föstudagur, 25. mars 2011

Ódýrara á icelandicmusic.com en tonlist.is

Ég hef nú aldrei skrifað hingað áður en fljótt á litið er þetta svo óeðlilegt að ég varð að senda þetta inn.
Þannig er að ég bý erlendis og get keypt ótakmarkaðan aðgang að tónlist hér fyrir tæpar 900 ISK. á mánuði, þar er einnig innifalið eitthvað af íslenskri tónlist.
Nú í tilefni þess að þeir hjá Stef vilja leggja einskonar "Stefgjöld" á internettengingar Íslendinga kíkti ég til gamans á tonlist.is til að skoða verðin þar og síðan "systur" síðu þeirra icelandicmusic.com, sem virðist vera þýdd útgáfa af íslensku síðunni.
Fljótt á litið er síðan nákvæmlega eins en svo rak ég augun í að upphæðin sem vafrarar staddir erlendis borga fyrir tónlist er 20-30% lægri en er uppgefið verð fyrir Íslendinga.
Sem dæmi kostar vinsælasta lagið á tonlist.is Ísabella með Bubba Morthens 149 ISK en $0.99 á icelandicmusic (115 ISK), vinsælasta platan Kimbabve með Retro Stefson kostar 1599 ISK á tonlist.is en $9.99 a icelandicmusic (1150 ISK).
Það væri fróðlegt að vita hvort það sé einhver eðlileg skýring á þessum verðmun.
Að lokum sé ég að eins mánaðar aðgangur að ótakmarkaðri íslenskri tónlist á icelandicmusic kostar $14.90 (1711 ISK). Á tonlist.is kostar sami aðgangur kr. 1995.
kv.
Nafnlaus

7 ummæli:

  1. Þetta er magnað fyrirbæri, ég bjó erlendis hafði stofnað aðgang á tonlist.is þegar ég bjó á Íslandi. Þegar ég ætlaði að nálgast hann erlendis var mér beint á icelandmusic. Ég hafði keypt töluvert af tónlist á gamla aðgangnum þannig að ég þurfti að senda þeim póst og þeir fluttu það á nýja aðganginn.
    Þegar ég kom svo aftur heim, get ég hvorugan aðganginn notað. Dettur ekki til hugar að biðja þá að færa draslið aftur til baka og hleypa mér inn.
    ÞAð hlýtur að vera hægt að búa til vef sem skiptir ekki máli hvar þú ert staddur í heiminum. Sbr. itunes store :)

    SvaraEyða
  2. Verð að benda á þessa ljótu málvillu hér.

    Orðið "VERÐ" er ekki til í fleirtölu!!!!!!!!!!

    SvaraEyða
  3. Ég held að það sé einfalt að komast í kringum það að vera staddur á Íslandi eða erlendis. Mér dettur í hug tvær leiðir, sú fyrri er að nota VPN einsog t.d. ipredator sem er hannað af piratebay liðinu eða einfaldlega að nota proxy síður einsog hidemyass.com eða aðrar svipaðar síður sem breyta ip tölu tölvu þinnar. Fyrir Íslendinga hefur þetta náttúrulega áhrif á erlenda niðurhalið en spurningin er hvort þessi leið við að fara í kringum þetta fái Senu (fyrirtækið) til að athuga sinn gang og veita einstaklingum jafnan aðgang á sama verði óháð staðsettningu.


    Halldór

    SvaraEyða
  4. ég mæli með gogoyoko.com þar sem þú getur hlustað á alla tónlist sem vefurinn hefur upp á að bjóða án þess a'ð borga krónu. Og svo, ef þú vilt eiga tónlistina, þá kaupiru hana á spottprís.

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus #2

    Verð er víst til í fleirtölu, þó það sé yfirleitt ekki notað þannig.

    http://bin.arnastofnun.is/leit.php?q=ver%C3%B0

    Ef þú ætlar þér að verða íslensku fasisti þá mæli ég með að þú lærir íslensku fyrst.

    SvaraEyða
  6. ef fólk er að borga fyrir að fá að hlusta á ótakmarkað magn tónlistar á mánuði þá ætti Gogoyoko.com að vera betri díll, en þar geta allir hlustað á allt frítt. Gogoyoko deilir svo auglýsingatekum sínum með hljómsveitum og útgáfum til að þeir aðilar fái greitt fyrir streymið. ef maður á að bera tonlist.is og Gogoyoko.com saman þá sýnist mér valið vera einfalt. Auk þess er viðmót Gogoyoko.com á allt öðru plani.

    SvaraEyða
  7. já skil ekki fólk sem nennir að pæla í tónlist.is, algjört drasl og okur þjónusta.

    Þá er Gogoyoko svo miklu betra í alla staði, virkilega flott og vel hönnuð tónlistarsíða.

    SvaraEyða