Ég var að koma úr Kringlunni þar sem ég skilaði einni gjöf sem hún móðir mín gaf mér, en það voru Viking lágir gönguskór, inn í búðini stóð 18.990kr sem verð á skónum...
Ég ákvað að skila þeim og fékk því innleggsnótu, og á henni kemur fram að inneign mín sé 15.192 kr var nú ekkert að taka neitt rosa eftir þessu fyrr en ég tók miðan upp er heim var komið...
þá er þetta sett upp að varan kosti 18.990 kr og svo kemur eithvða sem mér sýnist ekki vera neitt annað en þjófnaður.... og þeir kalla á sneplinum Línuafsláttur upp á 3.798 kr.
Ég á nú efitr að tékka hvað hún mamma borgaði fyrir skóna, en mér fynst það nú ansi ríflega ef að búðin sé að taka hátt í 4 þúsund krónur fyrir það eina að geyma peningana mína...
Væri gaman að vita ef að fleiri hafa lent í þessu eða fá svör frá versluninni um hvað þessi línuafsláttur til þeirra sé.... en þetta var í Útilíf í Kringlunni.
Með kveðju, Kristján R
Íslendingar láta taka sig í ósmurt. Líta aldrei á kvittanir fyrr en heim er komið. Hvurslags forheimska er þetta!!!!!!!!!!!
SvaraEyðaSkórnir eru væntanlega á tilboði (línuafsláttur er bara annað yfir útsölu/afslátt), þ.e. 20% lægra verði. Núna veit ég ekki hvort þeir hafi kannski verið á þessu verði líka fyrir jól eða hvort þeir séu bara komnir á útsölu!?!?
SvaraEyðaÞegar keyptar eru gjafir er góð regla að borga sérstaklega fyrir hverja gjöf og setja kvittunina með gjöfinni í lokuðu umslagi.
SvaraEyðaÚtilíf var með 20% afslátt á öllum gönguskóm fyrir jól. Veit það því ég keypti þar skó fyrir dóttur mína í jólagjöf.
SvaraEyða