föstudagur, 18. mars 2011

Dýrt kók í Pólís

Ég fór í dag í verslunina Pólís í Skipholtinu til þess að kaupa 2. lítra kók.
2. lítra kók í sjoppunni kostar 450 kr. Kannski er það svona dýrt því ég fékk plastpoka með (var komið gat á hann þegar ég kom heim. Ég hoppaði beint upp í bíl með kókið í pokanum, þannig að ekki var það hnjask sem skemmdi fína hvítglæra pokann).
Ég fattaði hvað ég eyddi í þetta kók þegar ég kom heim, og mig langaði mest til að skila því. Okurbúlla!
Til gamans, þá sá ég fagmannlega útprentaðan miða í hillunni í sjoppunni sem tekur fram að ekki sé hægt að borga með debetkorti sé upphæðin undir 300 kr. Why even bother?
Kv,
Nafnlaus

11 ummæli:

 1. Bara svipað verð og hjá N1 en íslendingum finnst miklu fínna að láta stóru fínu fákeppnisfyrirtækin taka sig í bakaríið en eru með allt á hornum sér þegar litlu fyrirtækin gera það.

  SvaraEyða
 2. Greinilega aðilli sem að aldrei hefur verið í rekstri. Ef að bónus selur Gosið á rétt tæpar 300kr 2L (296kr) hvernig ætti smásölumaður að geta gert það?? Vífilfell selur gosið dýrara til smásala heldur enn bónnus selur það í smásölu. Eflaust fer þetta sama fífl og kvartar hér einmitt og lætur risa fyrirtæki taka sig ósmurðan í rassg**** og brosir á meðan, því að það er 10kr ódýrara heldur enn sjoppueigandi selur það. Umkvörtunaraðilli er því miður eins og stór meirihluti á Íslandi Ílla heimskur og eflaust ómentaður. Ég meina, ef að þér finnst þetta svona dýrt, afhverju keyptiru þetta???

  SvaraEyða
 3. Ég held að þeir sem skilja svona komment eftir,eins og þessi nafnlaus númer tvö, líði voðalega illa sjálfum og reyni að skammast út í einhvern annan til að upphefja sig. Getur verið að þeir sem kalla hæst um illa (með i en ekki í) heimska og ómenntaða (með tveimur n-um ekki einu) séu á smá blús vegna þess þeir tóku óskynsamlegar ákvarðanir varðandi peningamál sín, eða önnur persónuleg mál??? Eða er ég að lesa of mikið í þetta og er þetta bara lítið tröll, sem leiðist...

  SvaraEyða
 4. Ég þekki fólk sem er með litla sjoppu. Það er oftar en ekki dýrara fyrir það að versla við heildsala heldur en við Bónus en það verður að versla við heildsalann því Bónus leyfir ekki magnkaup.

  Fólk almennt áttar sig ekki á þessu. Þess vegna er ekki séns fyrir fólk með litlar sjoppur að bjóða upp á sama verð og Bónus.

  Þessi fyrirtæki verða líka að borga færslugjöld og því finnst mér alveg sjálfsagt að það hafi lágmarksupphæð.

  SvaraEyða
 5. Mestu okrararnir eru fyrirtæki eins og 10-11 og N1 sem fá svipaðan díl og Bónus en selja gosið á 400 kr. Þessi fyrirtæki eru búin að drepa bæði kaupmanninn á horninu, sjoppueigandann og hverfisverslun almennt (10-11 var með skikkanlegt verð fyrir 5-6 árum) en það hefði aldrei tekist nema af því að við verslum þar.

  SvaraEyða
 6. Finnst þetta alveg brjálæðislega heimskuleg kvörtun, eins og aðrir eru búnir að benda á er frekar eðlilegt að lítil verslun sé að selja þetta dýrara en t.d. bónus. Finnst að fólk ætti nú að hugsa aðeins áður en það fer að skrifa svona inn á síður eins og þessa.

  SvaraEyða
 7. Nafnlaus #5 það er alveg jafn vitlaust að bera saman Bónus og litla Sjoppu eins og 10-11 og litla sjoppu þó svo Bónus og 10-11(enn sem komið er held að það eigi að skipta þessu upp og selja 10-11 sér) sé innan sömu samsteypunnar. Bónus er opið 12-18:30 flesta dag og er yfirleitt ekki inn í miðju hverfi og er með fáa á kassa og langar biðraðir en 10-11 er opið allan sólarhringinn inn í miðjum hverfum og bara með allt öðruvísi concept.

  SvaraEyða
 8. Það er greinilegt að sum ykkar kunnið ekki mannasiði. Það er alveg hægt að vera ósammála en samt kurteis, krefst bara aðeins meiri hæfni

  SvaraEyða
 9. Nafnlaus #7, það eina sem ég er sammála þér um er að 10-11 er annað "concept". Eigendurnir breyttu 20-30 hverfiskjörbúðum í "convenience store" sjoppur í anda Seven Eleven vegna þess að þeir töldu sig geta grætt meiri pening á því. Það eina sem þetta hefur gert er að fækka valkostum fólks niður í það að láta okra á sér eða keyra út úr hverfinu eftir mannsæmandi verði, með tilheyrandi bensíneyðslu. Vil líka benda þér á að Hagkaup og Nóatún eru opnar allan sólarhringinn en geta samt selt 2 lítra kók á innan við 300 kr. Ég versla sjálfur aldrei ótilneyddur í 10-11 og vona að sem flestir sjái í gegnum "conceptið".

  SvaraEyða
 10. Það er greinilegt að þegar sumir einstaklingar komast í nafnleysi á netinu, þá rís upp á viðkomandi typpið, og viðkomandi byrjar að ausa úr skálum "visku" sinnar með tilheyrandi skítkasti og heimsku.

  SvaraEyða
 11. Ekki dissa Pólís í Skipholtinu. Eðalbúlla!!

  SvaraEyða