% afslætti sem ég herjaði út) + 400 kr. umferðaröryggisgjald = 6.786 kr. Frumherji rukkar fyrir sama pakka 8.400 krónur eða um 24% hærri ! Nákvæmlega sama þjónusta.
SvaraEyðaLátum í okkur heyrast. Þá fyrst breytist eitthvað hér, fyrr ekki !
Kveðja Hákon Jóhannesson
Búin að prófa Tékkland og þar er því miður engin þjónusta svo ég get ekki séð hvernig hún á að vera fagleg ????
SvaraEyðaFrumherji hefur hefur verið að senda heim skoðunartilboð í ljósi aukinnar samkeppni. Þeir bjóða 15% afslátt ca 7000 kr skoðun og kaffi og með því í kaupbæti
SvaraEyðaHeyrði fra Bifvélavirkja að það væri best fyrir þig og bílinn að fara í Aðalskoðun, þar væru reyndir menn sem kunnu til verka, en í Tékklandi væru ungir menn sem eru ekki eins reyndir og hinir í Aðalskoðun. Mældi með Aðalskoðun ef þú vilt fá skoðun fyrir bílinn þinn. Stundum borgar það sig að borga aðeins meira ;)
SvaraEyðaMér þykir leitt að segja ykkur að Frumherji, félag í eigu Finns Ingólfssonar ofurmilla er með nánast sama verð og Tékkland, þ.e. ef maður er í FÍB. Fékk þessar upplýsingar í gegnum síma við þessi 3 fyrirtæki: Aðalskoðun er með 15% afslátt= 8.229, Tékkland með 15% afslátt= 7.196 og Frumherji með 20% afslátt= 7.200.
SvaraEyða