þriðjudagur, 28. desember 2010

Kreppugler= Zenni Optical með álagningu

Mér fannst Kreppugler mjög sniðugt þegar það kom fyrst, en svo eftir að hafa lent í miklu veseni með að fá gleraugu bætt sem voru gölluð þaðan (endaði með að ég gafst bara upp, fékk ekkert nema dónaskap og leiðindi) fór ég að skoða þetta aðeins, og sá hér á okursíðunni um grun aðila nokkurs að það væri verið að scrape-a (http://okursidan.blogspot.com/2010/10/kreppugler-ea-bara-ny-afer-vi-hafa.html) þar sem þeir slá inn pöntun á síðu eins og zennioptical.com og afgreiða það svo sem sína eigin pöntun, en tala svo um á sínum síðum að þetta sé beint frá byrgja, það er kannski hægt að túlka það sem tæknilega rétt en mér finnst það samt óheiðarlegt.
Ég fór að skoða gleraugnaboxið sem ég fékk gleraugun mín send í og viti menn, það stendur Zenni Optical á því. Ég er ekki lengur í nokkrum vafa á að þetta sé scraping og bara vel smurt á, t.d. eru gleraugu sem ég pantaði frá zennioptical.com á 10.040 kr komin til landsins með sköttum og öllu saman, en nákvæmlega sömu gleraugu með sömu aukahlutum, glerjum og öllu kosta tæp 20 þús á kreppugler. Ég vil hvetja fólk til að versla frekar við Zenni Optical beint og fá bæði lægra verð og sleppa við svona óheiðarlega viðskiptahætti, það er víst búið að hrekkja hinn almenna borgara nóg.

Gleraugnanotandi

8 ummæli:

 1. En ég t.d. versla aldrei við erlendar síður á netinu, finnst það bara sérstaklega óöruggt. Nota heldur aldrei kreditkort svo það að geta lagt beint inn á reikning hjá kreppugler hentar mér afar vel. Skil ekki vandamálið?

  SvaraEyða
 2. Vandamálið er það að kreppugler er með 100% álagningu á gleraugum sem þeir panta sjálfir frá Zenni Optical og eru svo að taka íslendinga í þurrt rassgatið með því að selja þeim gleraugun á alltof háu verði.

  Á meðan fólk getur pantað gleraugun sjálft frá Zenni Optical og sleppt því að láta kreppugler féfletta sig.

  Ef þér finnst í lagi að láta kreppugler okra á þér þá gjörðusvo vel ;)

  Vonandi skilurðu vandamálið núna :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Og hvað heldurðu að íslenskar gleraugnaverlanir séu með mikla álagningu?

   Eyða
 3. ég þekki engan sem vill ekki fá greitt fyrir vinnu sína, fólk velur sér mismunandi starfsvettfang í lífinu , en allir fá greitt fyrir störf sín ef þeir ætla að bjóða sér og sinni fjölskildu uppá einhverskona lífsgæði svokölluð. og allveg eins og í öllu öðru þá virkar þetta þannig hjá sölumönnum og kaupmönnum, þeir gera eitthvað og selaj það svo með mismikilli álagningu, þegar kemur að því að reikna út álagningu taka held ég flestir saman hvað selja þeir mörg item eða þjónustur, hver er kostnaðurinn við reksturinn launakostnaður osf. t,d vita hels ég allir að 12 tommu deig,dass af pizza sósu,ostur paprika og sveppir kosta ekki inn á gólf til pizza staðarins 1500 kr, nei af því að pizza staðurinn er að bjóða uppá þjónustu og þarf að taka tillit til alls, þó það fari bara lítill hluti af paprikkunni á pizzuna þarf samt að reikna út hvað pokinn eða kassinn af papriku kostar og finna út viðunandi verð á papriku á hverja pizzu því að fyrirtækið getur ekki greitt með paprikunni á allar pizzur. sama með bifvéla virkja,rafvirkja og já bara nefndu það Allir fá greitt fyrir eitthvað.

  þessvegna er þessi okur umræða stundum allveg útá túni, en eins og einn sagði hérna um daginn kannski er það bara best og það sem íslendingar vilja að hafa bara alla verslun á netinu útí heimi þá er pottþétt enginn svínslegur íslendingur að svína á þér....

  en almennt gengur þetta fyrir sig í rekstri svona, ég fæ hugmynd að selja gleraugu af því ég veit að optik í kringlunni kostar svo og svo mikið þá hugsa ég hmm ég get kannski gert eitthvað betur, svo fer ég og tala við innlendu birgjana um að fá að kaupa af þeim gleraugu en kemst aðf því að verðin sem ég fæ frá þeim fyrir mig að selja þau út án þess að koma út
  í mínus þá get ég bara ekkert boðið þau á mikið lægra verði... hmm ok þá fer ég að skoða kína þar sem allt er basically framleitt, mismikil gæði og mér tekst að koma mér í samband við einvherja aðila í Verksmiðjum það ætti nú að vera lang ódýrast ekki rétt, nema svo kemst ég að því að til að þessi verksmiðja vilji selja mér vörur þá þarf ég að panta gleraugu í ekki minni kössum en 2500-20000 þúsund stk, og það í bara hverri gerð..... hmm ég hugsa já ég bý á íslandi það er ekki fræðiliegur möguleiki að þetta gangui upp..... Ok þá fer ég(taka það fram að ég er bara taka dæmi veit ekkert hvernig að þessu er staðið almennt í þessum gleraugna bransa) en já ég held áfram að pæla og rekst á þessa sniðugu síðu zenni optical sem er að selja á bara rosa ódýrum verðum miðað við allt, ok ég set mig í samband við þá og segist hafa ´shuga sð kaupa af þeim og hvort þeir geti gefið mér einhvern afslátt hef hann kaupir mikið? þeir tjah ja 1000-2000 gleraugu já þá væri hægt að gefa kannski 10-15 % ? nema hvað kreppugler getur ekki keypt svona mikið magn í einu þar sem þetta er að ég held bara sniðugir menn með ekkert mikla peninga bakvið sig(veit ekkert með þjónustuna hjá þeim) svo þeir fá engan afslátt eða kannski 5% veit ekki, svo búa þeir til heimasíðuna sína og auglísa þetta er örugglega kostnaður uppá allavega milljón, heimasíðan þær reyndar kosta mismikið en auglísingar eins og ég hef séð frá þeim þær kosta allveg slatta, svo er tíminn sem hefur farið í þetta einhver. svo kemur fyrsta pöntun og já hún kostar inná gólf til þeirra með öllu bara eins og þú sem pantaðir þetta sjálfur af því að þeir fá ekkert betri verð en þú kr 10.050
  svo þar sem þeir eru með kennitölu þá borga þeir vsk af þessu plús að þeir borga 25% söluskatt ef ég man rétt, þarna eru þeir komnir í smá business og þessi álagning að selja gleraugun út á kr 20.500 er mun mun lægri á hvert item heldur en venjulegir optiker leggja á sýnar vörur hér á íslandi og líka í noregi og danmörk ég veit það því vinur minn er optik og var einu sinni að segja mér frá hvað þeir leggðu á umgjarðir og gler.

  SvaraEyða
 4. En þetta er álagning,rekstur ALLRA fyrirtækja snýst um það hvað gerirðu og hvað færðu í staðinn, hvað selja þeir mörg gleraugu?
  10? velta uppá kr 205.000, af þessari VELTU er innkaups kostnaður um 100.000 kr og svo borga þeir um 25% skatt af sölu hagnaði þá situr eftir 75.000 kr.
  vá frábær bisness..... annars veit ég ekki hvað þeir selja mörg gleraugu en ég er nokkuð viss um að almennar gleraugna verslanir eru ekkert að selja 30-50 gleraugu á dag á akureyri eða í reykjavík en það er rekstur og þjónusta í kringum þetta sem gerir það að verkum að álagning í þeim verslunum þarf að vera hærri á per item heldur en ef þeir seldu fleiri gleraugu...

  en aftur að mér og þessum gaur sem er búinn að selja 10 gleraugu á 1 viku, ef hann hefur eitt tíma í þetta að plássi eða skrifstofu þá er rekstrarkostnaður frekar hár, ef hann er með þetta bara heima hjá sér þá lækkar hann en er hann í annari vinnu nei ég veit ekki....
  þetta er bara svo margþætt, það er ekkert alltaf allt svart og hvítt!

  ef hugsanahátturinn er Alltaf þessi að alltaf sé verið að okra á manni og allt sé svo betra útí heimi vá þá erum við svo royally fucked þessi þjóð, vitiði hvað margir hafa lífsviðurværi sitt og atvinnu af verslunar og þjónustu störfum? það er andskoti há % af fólki hérlendis, og almennt eiga Hagkerfi að virka þannig að þú vinnur vinnu færð borgað og eiðir peningum annars staðar í þjóðfélaginu osf osf svona svokölluð hringrás, hvað ef allir sem fá einhverja peninga og vilja eiða honum henda honum alltaf út eitthvert annað útí heim? til bna eða bretlands eða hvert sem er, þessi peningur skilar sér hvergi annarstaðar í okkar landi hann er bara farinn út.....

  globallisation eða heimsvæðing fór með iðnað úr stórum löndum útí heim þar sem ódýrasta vinnuaflið er, sagan um hvernig Wal Mart virkar er svakalleg. hvet alla til að kynna sér hvernig hlutirnir eru að fúnkera þar og í fleiri stórum fyrirtækjum útí heimi ogef þér fynnst það allt í lagi þá bara já eins og ég sagði verðum við alltaf meira og meira fucked sem þjóð.!
  Kv Óli

  SvaraEyða
 5. Finnst að hann ætti amk að segja hvaðan hann fær þetta fyrst þetta er svona scraping dæmi...

  SvaraEyða
 6. Úff ekki myndi ég styðja svona þrátt fyrir þessa réttlætingarlangloku hér að ofan. Fer þangað sem ég fæ mest fyrir peninginn nema þjónustan í kringum hlutinn skipti mjög miklu máli.

  SvaraEyða
 7. Þeir eru líka ekkert smá ömurlegir hjá Kreppugleri ef gleraugun eru gölluð, þeir neita meira að segja að líta á þau og bara röfla og röfla og svo hætta þeir bara að svara manni alveg, þannig að þessi "ábyrgð" þeirra er bara rugl. Þannig að ekki bara er þetta mikið dýrara, þetta er líka hræðileg þjónusta.

  SvaraEyða