sunnudagur, 12. desember 2010

Óheiðarlegir viðskiptahættir í Toppskórinn Outlet

Í Fréttablaðinu í gær var heilsíðuauglýsing frá Toppskóm - Outlet sem hljóðaði upp á 50% afslátt af öllum vörum í búðinni. Ég var stödd í umræddri búð fyrir viku síðan og vissi nákvæmlega verð á Ecco inniskóm sem ég var að skoða. Um var að ræða tvennskonar pör sem kostuðu 11.995 kr. Þegar ég hugsaði mér að nýta mér þetta góða auglýsta tilboð í dag var búið að hækka alla skóna í 14.995 kr. Ég spurði stúlkuna hvernig stæði á þessu og hún tjáði mér að það gæti að það hefði ruglast eitthvað verðið og pör í kassa. Hún var s.s að gefa það til kynna að ég hlyti að hafa tekið vitlaust eftir. Hún fór fram og spurði einhverja konu og kom til baka og sagði að þetta væru rétt verð en það gæti verið að verð og pör hefðu ruglast. En þetta svar var svo loðið og tilbúið að ég var ekki tilbúin að kaupa það. Ég sagði að ég væri ekki ánægð með þessi vinnubrögð ef þetta væri rétt hjá mér og sagðist ekki ætla að láta hafa mig að fífli og gekk út og sagðist ekki versla hérMaðurinn minn var með mér og hann vissi einnig rétta verðið á skónum. Mér finnst rétt að fólk viti af þessu að þetta var svo sannarlega ekki um 50% lækkun á vörunum þar sem búið var að hækka vöruna um allt að 30% og "gefa" svo 50% afslátt. Fólk verður að vera á verði.
Kær kveðja,
Gunnhildur Grétarsdóttir

7 ummæli:

 1. Svona verslunarhættir er því miður algengir.

  SvaraEyða
 2. Þetta er spes verslun. Fór þangað um daginn en um leið og ég geng inn um hurðina er ég stoppuð af og beðin um að geyma veskið mitt út í bíl eða í afgreiðslunni. Ég hélt nú ekki, vön því að geta gengið inn í allar aðrar verslanir og fengið að njóta vafans sem mögulegur þjófur. Í þetta skiptið hafði ég heldur ekki þá fyriráætlun að troða eins og einu pari af Ecco í veskið. Afgreiðslumaðurinn benti mér á miða í glugganum, þar sem kom fram að stór veski væru bönnnuð í búðinni, ég varð hundmóðguð, snérist á fæti og gekk út.

  SvaraEyða
 3. Ég fer frekar í Kringluna og borga fullt verð fyrir skópör þar heldur en að kaupa þau á afslætti þarna!

  SvaraEyða
 4. Hvað með Hagkaup í Skeifunni þar má ekki fara með töskur inn (allavegana eftir 21:00 á kvöldin) þó það standi hvergi en svo fer maður í Hagkaup í Garðabæ og jafnvel vel eftir miðnætti og ekkert sagt við mann. Í Nóatúni í Austurveri má ekki fara með tösku inn eftir 20:00 þegar öryggisverðir eru farnir að afgreiða og það stendur skýrt. En aftur á móti stendur ekkert um þetta í Nóatúni Hamraborg og engar athugasemdir gerðar. Þetta skilur maður ekki. Og sérstaklega skil ég ekki að Elko banni þetta og hafi síðan skápa í andyrrinu þar sem þú þarft að borga fyrir að geyma töskuna. Veit ekki hvort maður fái peninginn síðan til baka en það skiptir engu því ég er ALDREI nokkurn tíman með pening á mér bara debetkort.

  SvaraEyða
 5. Ég var að googla og þetta er víst ekki fyrsta dæmið um vonda viðskiptahætti hjá þessu fyrirtæki sem rata hingað inn. Fann bæði dæmi frá Mars og Ágúst í fyrra

  SvaraEyða
 6. Góðan dag

  Kannski ekki beintengt en þó, fólk er jú að tala um verð á skóm og mig langar að nefna vefsíðu sem býður mjög góð verð á slíku. Slóðin er www.superskor.is.

  SvaraEyða
 7. Rosa leiðinlegt... en þið vitið að flestar búðir gera þetta. Vero Moda gerir þetta mikið. 17 líka. Þetta er bara svo leiðinlegt, maður nennir ekki að kíkja eftir verði alltaf vikum fyrir útsölu. En dýrari búðir gera mikið af þessu, ódýrari búðir (sem eru btw með sömu vörur og í dýru búðunum bara miklu ódýrari (munar stundum 5000 og meira) ) gera þetta mikið. Ódýrari búðirnar eru alltaf heiðarlegri og allt auðveldara í umgengni ef eitthvað kemur uppá. Hafið það líka í huga :)

  SvaraEyða