sunnudagur, 12. desember 2010

Vatnsfiskur


Konan keypti fiskflök um daginn. Þetta voru ýsuflök með 10% íshúðun. Afhverju íshúðun er innifalin veit ég ekki en það ætti þá að vera hægt að fá fiskinn án íshúðunar eða íshúðunina sér, ekki satt?
En þar sem ég er stundum leiðinlega smámunasamur þá ákvað ég að vikta þetta allt sjálfur. Fiskuinn í umbúðum vó 838g en á umbúðunum var hann merktur 836g, límmiðinn gæti verið 2g með prentun, lími og fingraförum.
Ég hellti mestu af vatninu úr pokanum í skál og vó það sér, eftir að hafa tarað út þyngdina á skálinni að sjálfsögðu og þá var vatnið 202g.
Síðan vó ég fiskinn sér 634g í pokanum, með límmiðanum.
Eftir það ákvað ég að þerra fiskinn með húsbréfi og þá fór þyngdin niður í 594g úr upprunalegu 836g sem er ca: 41% ekki 10% eins og miðinn gefur til kynna. Þetta kalla ég vörusvik, það er ekkert annað heiti yfir þetta. Mér þætti gaman að sjá framan í þennan framleiðanda ef honum hefði bara verið greitt fyrir 60% af fisknum eða hann hefði fengið 60% af kvótanum.
Svona eiga menn ekki að gera.
Næst kaupi ég fiskinn en ekki frá þessum framleiðanda.
Kveðja,
Steinþór B. Grímsson

7 ummæli:

 1. Sömu sögu er að segja um Bónus kjúklingabringur. Skruppu saman um 40% á pönnunni minni. Það var reyndar 40% afsláttur en það stóð hvergi að það var vegna viðbætts vatns.

  Er hægt að kæra þetta?

  SvaraEyða
 2. Hvaða framleiðanda?hvaða verslun?

  SvaraEyða
 3. Vatn er frítt, fiskur er dýr vara. Það að selja dýra vöru og falsa þyngd hennar með frystu vatni er augljóslega fölsun og vörusvik.

  SvaraEyða
 4. Þessi vatn/fiskur var keyptur í Bónus.

  SvaraEyða
 5. Þess vegna er best að kaupa fiskinn ferskan í fiskbúðunum, þá færðu það sem þú borgar fyrir. Þó að Bónus auglýsi ódýrt kg. verð er þá fiskurinn ódýr eftir að vatnið er farið???

  SvaraEyða
 6. Það ber að athuga, að þegar kjöt og sérstaklega fiskur er fryst, þá rjúfa ískristallar frumuhimnur í holdinu. Rofin frumuhimna er læk og missir þá vökva þegar varan þiðnar.

  Einnig má geta þess að við eldun á kjöti og fisk, sérstaklega kjúkling sem er alltaf eldaður upp í 70°c, til að gæta öryggis, er rýrnun óhjákvæmileg. Við hraða hitun, sérstaklega þá sem á stað við steikingu, þá herpast saman vöðvaprótein í kjötinu, og bókstaflega vinda úr því vökva.

  Rýrnunin verður vitanlega ennþá meiri ef bæði þessi tilfelli eiga við.

  SvaraEyða
 7. Hvenær telst fiskur innihalda eðlilegt magn vatns? Ég skil þó mæta vel mál höfundar.

  SvaraEyða