Fór í Ikea í dag til að fá skipt jólagjöf. Þar sem nú er hafin útsala (hófst strax á fyrsta opnunardag eftir jól) neitar Ikea að taka við vörunni á því verði sem hún var keypt á nema að ég geti sýnt fram á það með kassakvittun. Ekki frekar en aðrir hef ég enga kvittun við hendina og kann illa við að biðja um hana frá gefanda. Þrátt fyrir að eiga smá spjall við annars almennilegan starfsmann þá var ákvörðun Ikea ekki hnikað. Ótrúlega slakt hjá þeim að gefa ekki fáeina daga fyrir vöruskil og þá á því verði sem upphaflega er greitt er fyrir. Ég hafði því miður ekki aðra möguleika en sætta mig við þessa meðferð en ákvað að stoppa eins stutt við og mögulegt var.
Ég mun í ljósi þessarar reynslu frábiðja mér frekari gjafir frá Ikea og reyna eftir fremsta megni að forðast að eiga viðskipti við þessa verslun í framtíðinni.
kveðja,
Magnús
Þú skilaðir á afsláttarverði og samþykktir þar um leið þessi vinnubrögð. Hefði í þínum sporum kvartað við Neytendasamtökin. Ég bið líka alltaf um skiptimiða á gjafirnar sem ég kaupi og hjá t.d. Eymundsson og Hagkaup er jólagjafamiði með frest til skila eitthvað fram í fyrstu vikuna í janúar. Þar með ætti þetta að vera öruggt mál að gjöfin hafi verið keypt á verðinu fyrir jól en ekki kannski á útsöluverði á fyrsta degi útsölunar. Reyndar ættu útsölur ekki að byrja fyrr en eftir áramót.
SvaraEyðaEitt annað sem er skrítið er að Body Shop harðneitar að setja skilamiða á gjafir sem ég kaupi þar alveg sama hvort það sé í júlí eða desember og fullyrða að skil séu ekkert mál. Þá geri ég væntanlega ráð fyrir því að gefin sé út inneignarnóta fyrir fullu verði ávallt burt sé frá því hvort útsala sé í gangi eða þess háttar.
En annars mega verslanir neita að setja skilamiða á vörur ?
Að sjálfsögðu ráða búðir hvort þær notast við skilamiða. Búðir mega meira að segja líka neita að skipta vörum. Það eru engin lög sem skylda búðir til að skipta ógölluðum vörum.
SvaraEyðaÞegar keyptar eru gjafir er góð regla að borga sérstaklega fyrir hverja gjöf og setja kvittunina með gjöfinni í lokuðu umslagi.
SvaraEyðaTil nafnlaus nr.1. Það þýðir lítið að kvarta til neytendasamtakanna þar sem verslunum er ekki skilt að skipta ógölluðum vörum samkvæmt lögum. Ef þær á annað borð vilja taka við þeim, meiga þær taka þær til baka á því verði sem er á þeim tíma, nema maður geti sýnt kassakvittun.
SvaraEyðaÞetta er fáránlegt, en svona eru lögin. Kominn tími til að einhver þrýsti á að þessu verði beitt.
Sammála nafnlausum nr.2. Þær geta að sjálfsögðu neitað að setja skilamiða þar sem þeim ber engin skylda að taka aftur við vörunni (nema hún sé gölluð)
þetta átti að sjálfsögðu að vera ....á að þessu verði breytt.
SvaraEyðaGott ráð er að biðja ekki um jólagjafir úr búðum sem þekkt eru fyrir þessi vinnubrögð. Gott væri ef einhver snjall vefsíðuforritari myndi setja upp "fyrirmyndar fyrirtæki varðandi vöruskil" með smá samantekt um hvaða reglur gildi hjá viðkomandi. Þá geti fólk valið að versla við þá sem eru til fyrirmyndar og skautað hjá skussunum.
SvaraEyðaEr ég eini sem skilur Ikea að fullu? Maðurinn gæti hafa keypt vöruna 5 mínútum áður á útsöluverði hennt kvittuninni og beðið um "gamla" verðið og komið út í gróða ?
SvaraEyðaÞað er hreinlega gjöf líka hjá Ikea ef þeir myndu taka þessu á "gamla" verðinu þó þú værir með kvittun þar sem þú gætir þá bara keypt sömu vöru aftur og átt afgang.
Starfsmaður í blend tjáði mér fyrir jól að ef þú borgaðir vöruna með korti þá geturðu prentað út færsluna úr heimabankanum og það jafngildir þá kassakvittun, skiljanlega þar sem það sýnir fram á hvar og hvenær varan er keypt.
SvaraEyða