sunnudagur, 12. desember 2010

Hvað kostar jólaklipping barnanna?

Nú þurfa krakkarnir að komast í jólaklippinguna. Ég kynnti mér verð hjá 15 hársnyrtistofum fyrir þrjú systkini, 3 ára stelpu og 7 og 12 ára stráka. Stofurnar aldursskipta kúnnahópnum mjög misjafnt, sumar gera engan greinarmun á aldri barnanna, meðan aðrar skipta í marga aldursflokka. Eins og sést eru verðin mjög mismunandi – það munar 67.6% á lægsta og hæsta verðinu – og því greinilega ekkert samráð í bransanum. Auðvitað borgar sig því að athuga verðið áður en maður kaupir þjónustuna. Athugið að gæði og þjónustustig var ekki athugað í þessari könnun, bara verð. Athugið einnig að þessi könnun er ekki tæmandi, það er auðvitað fjöldi annarra stofa til en þessar fimmtán. Hér koma niðurstöðurnar, ódýrasta stofan fyrst og svo koll af kolli.

Í hár saman
Grettisgötu 9
6.800 kr
(1 x 1.800 kr / 2 x 2.500 kr)

Salon Nes
Austurströnd 1
7.000 kr
(2 x 1.900 kr / 1 x 3.200 kr)

Díva
Hverfisgötu 125
7.800 kr
(2 x 2.500 kr / 1 x 2.800 kr)

Solid hár
Laugavegi 176
8.000 kr
(1 x 2.000 / 2 x 3.000)

Englahár
Langarima 21
8.265 kr
(2 x 2.800 / 1 x 3.100 kr - 5% systkinaafsláttur)

Hárný
Nýbýlavegi 28
8.550 kr
(1 x 2.250 kr / 2 x 3.150 kr)

Brúskur
Höfðabakka 1
8.800 kr
(1 x 2.200 kr / 1 x 2.900 kr / 1 x 3.700 kr)

Manda
Hofsvallagötu 16
9.100 kr
(1 x 2.700 kr / 2 x 3.200)

Hárgreiðslustofa Helenu, Stubbalubbar
Barðastöðum 3
10.005 kr
(2 x 3.790 kr / 1 x 4.190 kr – 15% systkinaafsláttur)

Möggurnar í Mjódd
Álfabakka 12
10.450 kr
(1 x 3.150 kr / 2 x 3.650 kr)

Hárgreiðslustofan Gríma
Álfheimar 4
10.500 kr
(1 x 2.500 / 2 x 4.000)

Rakarastofa Ágústar og Garðars
Suðurlandsbraut 10
10.630 kr
(2 x 3.270 kr / 1 x 4.090 kr)

Korner
Bæjarlind 14-16, Kóp
10.700 kr
(1 x 3.100 kr / 2 x 3.800 kr)

Rakarastofan Klapparstíg
Klapparstíg 29
10.920 kr
(2 x 3.360 kr / 1 x 4.200 kr)

Ónix
Þverholti 5
11.400 kr
(3 x 3.800 kr)

Dr. Gunni
(Birtist í Fréttatímanum 10.12.10)

6 ummæli:

  1. Á Hárgreiðslustofunni Mýrúnu Kleppsvegi 150 kostar barnaklipping (12 ára og yngri) 2.200.- pr. koll.

    SvaraEyða
  2. Þú borgar að mig minnir(keypti klippingu og lit þannig að ég man þetta ekki 100% en samt samtals ódýrara en ég hef verið að borga fyrir þetta á 3-4 stöðum síðustu 6-7 árin) 2500kr fyrir herraklippingu hjá Stúdó Hallgerður sem er bæði við hliðina á Snælandsvídeó beint á móti Snælandsskóla í Kópavogi og í Nótatúni hjá Nóatúnsversluninni. Þannig að barnaklipping ætti þá að vera enn ódýrari. Hef ekki séð þetta ódýrar annarsstaðar og hef ég þó tékkað á verðinu á allavegana 10 stöðum.

    SvaraEyða
  3. Kaupa klippur og klippa sjálf(ur). 10-20 þús í startkostnað. 0 kr eftir það.

    SvaraEyða
  4. mæli með Stúdó Hallgerðar í furugrund.Lang ódýrasta stofan sem fyrir finnst á íslandi

    SvaraEyða
  5. Mæli með stofunni hár stíll, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Borgaði þar 2000 kr f.eina 4 ára og eina 9 mánaða.

    SvaraEyða
  6. Ég hef aldrei skilið afhverju það er svona dýrt að fara í klippingu á Íslandi.
    Jólaklippingin er mun ódýrara þar sem ég bý. Herraklipping 7.20pund börn/unglingar 5.20-6.20pund.

    SvaraEyða