þriðjudagur, 21. desember 2010

Flatskjár - Ísland vs England

Var að skoða flott sjónvarpstæki hjá Heimilistækjum - Panasonic - TXP46G20ES - Fullt verð: 369.995 - Tilboð: 299.995.
Datt í hug að athuga hvar slíkt tæki væri ódýrast í UK. Fann samskonar tæki, nýtt að sjálfsögðu, á vefsíðu Amason. Það vekur athygli að "Tilboðsverð" hér heima er 100% hærra en verð með heimsendingu innan Bretlands.

14 ummæli:

 1. Breska útgáfan hefur einnig DVB-T2 HD tuner (íslenska bara með DVB-T) og Freesat HD gervihnattamóttakara.

  SvaraEyða
 2. Að vísu ekki alveg 100% dýrara og ef flutningsokrið hingað er tekið með í reikninginn þá er munurinn sennilega um 55% Íslandi í óhag.
  Þetta er ekki allt kaupmanninum að kenna hér en rekstarumhverfið er allt annað s.s. dýr húsaleiga og dýr flutningur og miklu dýrari fjármögnun.Einhverjir tollar og hærri virðisaukaskattur hér. Íslenskar húsaleigubúðir eiga eftir að hverfa umvörpum á næstu þremur árum.Hér verður aðeins hægt að fá örfá vöruflokka í búðum þá. s.s. helstu stærðir af fötum, matarkyns vörur, íslenskar bækur og diska og sérmerktar vörur fyrir Ísland. Öll önnur sala hingað verður í póstkröfu frá netbúðum í Evrópu. Kannski verður eitthvað meira úrval í boði sumarmánuðina. Íslenskur rekstur stenst einfaldlega ekki samanburð við það sem rekstur í öðrum löndum getur borið. Þetta verður bara verstöð á vetrum og kyrrðarparadís á sumrin.

  SvaraEyða
 3. Þetta lagast þegar Ísland er komið í ESB.

  SvaraEyða
 4. uuu nafnlaus 3 Nei helvítis vitleisa heldurðu að allt verði bara ódýrt og í besta lagi við ða ganga í ESB? þetta er náttúrulega bara heimska

  SvaraEyða
 5. Nafnlaus 4

  Ég nota þín rök gegn þér og segi þín rök náttúrulega vera heimsku. Það að ganga í ESB gerir meira fyrir okkur en margan grunar. Við, neytendur, munum ekki vera mikið varir við breytingar nema þá til hins betra þar sem hart er tekið á hringamyndun og undirboðum í regluverki ESB. Með upptöku evru sem gjaldmiðils losna íslenskir neytendur við afsökunina "gengið breyttist" eða "þetta er genginu að kenna að varan hækkaði" því flest sú vara sem er í búðum hérlendis kemur frá Evrópu. Einu breyturnar í fluttningi sem eftir eru eru A)verðhækkanir hjá flutningsaðila, B) verðhækkun á eldsneyti, C) verðhækkun byrjgja og D) verðhækkun hjá söluaðila á Íslandi.

  Mér hefur lengi fundist verð á ýmissi vöru vera mjög hátt á Íslandi, en ég geri mér þó grein fyrir því að fyrirtæki hér á landi þurfa að leggja ofaná vöruna til að geta skilað nægjanlegum hagnaði til að borga stafsmönnum laum o.fl. Það sem svíður þó er óheiðarleikinn, að kenna um ytri aðstæðum ef verð hækkar í stað þess að segja "við þurfum að hækka því lánin okkar hækkuðu".

  SvaraEyða
 6. Vandinn leysist ekki fyrr en verslun leggst af í landinu því hér er allt rekstarumhverfi ónýtt.Það sama má segja um bankarekstur, tryggingafélög og símafélög. Verðið lagast ekki fyrr en '' innlend'' félög í þessum greinum loka hér.

  SvaraEyða
 7. http://www.youtube.com/watch?v=qOP2V_np2c0&feature=player_embedded
  vert að kíkja á þetta!!

  SvaraEyða
 8. Æi þetta er alltof langt video. Er ekki bara nóg að segja bara sannleikan þ.e. að þetta sé allt Davíð,Hannesi,Dóra og Kapítalismanum að kenna ?

  SvaraEyða
 9. Minni síðan á Hannes kúkandi páfagauk Davíðs í siglingu þjóðarskútunar á MS Rugludalli sem Spaugstofan gerði svo eftirminnilega 1992.

  http://www.youtube.com/watch?v=y3H80RY63rs

  SvaraEyða
 10. Það er hellings tollur og/eða vörugjald af sjónvörpum og sjónvarpsmóttökurum sem þú verður að taka með í reikninginn líka. Ef þú flytur inn tölvuskjái þá borgaru engan toll eða vörugjald. Merkilegt nokk.
  Veit um gaur á Akureyri sem flutti inn móttakara í skjái sérstaklega og setti það svo saman.

  SvaraEyða
 11. Ef við reiknum þetta út frá staðreyndum, ekki hysteríu:

  899 pund x 180 kr = 161.820 kr í bretlandi
  Tökum breska vsk'inn af, 161.820 / 1,175 = 137.719
  137.719 x 1.15 = 158.377 (15% flutningur er ca. það sem verslanir eru að borga fyrir flutning á sjónvörpum frá meginlandi evrópu)
  158.377 x 1,325 (tollar og vörugjöld) = 209.849
  Leggjum svo vsk ofan á þessa upphæð: 263.361 kr.

  Eftir standa s.s 36.000 kr sem rennur til verslunarinnar sem þarf að standa undir launum, leigu, markaðsstarfi og öllum öðrum rekstrarkostnaði. Þar til viðbótar þurfa þessar 36.000 kr að standa undir kostnaði við ábyrgðarþjónustu sem skv. nýjustu túlkunum Neytendastofu getur verið allt að 5 ár.

  Ef fólki finnst þetta okur þá skora ég á það að stofna sjálft raftækjaverslun og lækka verðið.

  SvaraEyða
 12. Nafnlaus 21:12
  Þetta er ekki réttur útreikningur hjá þér, þú getur ekki reiknað tolla og vörugjöld á útsöluverð - vsk í bretlandi.
  Þegar verslun flytur þetta tæki inn frá lager í evrópu, er ekki lagt á tollar og gjöld í viðkomandi landi áður en tækið er sent til íslands.

  þess má geta að sama tæki kostar út frá verslun í noregi 190,000 isk eg er nokkuð viss um að tollar og gjöld á TV eru ekki svo ólík í noregi og islandi, sami vsk en um tollaflokk er eg ekki viss. flutningur frá lager´sennilega í belgíu, er varla 100,000 isk hærri til íslands á einu tæki

  SvaraEyða
 13. Til "Nafnlaus 22:13"

  Það er nákvæmlega ekkert rangt við þennan útreikning. Það eru engin vörugjöld á sjónvörpum í bretlandi, eingöngu virðisaukaskattur.

  Þegar vara er keypt frá Bretlandi, Belgíu eða hvaða öðru Evrópulandi sem er þá er vsk'ur tekinn af, þar sem útflutningur er vsk laus, og síðan leggjast tolla- og vörugjöld ásamt virðisaukaskatti á verð vörunnar(+flutningskostnað) þegar hún kemur hingað til lands.

  Trúðu mér, ég hef starfað við innflutning á þessum vörum í 10 ár - svona er þetta. Verð á sjónvörpum á Íslandi í dag er mjög lágt, eiginlega of lágt. Enda stendur engin verslun undir þessu. Fyrirtækið sem ég starfa hjá er hætt í þessum bransa því það einfaldlega fæst ekkert út úr því.

  Það er hægt að fá 42" panasonic plasma sjónvörp á 150.000 í dag sem kostuðu "fyrir hrun" um 200.000.

  Almennt hefur verðlag í Evrópu á flatsjónvörpum lækkað um ca. 30-40% (eftir merkjum), en gengið hefur hækkað um 70%.

  Eðlilegt verð væri því 240þúsund, en ekki 150.000.

  SvaraEyða
 14. Það má heldur ekki gleyma að G20 línan frá Panasonic eru vinsælustu flatskjáir á Íslandi í dag og samkeppnin mikil. Ef þið skoðið verð hjá öllum söluaðilum þá eru þau öll nákvæmlega eins, 42" útgáfan á 250 og 46" á 300. Búðirnar geta hreinlega ekki lækkað verðið meira því að þetta er algjört lágmarksprís sem þær setja á þessa skjái, eingöngu til að ríghalda í viðskiptavinina.

  SvaraEyða