Sýnir færslur með efnisorðinu Gleraugu. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Gleraugu. Sýna allar færslur

föstudagur, 10. júní 2011

Erlendar ódýrari síður

Sá þarna umræðu varðandi ódýr gleraugu og fl.
Mæli með einni í viðbót (fyrir merkjagleraugu aðallega), www.framesdirect.com, ég hef pantað tvisvar frá þeim og þeir hafa verið mjög faglegir og snöggir að afgreiða.
Ég pantaði gleraugu frá ítalska framleiðandanum Armani, þau komu heim á 20 þús. kr (það er varla að maður fái ódýrustu gleraugun með styrkleika á þeim prís hér á landi).
En í það minnsta er linsuverð þokkalegt hér á landi, yfirleitt munar innan við helming á útsöluverði og innflutningsverði (svo sem 500 kr. pakki frá USA kostar um 1000 kr. hér).
Einnig vil ég benda á vefsíðu sem er með allann fjandann (aðallega rafmagnsdót), en það er www.sunsky-online.com. Hef prófað að panta þaðan og það var allt í góðu lagi.
kv. Hlynur Stefánsson

mánudagur, 28. mars 2011

Ódýr gleraugu á netinu

Eins og flestir vita, þá eru gleraugu á Íslandi mjög dýr. Þar sem ég þarf gleraugu, þá fór ég í 2 gleraugnaverslanir í RVK, og það ódýrasta sem ég fann, glært gler, og ljót umgjörð - og verðið = 25.000.
Þá að sjálfsögðu stökk ég á netið googlaði - prescription eyeglasses, og upp kom mikið úrval af ódýrum gleraungabúðum.
Þar lagði ég inn pöntun, valdi umgjörð, setti inn upplýsingar af recepti mínu - og bað um gleraugu sem dekkjast í sólgleraugu, þegar sól er.
Er búin að fá gleraugun, og allt stóðst.
Eini aukakostnaður var virðisauki (um 3500 krónur).
Þannig að heildarkostnaður var um 15.000 krónur með virðisauka og flutningi.
Hér er tengill á þau gleraugu sem ég keypti,og þau dekkjast í svart.

http://www.goggles4u.com/detail.asp?Pid=47478

Einnig eru ódýrar verslanir í Evrópu. Googla bara, prescription eyeglasses - eða prescription sunglasses.

Þetta er einnig mun ódýrara en í fríhöfninni.

Varðandi recept, þá er mikilvægt að augnlæknir setji einnig inn PD gildi á receptið - það er fjarlægð milli augasteina. Þetta er yfirleitt autt - og gleraugnabúðir mæla þetta - en læknirinn á að setja þetta inn.

Dóri

þriðjudagur, 28. desember 2010

Kreppugler= Zenni Optical með álagningu

Mér fannst Kreppugler mjög sniðugt þegar það kom fyrst, en svo eftir að hafa lent í miklu veseni með að fá gleraugu bætt sem voru gölluð þaðan (endaði með að ég gafst bara upp, fékk ekkert nema dónaskap og leiðindi) fór ég að skoða þetta aðeins, og sá hér á okursíðunni um grun aðila nokkurs að það væri verið að scrape-a (http://okursidan.blogspot.com/2010/10/kreppugler-ea-bara-ny-afer-vi-hafa.html) þar sem þeir slá inn pöntun á síðu eins og zennioptical.com og afgreiða það svo sem sína eigin pöntun, en tala svo um á sínum síðum að þetta sé beint frá byrgja, það er kannski hægt að túlka það sem tæknilega rétt en mér finnst það samt óheiðarlegt.
Ég fór að skoða gleraugnaboxið sem ég fékk gleraugun mín send í og viti menn, það stendur Zenni Optical á því. Ég er ekki lengur í nokkrum vafa á að þetta sé scraping og bara vel smurt á, t.d. eru gleraugu sem ég pantaði frá zennioptical.com á 10.040 kr komin til landsins með sköttum og öllu saman, en nákvæmlega sömu gleraugu með sömu aukahlutum, glerjum og öllu kosta tæp 20 þús á kreppugler. Ég vil hvetja fólk til að versla frekar við Zenni Optical beint og fá bæði lægra verð og sleppa við svona óheiðarlega viðskiptahætti, það er víst búið að hrekkja hinn almenna borgara nóg.

Gleraugnanotandi

föstudagur, 15. október 2010

Kreppugler eða bara ný aðferð við að hafa pening af fólki fyrir litla eða enga vinnu?

Ég var að athuga með að fá mér gleraugu og var bent á kreppugler.is en þar sem
að ég er skeptískur á allt sem að ég versla hérna heima að þá prufaði ég að taka
lýsinguna á gleraugunum og setja inn í google og viti menn þar er bara síða sem að er nánast alveg eins og kreppugler.is en heitir zennioptical.com með mun betri verð en Kreppugler.
Það sem að þeir eru að gera er að scrape'a (http://en.wikipedia.org/wiki/Web_scraping) þar sem að þú slærð inn pöntun inná síðuna hjá þeim sem að þeir senda síðan áfram á zennioptical.com sem sína eigin pöntun.
Ok maður er að fá mun betra verð þarna (kreppugler.is) en útí búð, samt alveg
búinn að fá mig full saddan af þessu eylífa kroppi í budduna mína af íslendingum.
Enda ætla ég mér bara að versla beint af zennioptical.com og spara mér slatta
þannig.
Hægt er að koma með rök eins og 2 ára ábyrgð sem að á svo sem rétt á sér en það
sem að ég er að spara mér er það mikið að ég get keypt mér 2 gleraugu í staðinn.
Vona að þetta sé ekki rétt hjá mér þar sem að ég vona að menn séu ekki að stunda
svona viðskipti.

http://www.kreppugler.is/

http://www.zennioptical.com/

Einn að missa trúnna á Íslendingum.

fimmtudagur, 1. október 2009

Gleraugnakaup - ekki er allt sem sýnist!

Nú fer í hönd sá tími þegar margir foreldrar þurfa að kaupa gleraugu handa börnum sínum, eftir sjónpróf í skólum. Ég keypti gleraugu í fyrra og lærði lexíu sem mig langar að deila með öðrum.

Ríkið tekur þátt í kostnaði við glerin (sjá hér: http://midstod.is/Born/Gleraugnaendurgreidslur), allt að 7.000 áttum við rétt á í fyrra. Við fórum milli búða og skoðuðum úrvalið og sýndum reseptið til að fá hugmynd um kostnað. Umgjarðirnar kostuðu flestar svona 13-15 þúsund og alls staðar var mér sagt að glerin kostuðu sáralítið, sums staðar ekkert, verslunin veitti afslátt fyrir því sem væri umfram endurgreiðslu. Dýrasta umgjörðin kostaði um 18.000 en þar var mér sagt að glerin yrðu ókeypis (þ.e. endurgreiðslan dygði) og að auki væri 10% námsmannaafsláttur. Þar hefðu gleraugun því kostað 16.200. Í síðustu búðinni voru umgjarðirnar langódýrastar og dóttir mína fann eina sem henni leist vel á og kostaði bara 11.000. Eftir að hafa fengið sama svarið á mörgum stöðum, að glerin kostuðu lítið eða ekkert, láðist mér að spyrja. En viti menn, þar þurfti ég að borga 7.000 fyrir glerin. Mér fannst of seint að fara að hringla í barninu með þetta og útkoman var sú að gleraugun kostuðu 18.000 – meira en verið hefði í þeirri búð sem í fljótu bragði leit út fyrir að vera dýrust.
Sem sagt: Það borgar sig að byrja á því að sýna reseptið og spyrja hvað glerin kosti.
Með kveðju,
Margrét Guðmundsdóttir