fimmtudagur, 10. mars 2011

Karlakór Reykjavíkur rukkar fyrrverandi styrktarfélaga

Fyrir mörgum árum gerðist ég styrktaraðili Karlakórs Reykjavíkur og greiddi árlega í nokkur ár eftir það fyrir tvo miða á tónleika hjá þeim og naut þess árlega að hlusta á stórkostlegan söng þeirra.
Árið 2007 breyttust aðstæður og sagði ég þá þessari áskrift upp með tölvupósti og fékk ég staðfestingu um móttöku frá þeim.
Árið 2008 fékk ég senda miða ásamt tilkynningu um að andvirði miðana yrði dregnar af kreditkortinu mínu. Ég sendi þá aftur uppsögn og fékk staðfestingu um móttöku ásamt afsökunarbeiðni og að þetta myndi ekki endurtaka sig.
Stóð ég nú í þeirri meiningu að þetta væri allt frágengið en sú var ekki raunin.
Í síðustu viku fékk ég senda miða ásamt tilkynningu um að 4000 kr yrðu dregnar af kortinu. Í þriðja skiptið fór ég af stað og sagði upp áskriftinni og fékk um hæl afsökunarbeiðni og að þetta myndi ekki endurtaka sig.
Mér datt í hug að skoða færslur á kortið mitt aftur í tímann. Þar var færsla frá maí 2010 frá Karlakórnum að upphæð kr 4000 sem hafði einhvern veginn farið framhjá mér.
Þetta er því miður ekki eina tilfellið sem ég hef lent í varðandi aðild að styrktarfélögum, og þetta er ekki til þess að hvetja mig í að styðja þau í framtíðinni.
Nafnlaus

1 ummæli:

  1. Sýnist að þú fáir ekkert að velja hvort þú styrkir þá í framtíðinni.

    SvaraEyða