Ég keypti mér jólakjólinn nú um síðustu helgi og langar að deila því með ykkur.
Ég byrjaði á því að fara á Laugaveginn af því þar er svo mikið af íslenskri hönnun. Eftir að hafa heimsótt nokkrar verslanir þar gat ég nú bara eiginlega ekki meira því mig var farið að svíða svo í augun undan verðmiðunum! Ég veit að maður á að reyna að styðja íslenskt en guð minn góður!! Einföld blússa á nærri fimmtíu þúsund kall! og kjólar sem kosta morð... get ekki ímyndað mér að það séu margir aðrir en útlendingar sem hafi efni á íslenskri tísku þessa dagana.
Ég ákvað því að kíkja í Kringluna og leita að einhverju sem veskið mitt þolir. Eftir að hafa heimsótt nokkrar búðir kíkti ég inn í nýja búð sem heitir Emami. og viti menn.. flottur jólakjóll á viðráðanlegu verði. Ég skoðaði einn silkikjól sem var á tilboði á 25 þúsundkall, það var hægt að breyta honum alveg endalaust. Ferlega sniðugt. Ég keypti hann samt ekki því ég fann annan sem ég féll alveg kylliflöt fyrir, rosalega flottur jólakjóll í svörtu silki og ég borgaði 26.900 kr fyrir hann (hann var ekki á tilboði). Það var líka hægt að breyta honum þannig að ég get verið í hinum á aðfangadag, breytt honum svo bara fyrir áramótin og notað hann svo enn og aftur í fermingunum án þess að nokkur fatti neitt! Þetta er sko jóladíll ársins.. að kaupa kjól sem hægt er að nota aftur og aftur.
En það sem kom mér mest á óvart að þegar ég var á kassanum þá sagði stelpan mér að Emami væri íslensk hönnun!! Hvernig geta þeir verið með eðlileg verð í búðinni sinni á meðan búðirnar sem ég heimsótti á Laugaveginum eru gjörsamlega í ruglinu með sín verð?!
Niðurstaðan: ódýrasti jólakjóllinn er sennilega í Emami búðinni í Kringlunni. Allavegana ef þú vilt kaupa íslenska hönnun.
Kveðja,
Guðrún
Mér finnst nú bara ekkert eðlilegt við það að borga 26.000 kall fyrir kjól:)
SvaraEyðaÉg hef nú ekki efni á svona dýrum jólakjól. Er það virkilega svo að þetta teljist ódýrt?!
SvaraEyðaHef líka farið í margar verslanir og eftir það finnst mér 26.000 fyrir kjól bara fínt verð.
SvaraEyðaEr algengt eins og ýjað er að hérna að konur séu að kaupa sér kjóla á tugi þúsundir til þess að nota þá einu sinni og þakka svo fyrir að hægt sé að breyta þeim og nota þá aftur án þess að nokkur fatti. Bíddu af hverju ertu ekki bara í kjólnum eins á aðfangadag og um áramótin ?
SvaraEyðaÉg skil ekki svona rugl.
Hallærisleg auglýsing.......
SvaraEyðahahah
SvaraEyðaþetta er ekki einu sinni lúmskt
Vinnustaðurinn minn var með árshátíð um daginn og við fórum nokkrar og keyptum okkur kjóla í ZikZak í Kringlunni. Mjög fallegir kjólar og mikið úrval í búðinni og flestir kjólarnir á verðbilinu 8900-12900.
SvaraEyðaSem betur fer er ennþá til fólk hér á landi sem getur leyft sér eitthvað í lífinu, eins og t.d. að kaupa ekki það allra ódýrasta.
SvaraEyðaEn það virðist vera dauðasynd í augum sumra á Íslandi í dag.
Skil alveg að ZIKZAK kennitöluþjófarnir geti selt ódýrt. Skil hins vegar ekki þá sem hafa lyst á að versla þar.
100% sammála þessu með Zik-Zak - við vorum einmitt nokkur að ræða um það þjófabæli rétt áðan. En annars er vel hægt að fá fína jólakjóla á 10-15.000, ef fólk er ekki bara að fara í snobbúðir (sem flestar sem selja íslenska hönnun virðast því miður flokkast undir þessa dagana).
SvaraEyða26.000 kall fyrir kjól í silki er nú mjög ódýrt.
SvaraEyðaæji hvað þetta er allt saman leiðinlegt, ég skal reyndar allveg játa að konur og kjólakaup ásamt mörgu öðru við æðra kynið mun ég seint skilja. En þetta fynnst mér almennt tæplega eiga heima á okursíðu Þannig séð. ..
SvaraEyðageri ráð fyrir því með kjóla eins og önnur merki að þú ert að borga fyrir vissan standard í vöru efni ofl auk þess að borgar maður fyrir merkið eins og í öðru, það skiptir einhverju máli hvort þú ert að versla Gucci eða Gússí.. original hönnun og vöru eða ódýra eftirlíkingu og fólk verður bara að velja sjálft hefði ég haldið. en kvart yfir íslenskri hönnun fynnst mér nú bara já vera kvart, það hlýtur að skipta máli hvort stelpan sem er hönnuðurinn saumaði þetta sjálf eða hvort þetta sé factory made, já eða hvort hún er með íslenska eða kínverska saumastofu í vinnu við að sníða og sauma vörurnar??
svo mætti allveg pæla stundum í því bara svona almennt hvað,hvar og við hvern ertu að versla, sérðu bara alltaf ekkert lengra en nefið á þér eða hefurðu burðina til að líta á heildarmyndina...
sérvöru verslun almennt sem gerir útá að bjóða vissa þjónustu á takmörkaðri þjónustu allt árið í kring og selur þar af leiðandi ekki eins mörg item og stórmarkaðir eða matvöru verslanir til dæmis þurfa einfaldlega að hafa hærri álagningu per vöru, en þegar t,d matvöru markaðir fór aðselja bækur á lægri álagningu heldur en sérhæfðar bókaverslanir þá fóru allar bókaðir á hausinn, svipað í mörgu öðru það er ALLTAF hægt að finna lægra verð á einhverroi vöru einhverstaðar í heiminum eða annarstaðar á landinu en það mætti allveg einhverjir spyrja sig hjá hverjum er ég að versla og afhverju getur þessi aðili boðið lægra verð heldur en hinn... er þetta stórfyrirtæki eða útrásarvíkingur eða er þetta lítið fjölskildur fyrirtæki sem verslar ekki vörurnar inn á sömu kjörum? er einhvers virði að borga 5-10% hærra verð hjá minni aðilanum eða eigum við bara að halda áfram samþjöppuninni smám saman á öllum mörkuðum...?
mér er alveg sama hvað eitthver tuðra útí bæ eyðir í jólakjólin ...
SvaraEyðamér finnst aftur á móti glatað að koma með svona "faldar" auglýsingar hérna inn
Þetta er bara allt í lagi, hún var að elta íslenska hönnun og fann þarna ódýrasta kjólinn(sem hægt er að breyta)t.d. andrea í HF gæti verið með betra verð
SvaraEyðaÞað er reyndar hægt að kaupa svona kjóla út um allt ef að þú vilt ekki íslenska framleiðslu ;)
t.d. þá er hægt að fá einn úr bómullarblöndu í Minerva á Laugaveginum
Gaman að lesa comment um kjólakaup.
SvaraEyðaEn ég horfði á þátt um daginn,þar var fjallað
um farandverkafólk í Kína.Þetta voru hjón sem
sátu liðlangann daginn og saumuðu.Þau áttu 2 börn sem amman passaði,hjónin fóru 2var á ári heim til sín og lögðu að baki 2þúsund km. til að
halda vorhátíð og áramótahátið,þetta höfðu þau gert í 16ár.Mér varð illt að sjá þetta.
Hmm Emami er bara ekki með neina kjóla úr silki, allar vörurnar þeirra eru úr gerviefna-jersey.
SvaraEyðaMyndi aldrei eyða krónu í þetta drasl, þetta er hrikalegt okurverð á jersey-tjaldi með böndum.
skv þessu þá er Emami með kjóla úr silki
SvaraEyðahttp://www.facebook.com/photo.php?fbid=10150102550059808&set=a.10150102550019808.304880.24382234807
http://www.facebook.com/photo.php?fbid=10150102550134808&set=a.10150102550019808.304880.24382234807&pid=7328985&id=24382234807
Emami er líka með verslun á Laugaveginum, svo ég gef mér það að þú hafir mögulega ekki farið í margar verslanir þar.
SvaraEyðaÞau voru að koma með nýja silkilínu í dýrari kantinum, m.a. er hægt að fá sumar flíkur með áprentuðu silki með munstri eftir hönnuðina.
SvaraEyðaMjög einfaldir kjólar, mjög þægilegt efni, góðar útsölur tvisvar á ári. Skil ekki hvað fólk vælir undan þeim. Þetta er mjög sniðugt fyrir suma... ekki alla.
Og það er alveg rétt hjá henni hér að ofan. Þetta er handsaumað á Íslandi og þ.a.l. dýrt í framleiðslu... svo við tölum ekki um leigu á húsnæði og allt það.