Margir aðilar bjóða upp á þjónustu fyrir fólk sem vill sendir jólakort með mynd af sér og sínum nánustu. Algengasta leiðin er að fólk halar niður forriti sem það vinnur kortin í (stillir mynd eða myndir inn á, velur bakgrunn og kveðju), sendir útkomuna til prentfyrirtækisins og sækir svo kortin tilbúin skömmu síðar eða fær sent heim (sendingarkostnaður bætist þá við). Skoðum möguleikana og gefum okkur að framleiða eigi 30 kort. Öll verðin miðast við 30 kort og umslög eru innifalin í öllum verðum.
Oddi (www.oddi.is) framleiðir þrjár stærðir korta. Verðin: A5 (14.8 x 21 cm) – 5.370 kr, A6 (10.5 x 14.8 cm) - 4.770 kr og ferhyrnd 14 x 14 cm – 5.070 kr. Þetta eru allt opin kort með broti.
Hjá Póstinum (www.postur.is) er boðið upp á ílöng einföld kort í stærðinni 21 x 10 cm. Þrjátíu kort kosta 5.100 kr. Hjá Póstinum má líka panta frímerki með eigin mynd og er lágmarkspöntun ein örk, 24 stk. Verð á einni örk fyrir innanlands sendingu að 50 gr er 3.995 kr (166.50 kr/stk), en þess má geta að póstburðargjald fyrir innanlandsbréf að 50 gr er 75 kr.
Hjá Prentlausnum (www.prentlausnir.is) fást gerð kort í stærðinni A5 (5.070 kr) og A6 (4.170 kr). Hægt er að velja um opin brotin kort eða einföld kort, en verðið er það sama.
Samskipti (www.samskipti.is) bjóða upp á fjórar stærðir af jólakortum, með broti og án. Verð: A6 – 4.700 kr, A5 – 5.000 kr, 14 x 14 – 4.500 kr og 21 x 10 – 4.500 kr.
Pixel prentþjónustan (www.pixel.is) prentar þrjár stærðir. Verð: A6 – 6.300 kr, A5 – 6.900 kr og 15 x 15 – 6.900 kr. Öll kortin eru með broti. Fyrirtækið býður upp á 25% afslátt af öllum verðum til 10. desember.
Pixlar (www.pixlar.is) er með tvær stærðir, 10 x 21 og 15 x 15 – sama verð á báðum stærðum: 4.650 kr sé um einfalt kort að ræða, en 4.950 kr fyrir opin kort með broti.
Netfyrirtækið Jóla (www.jola.is) framleiðir kort af stærðinni 15 x 10 cm með broti. Þrjátíu stykki kosta 3.840 kr með umslögum sem þarf að panta sérstaklega.
Á kortavef Hans Petersen (www.kort.is) er hægt að velja um tvær stærðir, ílöng og ferköntuð einföld kort (21 x 10 og 15 x 15). Sama verð á báðum stærðum – 4.800 kr.
Myndval í Mjódd (www.myndval.is) er með þrjár stærðir. Þrjátíu stykki af stærðunum 15 x 15 og 10 x 21 kosta 4.560 kr., en 30 stykki af 10 x 15 kostar 4.050 kr.
Ljósmyndavörur (framkollun.ljosmyndavorur.is) bjóða upp á fjórar stærðir. Verð: 10 x 15: 3.900 kr, 10 x 20: 4.350 kr, 15 x 15: 4.350 kr og 15 x 20: 4.800 kr.
Eins og sjá má er nokkur verðsamkeppni á persónulega jólakortamarkaðinum. Verðin hér að ofan endurspegla þó á engan hátt gæði prentunar eða korta. Til að ná verðinu niður má svo fara þá leið að framkalla jólalegustu myndina (stafræn framköllun á þrjátíu myndum er á 1.110 kr. í stærðinni 10x15 bæði hjá Hans Petersen og Pixlar.) Þá mynd má líma í jólakort eða á karton (algent verð er 30 kr fyrir 180 gr A4 karton sem dugar í tvö A6 opin kort) og skreyta og föndra við með fjölskyldunni. Ekkert kort verður því nákvæmlega eins. Persónulegasta útfærslan getur því jafnframt verið sú ódýrasta.
Dr. Gunni
(Birtist í Fréttatímanum 2. des 2010)
Sá greinina eftir þig "Hvað kosta persónulegu jólakortin?" í Fréttatímanum sem kom út núna fyrir helgi og langar til að benda þér á að Framköllunarþjónustan í Borgarnesi hefur að bjóða lærri verð en allir þessir staðir sem þú nefndir í greininni hjá þér. Til dæmis kosta 30 kort þar í 15x15 4290kr og 30 kort í 10x21 3990kr sem er töluvert lærra en á hinum stöðunum. Með sendingarkostnaði værum við samt enþá ódýrari heldur en hinir staðirnir.
SvaraEyðaEndilega kíktu á heimasíðuna www.framkollunarthjonustan.is þar sem þú getur séð öll verð.
Kær kveðja,
Sara Dögg Svansdóttir
Það eru mörg fyrirtæki úti á landi sem bjóða sömu þjónustu og oft mikið persónulegri en samt á svipuðu eða betra verði. Bendi á www.mynd.is
SvaraEyðaMikið af flottum kortum hjá þeim og snögg þjónusta.
gardbuinn.is er með jólkort með mynd á 109kr stk með umslagi það er 19kr ódýrara en jola.is
SvaraEyðaÉg hvet þig til að skoða líka verðin hjá framköllunarþjónustum úti á landi, það skiptir engu máli hvar maður pantar jólakortin á landinu, maður fær þau bara send og ekki mikill sendingarkostnaður.
SvaraEyðaBendi þér á þetta til dæmis:
www.framkollunarthjonustan.is
www.pedro.is
www.mynd.is
Ekki gleyma landsbyggðinni!